Enski boltinn

Jón Daði lagði upp mark Wolves | Ragnar kom ekkert við sögu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jón Daði fagnar hér marki sínu gegn Birmingham á dögunum.
Jón Daði fagnar hér marki sínu gegn Birmingham á dögunum. Nordicphotos/Getty
Jón Daði Böðvarsson kom inn af varamannabekknum og lagði upp mark Wolves í svekkjandi 1-1 jafntefli gegn Burton á heimavelli í Championship-deildinni.

Jón Daði kom inn af bekknum á 71. mínútu og lagði upp mark Wolves aðeins sex mínútum síðar fyrir Prince Oniangue.

Gestirnir úr Burton sem klúðruðu vítaspyrnu í fyrri hálfleik náðu þó að jafna metin á 93. mínútu en þar var að verki William Miller.

Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði Bristol City sem bjargaði sér fyrir horn í 2-2 jafntefli gegn Rotherham.

Rotherham komst 2-0 yfir en gestunum tókst að jafna metin með tveimur mörkum á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik og bjarga stigi.

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn í 2-3 tapi Cardiff gegn Norwich á útivelli en Cardiff náði í tvígang að minnka muninn án þess að jafna.

Þá kom Ragnar Sigurðsson ekkert við sögu í 0-1 tapi Fulham á heimavelli en í 1. deildinni kom Eggert Gunnþór Jónsson inn af bekknum í 2-2 jafntefli gegn Charlton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×