Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sveinn Arnarsson skrifar 10. september 2016 19:42 Sigurður Ingi Jóhannsson hættir sem varaformaður verði stjórnin óbreytt Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mun ekki sækjast eftir endurkjöri sem varaformaður í óbreyttri stjórn. Þetta tilkynnti hann í ræðu á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í Hofi í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Segir Sigurður Ingi ástæðu þess vera trúnaðarbrest innan stjórnar flokksins. Haustfundur Miðstjórnar flokksins ákvað í dag að boða til flokksþings þann 1. október næstkomandi og kjósa þar nýja forystu fyrir Framsóknarflokkinn. Hafa flokksmenn margir legið á forsætisráðherranum að gefa kost á sér til formanns flokksins undanfarna daga og vikur og komu nokkrar slíkar stuðningsyfirlýsingar á fundinum í dag. Einnig undruðust nokkrir fundarmanna að í fundardagskrá væri forsætisráðherra þjóðarinnar hvergi með ræðu og þóttu það afar sérstakt að forsætisráðherra gæfist ekki kostur á að halda tölu yfir flokksmönnum. Kom svo á daginn að Sigurður Ingi steig í pontu undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður og vandaði forystu flokksins ekki kveðjurnar. Herma heimildir fréttastofu að enginn hafi beðið hann um að halda ræðu á fundinum og þótti það sjálfum mjög sérstakt. Einnig hafi hann sagt að vegna trúnaðarbrests milli sín og stjórnarmeðlima hafi hann ákveðið að gefa ekki kost á sér sem varaformaður ef stjórnin yrði að öðru leyti óbreytt.Trúnaðarbrestur milli Sigurðar inga og stjórnar Sigmundar.vísir/sveinnBáðir skammaðirHeimildir fréttastofu herma einnig að bæði formaður og varaformaður hafi fengið á sig nokkrar skammir frá flokksmönnum fyrir að tala þvers og kruss í mörgum málum og að það gengi ekki til lengdar að tveir einstaklingar stýrðu flokknum úr sínum hvorum stólnum í sína hvora áttina. Heimildarmaður fréttastofu segir báða hafa fengið nokkrar skammir fyrir og að þessi staða sé ekki til eftirbreytni. Einnig sagði sama heimild að ákveðið traust væri milli Eyglóar Harðardóttur, ritara flokksins, og Sigurðar Inga og því væri trúnaðarbresturinn að öllum líkindum ekki milli þeirra.Líkt við orrustuna um WaterlooSigmundur Davíð Gunnlaugsson fór yfir víðan völl í ræðu sinni á miðstjórnarfundinum. „Í einu landi tókst flokkur á við alþjóðafjármálakerfið og meira að segja grimmustu birtingarmynd þess og hafði betur. Við Framsóknarmenn og við Íslendingar erum fordæmi fyrir heiminn í því að það er hægt að takast á við þetta voldugasta kerfi og hafa undir,“ sagði Sigmundur Davíð. Einnig sagði Sigmundur framsóknarmenn verða að standa saman allir sem einn í komandi kosningabaráttu. Þannig einir myndi flokkurinn geta staðið það áhlaup „riddaraliðsins“ eins og hann orðaði það og lýsti baráttunni framundan við orrustuna um Waterloo. Sagði hann að til að verjast riddaraliðum yrðu menn að standa þétt saman með byssustingi að vopni til að verjast áhlaupinu og skjóta svo riddarana þegar þeir kæmu framhjá. Hins vegar, ef einhverjir yrðu huglausir og myndu rjúfa samstöðuna væri leikur einn fyrir riddaraliðið að slátra vörninni.Ljóst að forystan mun breytastÞað verður líklegra með hverjum deginum sem líður að Sigurður Ingi gefi kost á sér til formanns Framsóknarflokksins. Hann hefur varist því að svara spurningunni og ekki getað lýst yfir trausti við sitjandi formann flokksins. Einnig verður að hafa í huga að kjördæmisþing Framsóknarflokksins í suðurkjördæmi, oddvitakjördæmi forsætisráðherra, samþykkti nær einróma að boða til landsþings til að geta skipt um forystu fyrir kosningar. Ekki hefur náðst í Sigurð Inga Jóhannsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu. Kosningar 2016 X16 Suður Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mun ekki sækjast eftir endurkjöri sem varaformaður í óbreyttri stjórn. Þetta tilkynnti hann í ræðu á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í Hofi í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Segir Sigurður Ingi ástæðu þess vera trúnaðarbrest innan stjórnar flokksins. Haustfundur Miðstjórnar flokksins ákvað í dag að boða til flokksþings þann 1. október næstkomandi og kjósa þar nýja forystu fyrir Framsóknarflokkinn. Hafa flokksmenn margir legið á forsætisráðherranum að gefa kost á sér til formanns flokksins undanfarna daga og vikur og komu nokkrar slíkar stuðningsyfirlýsingar á fundinum í dag. Einnig undruðust nokkrir fundarmanna að í fundardagskrá væri forsætisráðherra þjóðarinnar hvergi með ræðu og þóttu það afar sérstakt að forsætisráðherra gæfist ekki kostur á að halda tölu yfir flokksmönnum. Kom svo á daginn að Sigurður Ingi steig í pontu undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður og vandaði forystu flokksins ekki kveðjurnar. Herma heimildir fréttastofu að enginn hafi beðið hann um að halda ræðu á fundinum og þótti það sjálfum mjög sérstakt. Einnig hafi hann sagt að vegna trúnaðarbrests milli sín og stjórnarmeðlima hafi hann ákveðið að gefa ekki kost á sér sem varaformaður ef stjórnin yrði að öðru leyti óbreytt.Trúnaðarbrestur milli Sigurðar inga og stjórnar Sigmundar.vísir/sveinnBáðir skammaðirHeimildir fréttastofu herma einnig að bæði formaður og varaformaður hafi fengið á sig nokkrar skammir frá flokksmönnum fyrir að tala þvers og kruss í mörgum málum og að það gengi ekki til lengdar að tveir einstaklingar stýrðu flokknum úr sínum hvorum stólnum í sína hvora áttina. Heimildarmaður fréttastofu segir báða hafa fengið nokkrar skammir fyrir og að þessi staða sé ekki til eftirbreytni. Einnig sagði sama heimild að ákveðið traust væri milli Eyglóar Harðardóttur, ritara flokksins, og Sigurðar Inga og því væri trúnaðarbresturinn að öllum líkindum ekki milli þeirra.Líkt við orrustuna um WaterlooSigmundur Davíð Gunnlaugsson fór yfir víðan völl í ræðu sinni á miðstjórnarfundinum. „Í einu landi tókst flokkur á við alþjóðafjármálakerfið og meira að segja grimmustu birtingarmynd þess og hafði betur. Við Framsóknarmenn og við Íslendingar erum fordæmi fyrir heiminn í því að það er hægt að takast á við þetta voldugasta kerfi og hafa undir,“ sagði Sigmundur Davíð. Einnig sagði Sigmundur framsóknarmenn verða að standa saman allir sem einn í komandi kosningabaráttu. Þannig einir myndi flokkurinn geta staðið það áhlaup „riddaraliðsins“ eins og hann orðaði það og lýsti baráttunni framundan við orrustuna um Waterloo. Sagði hann að til að verjast riddaraliðum yrðu menn að standa þétt saman með byssustingi að vopni til að verjast áhlaupinu og skjóta svo riddarana þegar þeir kæmu framhjá. Hins vegar, ef einhverjir yrðu huglausir og myndu rjúfa samstöðuna væri leikur einn fyrir riddaraliðið að slátra vörninni.Ljóst að forystan mun breytastÞað verður líklegra með hverjum deginum sem líður að Sigurður Ingi gefi kost á sér til formanns Framsóknarflokksins. Hann hefur varist því að svara spurningunni og ekki getað lýst yfir trausti við sitjandi formann flokksins. Einnig verður að hafa í huga að kjördæmisþing Framsóknarflokksins í suðurkjördæmi, oddvitakjördæmi forsætisráðherra, samþykkti nær einróma að boða til landsþings til að geta skipt um forystu fyrir kosningar. Ekki hefur náðst í Sigurð Inga Jóhannsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu.
Kosningar 2016 X16 Suður Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Sjá meira