Sigmundur Davíð sakaður um að halda Sigurði Inga frá ræðupúltinu Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2016 16:29 Karl Garðarsson þingmaður heldur því fram að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vilji halda Sigurði Inga Jóhannssyni, mótframbjóðanda hans, frá ræðupúltinu í dagskrá komandi Flokksþings. Víst er að nú sýður á öllum keipum innan Framsóknarflokksins. Karl Garðarsson, sem lýst hefur yfir stuðningi við Sigurð Inga, hélt því fram fyrr í dag að ekki væri gert ráð fyrir því í dagskrá að Sigurður Ingi talaði á Flokksþinginu. Hins vegar sé þar gert ráð fyrir klukkustundar langri tölu Sigmundar Davíðs. Vísir greindi skilmerkilega frá.Eygló blæs til fundar vegna framgöngu Sigmundar Davíðs Karl bætti síðan í á Facebook-vegg sínum og er ekki hægt að skilja hann öðru vísi en svo að þarna séu brögð í tafli; dagskráin sé beinlínis lögð þannig upp af hálfu Sigmundar Davíðs og hans mönnum. Hann segir að framkvæmdastjórn flokksins ákveði dagskrá flokksþings. „Formaður þess heitir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann hefur neitað að halda þar fundi lengi. Ritari flokksins, Eygló Harðardóttir hefur ekkert með dagskrá þingsins að gera. Hún er formaður landsstjórnar sem sér um að boða miðstjórnarfundi og fer með vald miðstjórnar milli funda hennar. Í kvöld hefur verið boðað til landsstjórnarfundar þar sem framkvæmdastjórnin sinnir ekki starfi sínu,“ segir Karl á Facebook-síðu sinni.Karli úthúðað á hans eigin Facebook-síðu Vísir hefur reynt að ná tali af Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, til að fá nánari útskýringar á þessu en án árangurs. Þessi færsla Karls hefur kallað fram gríðarlega reiði meðal Framsóknarmanna, einkum stuðningsmanna Sigmundar Davíðs, sem telja Karl hinn mesta óþurftarmann og vera að vinna flokknum verulegt ógagn með því að greina frá þessu því sem menn telja að eigi ekkert erindi út fyrir raðir flokksmanna.Ein þeirra sem er ósátt við framgöngu Karls er borgarfulltrúinn Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir. Hún vandar honum ekki kveðjurnar en ljóst er að það er við að sjóða uppúr innan Framsóknarflokks.Að neðan má sjá færslu Karls Garðarssonar í heild sinni. Tengdar fréttir Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54 Sigmundur Davíð um kannanirnar: „Ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. 29. september 2016 12:06 Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira
Karl Garðarsson þingmaður heldur því fram að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vilji halda Sigurði Inga Jóhannssyni, mótframbjóðanda hans, frá ræðupúltinu í dagskrá komandi Flokksþings. Víst er að nú sýður á öllum keipum innan Framsóknarflokksins. Karl Garðarsson, sem lýst hefur yfir stuðningi við Sigurð Inga, hélt því fram fyrr í dag að ekki væri gert ráð fyrir því í dagskrá að Sigurður Ingi talaði á Flokksþinginu. Hins vegar sé þar gert ráð fyrir klukkustundar langri tölu Sigmundar Davíðs. Vísir greindi skilmerkilega frá.Eygló blæs til fundar vegna framgöngu Sigmundar Davíðs Karl bætti síðan í á Facebook-vegg sínum og er ekki hægt að skilja hann öðru vísi en svo að þarna séu brögð í tafli; dagskráin sé beinlínis lögð þannig upp af hálfu Sigmundar Davíðs og hans mönnum. Hann segir að framkvæmdastjórn flokksins ákveði dagskrá flokksþings. „Formaður þess heitir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann hefur neitað að halda þar fundi lengi. Ritari flokksins, Eygló Harðardóttir hefur ekkert með dagskrá þingsins að gera. Hún er formaður landsstjórnar sem sér um að boða miðstjórnarfundi og fer með vald miðstjórnar milli funda hennar. Í kvöld hefur verið boðað til landsstjórnarfundar þar sem framkvæmdastjórnin sinnir ekki starfi sínu,“ segir Karl á Facebook-síðu sinni.Karli úthúðað á hans eigin Facebook-síðu Vísir hefur reynt að ná tali af Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, til að fá nánari útskýringar á þessu en án árangurs. Þessi færsla Karls hefur kallað fram gríðarlega reiði meðal Framsóknarmanna, einkum stuðningsmanna Sigmundar Davíðs, sem telja Karl hinn mesta óþurftarmann og vera að vinna flokknum verulegt ógagn með því að greina frá þessu því sem menn telja að eigi ekkert erindi út fyrir raðir flokksmanna.Ein þeirra sem er ósátt við framgöngu Karls er borgarfulltrúinn Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir. Hún vandar honum ekki kveðjurnar en ljóst er að það er við að sjóða uppúr innan Framsóknarflokks.Að neðan má sjá færslu Karls Garðarssonar í heild sinni.
Tengdar fréttir Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54 Sigmundur Davíð um kannanirnar: „Ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. 29. september 2016 12:06 Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira
Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54
Sigmundur Davíð um kannanirnar: „Ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. 29. september 2016 12:06
Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44