Facebook ritskoðaði forsætisráðherra Noregs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2016 14:11 Erna Solberg setti inn færslu á Facebook sem var eytt út af Facebook. Mynd/Samsett Norðmenn eru ekki par sáttir við samfélagsmiðilinn Facebook vegna ritskoðunartilburða fyrirtækisins risastóra á einni frægustu stríðsljósmynd allra tíma. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, deildi myndinni í kjölfar mikillar umræðu í Noregi en færslu hennar var snarlega eytt af Facebook fyrir vikið. Myndin sem um ræðir er af hinni i níu ára gömlu víetnömsku stúlku Kim Phuc, flýjandi nakin undan napalm-sprengjuárás í Víetnam-stríðinu á sjöunda áratug síðustu aldar. Mikil umræða hefur skapast um myndina eftir að ritstjóri Aftenposten skrifaði Mark Zuckerberg harðort opið bréf þar sem hann gagnrýndi fyrirtækið harkalega fyrir að koma í veg fyrir birtingu á myndinni. Erna Solberg vildi eðli málsins samkvæmt leggja orð í belg til stuðnings ritstjóranum og setti inn örlitla færslu honum til stuðnings inn á Facebook þar sem með fylgdi myndin umrædda.Sjá einnig: Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmyndaSkellti Solberg sér svo upp í flugvél frá Osló til Þrándheims en þegar hún var lent sá hún að Facebook hafði eytt færslunni og vísað til reglna um að ekki mætti birta myndir af nöktum stúlkum á samfélagsmiðlinum. Segir Solbert að þrátt fyrir að Facebook meini vel sé þó mikilvægt að koma í veg fyrir slíka ritskoðun á sögunni. „Ég vil að börnin mín alist upp í heimi þar sem sagan er kennd eins og hún gerðist. Þar sem menn læra af sögulegum viðburðum og mistökum,“ segir Solberg í annarri færslu. „Með því að fjarlægja svona myndir er Facebook að ritskoða söguna.“ Opið bréf ritstjóra Aftenposten hefur vakið mikla athygli og er fjallað um það á öllum helstu miðlum, þar á meðal BBC og CNN. Tengdar fréttir Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. 9. september 2016 11:45 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira
Norðmenn eru ekki par sáttir við samfélagsmiðilinn Facebook vegna ritskoðunartilburða fyrirtækisins risastóra á einni frægustu stríðsljósmynd allra tíma. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, deildi myndinni í kjölfar mikillar umræðu í Noregi en færslu hennar var snarlega eytt af Facebook fyrir vikið. Myndin sem um ræðir er af hinni i níu ára gömlu víetnömsku stúlku Kim Phuc, flýjandi nakin undan napalm-sprengjuárás í Víetnam-stríðinu á sjöunda áratug síðustu aldar. Mikil umræða hefur skapast um myndina eftir að ritstjóri Aftenposten skrifaði Mark Zuckerberg harðort opið bréf þar sem hann gagnrýndi fyrirtækið harkalega fyrir að koma í veg fyrir birtingu á myndinni. Erna Solberg vildi eðli málsins samkvæmt leggja orð í belg til stuðnings ritstjóranum og setti inn örlitla færslu honum til stuðnings inn á Facebook þar sem með fylgdi myndin umrædda.Sjá einnig: Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmyndaSkellti Solberg sér svo upp í flugvél frá Osló til Þrándheims en þegar hún var lent sá hún að Facebook hafði eytt færslunni og vísað til reglna um að ekki mætti birta myndir af nöktum stúlkum á samfélagsmiðlinum. Segir Solbert að þrátt fyrir að Facebook meini vel sé þó mikilvægt að koma í veg fyrir slíka ritskoðun á sögunni. „Ég vil að börnin mín alist upp í heimi þar sem sagan er kennd eins og hún gerðist. Þar sem menn læra af sögulegum viðburðum og mistökum,“ segir Solberg í annarri færslu. „Með því að fjarlægja svona myndir er Facebook að ritskoða söguna.“ Opið bréf ritstjóra Aftenposten hefur vakið mikla athygli og er fjallað um það á öllum helstu miðlum, þar á meðal BBC og CNN.
Tengdar fréttir Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. 9. september 2016 11:45 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira
Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. 9. september 2016 11:45