Sér ekki hvaða rök gætu staðið til þess að breyta niðurstöðu prófkjörsins í Suðurkjördæmi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2016 15:57 Páll Magnússon sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í gær. mynd/håkon broder lund Páll Magnússon sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir það umhugsunarefni og jafnvel áhyggjuefni að í efstu þremur sætum listans séu karlar. Hann segist þó ekki vita hvaða rök gætu staðið til þess að breyta niðurstöðunni sem fékkst í prófkjörinu í gær en margir hafa lýst furðu sinni og vonbrigðum með slakt gengi kvenna í flokknum, bæði í kjördæmi Páls sem og í Suðvesturkjördæmi þar sem karlar raða sér í fjögur efstu sætin. Aðspurður hvort að það séu vonbrigði að konur hafi ekki raðast ofar á listann segir Páll í samtali við fréttastofu: „Ég held að það sé miklu flóknara úrlausnarefni en svo að það sé hægt að fara yfir það í stuttu samtali. En ég held að þetta snúi bæði að konunum sjálfum, þeim tilteknu konum sem áttu þarna hlut að máli, flokknum, aðferðinni við að stilla upp og fleiri þættir sem spila þarna inn í. En þetta er vissulega umhugsunarefni.“ Þá segir hann annarra að dæma um það hvort breyta eigi listanum. „Ég veit nú ekki hvaða rök gætu staðið til þess að breyta lýðræðislegri niðurstöðu sem er náð fram með aðferð sem er fyrir fram ákveðin og viðurkennd. Þannig að það væri afskaplega torsótt að rökstyðja það, hvernig á að breyta lýðræðislegri niðurstöðu af því að mönnum líkar hún ekki. Ég veit ekki alveg hvernig slík röksemdafærsla ætti að enda.“ Þetta er í samræmi við það sem Vilhjálmur Bjarnason sagði í samræmi við fréttastofu en hann lenti í fjórða sæti í prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi. Spurður út í mögulegar breytingar á listanum sagði hann það ekki undir sér komið en spurði til hvers prófkjör væru ef leikreglunum væri síðan breytt eftir á. Ekkert liggur fyrir um hvort að listunum verði breytt en niðurstöðurnar eru ekki bindandi. Það liggur fyrir að listinn í Suðurkjördæmi mun breytast þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir tilkynnti nú fyrir skemmstu að hún sé hætt í stjórnmálum. Hún er iðnaðar-og viðskiptaráðherra og sóttist eftir að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi. Hún hlaut hins vegar afleita kosningu og hafnaði í fjórða sæti. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Ragnheiður Elín hættir í stjórnmálum Ráðherrann tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni. 11. september 2016 15:34 Sigríður: „Konunum ekki úthýst á grundvelli kynferðis“ Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokksmenn hafa kosið einstaklinga sem eru þeim sammála, ekki vegna kynferðis. 11. september 2016 14:40 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Páll Magnússon sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir það umhugsunarefni og jafnvel áhyggjuefni að í efstu þremur sætum listans séu karlar. Hann segist þó ekki vita hvaða rök gætu staðið til þess að breyta niðurstöðunni sem fékkst í prófkjörinu í gær en margir hafa lýst furðu sinni og vonbrigðum með slakt gengi kvenna í flokknum, bæði í kjördæmi Páls sem og í Suðvesturkjördæmi þar sem karlar raða sér í fjögur efstu sætin. Aðspurður hvort að það séu vonbrigði að konur hafi ekki raðast ofar á listann segir Páll í samtali við fréttastofu: „Ég held að það sé miklu flóknara úrlausnarefni en svo að það sé hægt að fara yfir það í stuttu samtali. En ég held að þetta snúi bæði að konunum sjálfum, þeim tilteknu konum sem áttu þarna hlut að máli, flokknum, aðferðinni við að stilla upp og fleiri þættir sem spila þarna inn í. En þetta er vissulega umhugsunarefni.“ Þá segir hann annarra að dæma um það hvort breyta eigi listanum. „Ég veit nú ekki hvaða rök gætu staðið til þess að breyta lýðræðislegri niðurstöðu sem er náð fram með aðferð sem er fyrir fram ákveðin og viðurkennd. Þannig að það væri afskaplega torsótt að rökstyðja það, hvernig á að breyta lýðræðislegri niðurstöðu af því að mönnum líkar hún ekki. Ég veit ekki alveg hvernig slík röksemdafærsla ætti að enda.“ Þetta er í samræmi við það sem Vilhjálmur Bjarnason sagði í samræmi við fréttastofu en hann lenti í fjórða sæti í prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi. Spurður út í mögulegar breytingar á listanum sagði hann það ekki undir sér komið en spurði til hvers prófkjör væru ef leikreglunum væri síðan breytt eftir á. Ekkert liggur fyrir um hvort að listunum verði breytt en niðurstöðurnar eru ekki bindandi. Það liggur fyrir að listinn í Suðurkjördæmi mun breytast þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir tilkynnti nú fyrir skemmstu að hún sé hætt í stjórnmálum. Hún er iðnaðar-og viðskiptaráðherra og sóttist eftir að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi. Hún hlaut hins vegar afleita kosningu og hafnaði í fjórða sæti.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Ragnheiður Elín hættir í stjórnmálum Ráðherrann tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni. 11. september 2016 15:34 Sigríður: „Konunum ekki úthýst á grundvelli kynferðis“ Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokksmenn hafa kosið einstaklinga sem eru þeim sammála, ekki vegna kynferðis. 11. september 2016 14:40 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Ragnheiður Elín hættir í stjórnmálum Ráðherrann tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni. 11. september 2016 15:34
Sigríður: „Konunum ekki úthýst á grundvelli kynferðis“ Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokksmenn hafa kosið einstaklinga sem eru þeim sammála, ekki vegna kynferðis. 11. september 2016 14:40
Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31