Innlent

María Helga nýr formaður Samtakanna ´78

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
María Helga Guðmundsdóttir er nýr formaður Samtakanna ´78.
María Helga Guðmundsdóttir er nýr formaður Samtakanna ´78. Vísir/Anton Brink
María Helga Guðmundsdóttir er nýr formaður Samtakanna ´78 en hún var kjörin á aðalfundi samtakanna sem fram fór í Þjóðleikhúskjallaranum í dag. Hún hlaut 184 atkvæði en Kristín Sævarsdóttir 152 atkvæði. Þá var Benedikt Traustason kjörinn gjaldkeri og Júlía Margrét Einarsdóttir ritari.

Eins og sést á atkvæðafjöldanum mætti mikill fjöldi á fundinn í dag eða yfir 300 manns. Auður Magndís Auðardóttir framkvæmdastjóri samtakanna sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að aldrei hefðu fleiri mætt á aðalfund hjá samtökunum, en vanalega hefðu 30-40 manns mætt í gegnum árin.

María Helga hefur verið starfandi formaður samtakanna frá því að fráfarandi formaður Hilmar Hildar Magnússon hætti í maí. Ólga hefur verið innan samtakanna undanfarin misseri vegna deilna um það hvort veita eigi BDSM-samtökunum aðgang eða ekki. Kristín hefur lagst gegn aðild BDSM-samtakanna að Samtökunum '78 en María Helga er fylgjandi aðild.

Kosið er um aðild BDSM-samtakanna að Samtökunum ´78 í dag en úrslitin úr þeirri kosningu liggja ekki fyrir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×