Jón Margeir með tárin í augunum: „Ég vildi vinna gullið fyrir ástina mína“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2016 09:30 Jón Margeir Sverrisson beygði af í viðtali við RÚV eftir sundið. mynd/skjáskot Jón Margeir Sverrisson náði ekki að verja gullið sitt í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í gærkvöldi en hann hafnaði í fjórða sæti. Jón Margeir, sem varð Ólympíumeistari í þessari grein í Lundúnum fyrir fjórum árum, kom í mark á tímanum 1:57,50 og var rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang. „Ég reyndi að fara fyrstu 100 sæmilega hratt og gefa svo í eins og í London en Kínverjinn sem var við hliðina á mér var of hraður. Það er allt í lagi að leyfa öðrum að fá gull. Kínverjinn átti það skilið,“ sagði Jón Margeir í einlægu viðtali við RÚV eftir sundið. „Ég er sáttur við tímann, hann var betri en ég bjóst við. Þetta var svolítið erfitt í lokin. Svona er þetta bara.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur við árangurinn beygði þessi frábæri íþróttamaður af en hann langaði mikið að vinna gullið fyrir kærustuna sína, Stefaníu Daney Guðmundsdóttur, sem er afrekskona í frjálsíþróttum fatlaðra. „Fjórða sætið er allt í lagi. Auðvitað vildi ég fara á pall, en ég er sáttur. Ég er smá sorgmæddur því ég vildi vinna gull fyrir ástina mína, Stefaníu. En svona er þetta bara,“ sagði Jón Margeir. „Ég gerði það besta sem ég gat fyrir Stefaníu, ástina mína. Það er ekki hægt að gera neitt við því. Ég er sáttur og ég held að þjóðin okkar sé mjög sátt.“ Jón Margeir stefnir nú á að fara að æfa þríþraut og ætlar að komast í Iron Man, stærstu þríþrautarkeppni heims, áður en hann verður þrítugur. „Þríþrautin er eina greinin sem ég sé mig ná meiri árangri. Ég ætla að æfa þríþraut þangað til ég gefst upp á henni. Markmið mitt er að komast á Iron Man fyrir þrítugt. Það eru sex ár í það en ég er að verða 24 ára,“ sagði Jón Margeir sem þakkaði svo öllum fyrir stuðninginn og þar minntist hann aftur á ástina í lífi sínu. „Ég vil þakka öllum styrktaraðilum, fjölskyldu, ættingjum og öllum pakkanum. Svo er ástin mín styrktaraðili líka. Hún hjálpaði mér með að hætta að drekka gos eftir að ég fór til Miami þannig þetta er allt henni að þakka. Þannig, já, takk fyrir mig,“ sagði Jón Margeir Sverrisson.Allt viðtalið má sjá hér. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í úrslitasundinu Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Paralympics í Ríó en hann kom í mark á 1:57,50, rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang frá Hong Kong. 11. september 2016 21:40 Jón Margeir með fimmta besta tímann í undanrásunum og keppir til úrslita Jón Margeir Sverrisson var annar í sínum riðli og alls í fimmta sæti í undanrásunum í 200 metra skriðsundi á Paralympics er hann kom í mark á 2:00,01. 11. september 2016 13:47 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Sjá meira
Jón Margeir Sverrisson náði ekki að verja gullið sitt í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í gærkvöldi en hann hafnaði í fjórða sæti. Jón Margeir, sem varð Ólympíumeistari í þessari grein í Lundúnum fyrir fjórum árum, kom í mark á tímanum 1:57,50 og var rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang. „Ég reyndi að fara fyrstu 100 sæmilega hratt og gefa svo í eins og í London en Kínverjinn sem var við hliðina á mér var of hraður. Það er allt í lagi að leyfa öðrum að fá gull. Kínverjinn átti það skilið,“ sagði Jón Margeir í einlægu viðtali við RÚV eftir sundið. „Ég er sáttur við tímann, hann var betri en ég bjóst við. Þetta var svolítið erfitt í lokin. Svona er þetta bara.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur við árangurinn beygði þessi frábæri íþróttamaður af en hann langaði mikið að vinna gullið fyrir kærustuna sína, Stefaníu Daney Guðmundsdóttur, sem er afrekskona í frjálsíþróttum fatlaðra. „Fjórða sætið er allt í lagi. Auðvitað vildi ég fara á pall, en ég er sáttur. Ég er smá sorgmæddur því ég vildi vinna gull fyrir ástina mína, Stefaníu. En svona er þetta bara,“ sagði Jón Margeir. „Ég gerði það besta sem ég gat fyrir Stefaníu, ástina mína. Það er ekki hægt að gera neitt við því. Ég er sáttur og ég held að þjóðin okkar sé mjög sátt.“ Jón Margeir stefnir nú á að fara að æfa þríþraut og ætlar að komast í Iron Man, stærstu þríþrautarkeppni heims, áður en hann verður þrítugur. „Þríþrautin er eina greinin sem ég sé mig ná meiri árangri. Ég ætla að æfa þríþraut þangað til ég gefst upp á henni. Markmið mitt er að komast á Iron Man fyrir þrítugt. Það eru sex ár í það en ég er að verða 24 ára,“ sagði Jón Margeir sem þakkaði svo öllum fyrir stuðninginn og þar minntist hann aftur á ástina í lífi sínu. „Ég vil þakka öllum styrktaraðilum, fjölskyldu, ættingjum og öllum pakkanum. Svo er ástin mín styrktaraðili líka. Hún hjálpaði mér með að hætta að drekka gos eftir að ég fór til Miami þannig þetta er allt henni að þakka. Þannig, já, takk fyrir mig,“ sagði Jón Margeir Sverrisson.Allt viðtalið má sjá hér.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í úrslitasundinu Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Paralympics í Ríó en hann kom í mark á 1:57,50, rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang frá Hong Kong. 11. september 2016 21:40 Jón Margeir með fimmta besta tímann í undanrásunum og keppir til úrslita Jón Margeir Sverrisson var annar í sínum riðli og alls í fimmta sæti í undanrásunum í 200 metra skriðsundi á Paralympics er hann kom í mark á 2:00,01. 11. september 2016 13:47 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Sjá meira
Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í úrslitasundinu Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Paralympics í Ríó en hann kom í mark á 1:57,50, rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang frá Hong Kong. 11. september 2016 21:40
Jón Margeir með fimmta besta tímann í undanrásunum og keppir til úrslita Jón Margeir Sverrisson var annar í sínum riðli og alls í fimmta sæti í undanrásunum í 200 metra skriðsundi á Paralympics er hann kom í mark á 2:00,01. 11. september 2016 13:47
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum