Skólameistari biðst afsökunar á ummælum um stúlkur og munntóbaksnotkun Birgir Olgeirsson skrifar 12. september 2016 13:29 Frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Vísir „Ég hélt að það heyrði til undantekninga að stúlkur notuðu þetta en það er að koma í ljós að þetta er býsna útbreitt á meðal stúlkna, þannig að notkunin á munntóbaki er meiri og útbreiddari en ég hélt,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík, sem hefur beðist afsökunar á ummælum sínum sem varða stúlkur og munntóbaksnotkun. Í morgun sendi Hjalti Jón áminningu á nemendur skólans þar sem hann beindi sjónum að skólareglum Kvennaskólans er varða notkun hvers kyns tóbaks í húsakynnum skólans, á lóð hans og öllum samkomum og ferðum á vegum skólans. Hann sagði skólayfirvöld leggja að jöfnu hefðbundnar tóbakssígarettur og rafsígarettur en sagði að lokum: „Loks langar mig að lýsa yfir vonbrigðum mínum með það hversu margar stúlkur virðast vera farnar að nota munntóbak.“Neysla munntóbaks hefur aukist á milli ára, einkum í hópi ungra karlmanna.vísir/gvaÞessi setning vakti hörð og mikil viðbrögð og sagði Hjalti í öðrum pósti til nemenda að margir hafi skilið orð hans þannig að um mismunun kynjanna hafi verið að ræða. Það var ekki svo að mati Hjalta.Sjá einnig: Sala á íslensku neftóbaki aldrei meiri: Keyptum 36 tonn árið 2015 Hann sagði vonbrigði sín ekki hafa beinst sérstaklega að stúlkum sem nota tóbak heldur hversu útbreidd notkun munntóbaks er orðin meðal nemenda. Áður fyrr hafi hún verið bundin að mestu meðal drengja í Kvennaskólanum en nú noti stúlkur munntóbak miklu meira en áður, og olli útbreiðslan því honum vonbrigðum. „Munntóbaksvandinn er greinilega mjög mikill,“ segir Hjalti við Vísi. Hann segir skólayfirvöld ætla að halda áfram að hvetja nemendur að hætta slíkri neyslu og reyna að fræða þá um hætturnar sem fylgja henni. Í póstinum til nemenda sagðist hann hafa árum saman í sínu starfi reynt að hvetja nemendur til heilbrigðari lífshátta og mælt gegn tóbaksnotkun. „Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að það væru einkum piltar sem tækju tóbak í vörina og satt best að segja hef ég varla orðið þess var að stúlkur gerðu þetta líka. Nú hef ég hins vegar fengið vísbendingar um að munntóbaksnotkun á meðal stúlkna sé að verða býsna almenn. Ég get ekki neitað því að það veldur mér miklum vonbrigðum ef satt er,“ sagði Hjalti í orðsendingunni til nemenda. Hann benti á að baráttan þyrfti því að beinast að báðum kynjum og baðst að lokum afsökunar á að hafa ekki orðað þetta nægjanlega vel í fyrri pósti sínum til nemenda. Tengdar fréttir Ungir karlmenn neyta munntóbaks í meiri mæli Neysla munntóbaks hefur aukist á milli ára, einkum í hópi ungra karlmanna. 2. júní 2015 07:17 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Ég hélt að það heyrði til undantekninga að stúlkur notuðu þetta en það er að koma í ljós að þetta er býsna útbreitt á meðal stúlkna, þannig að notkunin á munntóbaki er meiri og útbreiddari en ég hélt,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík, sem hefur beðist afsökunar á ummælum sínum sem varða stúlkur og munntóbaksnotkun. Í morgun sendi Hjalti Jón áminningu á nemendur skólans þar sem hann beindi sjónum að skólareglum Kvennaskólans er varða notkun hvers kyns tóbaks í húsakynnum skólans, á lóð hans og öllum samkomum og ferðum á vegum skólans. Hann sagði skólayfirvöld leggja að jöfnu hefðbundnar tóbakssígarettur og rafsígarettur en sagði að lokum: „Loks langar mig að lýsa yfir vonbrigðum mínum með það hversu margar stúlkur virðast vera farnar að nota munntóbak.“Neysla munntóbaks hefur aukist á milli ára, einkum í hópi ungra karlmanna.vísir/gvaÞessi setning vakti hörð og mikil viðbrögð og sagði Hjalti í öðrum pósti til nemenda að margir hafi skilið orð hans þannig að um mismunun kynjanna hafi verið að ræða. Það var ekki svo að mati Hjalta.Sjá einnig: Sala á íslensku neftóbaki aldrei meiri: Keyptum 36 tonn árið 2015 Hann sagði vonbrigði sín ekki hafa beinst sérstaklega að stúlkum sem nota tóbak heldur hversu útbreidd notkun munntóbaks er orðin meðal nemenda. Áður fyrr hafi hún verið bundin að mestu meðal drengja í Kvennaskólanum en nú noti stúlkur munntóbak miklu meira en áður, og olli útbreiðslan því honum vonbrigðum. „Munntóbaksvandinn er greinilega mjög mikill,“ segir Hjalti við Vísi. Hann segir skólayfirvöld ætla að halda áfram að hvetja nemendur að hætta slíkri neyslu og reyna að fræða þá um hætturnar sem fylgja henni. Í póstinum til nemenda sagðist hann hafa árum saman í sínu starfi reynt að hvetja nemendur til heilbrigðari lífshátta og mælt gegn tóbaksnotkun. „Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að það væru einkum piltar sem tækju tóbak í vörina og satt best að segja hef ég varla orðið þess var að stúlkur gerðu þetta líka. Nú hef ég hins vegar fengið vísbendingar um að munntóbaksnotkun á meðal stúlkna sé að verða býsna almenn. Ég get ekki neitað því að það veldur mér miklum vonbrigðum ef satt er,“ sagði Hjalti í orðsendingunni til nemenda. Hann benti á að baráttan þyrfti því að beinast að báðum kynjum og baðst að lokum afsökunar á að hafa ekki orðað þetta nægjanlega vel í fyrri pósti sínum til nemenda.
Tengdar fréttir Ungir karlmenn neyta munntóbaks í meiri mæli Neysla munntóbaks hefur aukist á milli ára, einkum í hópi ungra karlmanna. 2. júní 2015 07:17 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Ungir karlmenn neyta munntóbaks í meiri mæli Neysla munntóbaks hefur aukist á milli ára, einkum í hópi ungra karlmanna. 2. júní 2015 07:17