Ný stórvirkjun byggð inni í fjalli við Búrfell Kristján Már Unnarsson skrifar 3. október 2016 19:45 Sautján milljarða króna framkvæmdir við nýja Búrfellsvirkjun, við hlið þeirrar gömlu, eru komnar á fulla ferð og starfa nú 140 manns á svæðinu. Sprenging stöðvarhúshvelfingar er komin vel á veg en virkjunin verður að mestu neðanjarðar og mannvirkin því lítt sýnileg. Framkvæmdir við Búrfell 2, eitthundrað megavatta stórvirkjun, fóru á fullt í vor. Þar eru nú komnar stórar vinnubúðir og vinnuvélar á þeytingi fram og til baka.Vinnubúðir fyrir um 200 manns hafa verið reistar við Búrfell.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Nú eru framkvæmdir komnar á fullan kraft og munu verða í hámarki á næsta ári,“ segir Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Búrfell er þegar orðið eitt stærsta framkvæmdasvæði landsins en samsteypa Íslenskra aðalverktaka, ÍAV, og Marti Contractors er stærsti verktakinn. Um 140 manns vinna núna á svæðinu en fjöldinn fer uppundir 200 manns á því næsta, að sögn Gunnars. Aldargömul teikning Titan-félags Einars Benediktssonar gerði ráð fyrir miklu stöðvarhúsi með 20 aflvélum við Sámsstaðaklif, milli Búrfells og Sámsstaðamúla. Nú verður virkjað á sama stað, en neðanjarðar og með einni vél.Fyrsta tillaga að Búrfellsvirkjun, sem norski verkfræðingurinn Sætersmoen gerði fyrir Titan, félag Einars Benediktssonar. Nýja virkjunin er á sama stað en neðanjarðar í Sámsstaðaklifi, milli Samsstaðamúla og Búrfells.Fara þarf inn í fjallið um 280 metra löng en þar er nú verið að sprengja fyrir stöðvarhússhvelfingu. Í fréttum Stöðvar 2 voru birtar skýringarmyndir Landsvirkjunar, sem sýna hvernig virkjunin mun líta út inni í fjallinu en þangað verður vatnið leitt um 132 metra há fallgöng. Helstu mannvirki á yfirborði verða 370 metra aðrennsliskurður frá Bjarnalóni og tveggja kílómetra frárennslisskurður að Fossá.Stöðvarhússhvelfingin er 280 metra inni í fjallinu.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Það er tiltölulega mikil sátt um þessa framkvæmd enda er þetta stækkun á núverandi virkjun. Við erum ekki að fara inn á nýtt svæði. Við erum að nýta auðlindina betur sem er hérna til staðar. Við erum að nýta okkur núverandi lón, Bjarnalón, sem þjónustar núverandi virkjun. Þannig að umhverfisáhrif þessarar stækkunar eru tiltölulega lítil,“ segir Gunnar Guðni.Þessi samsetta mynd sýnir núverandi virkjun til vinstri og hvernig væntanlegur frárennslisskurður, hægra megin, mun liggja frá nýja stöðvarhúsinu. Bjarnalón sést fyrir ofan.Grafísk mynd/Landsvirkjun.Vatnsrennsli á Þjófafossi og Tröllkonuhlaupi mun þó enn minnka enda fellst helsti ávinningurinn með þessu sautján milljarða króna verkefni að nýta rennsli Þjórsár betur, - vatn sem núna rennur framhjá núverandi virkjun. „Við erum líka að ná okkur í meira afl inn í kerfið, orku. En síðast en ekki síst erum við líka að létta álagi af núverandi stöð og munum reka hana á minna álagi eftir þetta.“Svona munu inntaksskurðirnir frá Bjarnalóni líta út, núverandi skurður til hægri en sá sem mun þjóna nýju virkjuninni sést neðst. Sámsstaðamúli sést efst.Grafísk mynd/Landsvirkjun.Orkan er ekki eyrnarmerkt neinum einum kaupanda en virkjunin á að taka til starfa vorið 2018. „Þessi orka fer bara inn á kerfið til að fullnægja þeim samningum sem Landsvirkjun hefur gert,“ segir framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar.Jarðgöngin sem liggja að stöðvarhússhvelfingunni eru 280 metra löng.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Landsvirkjun skilaði 11 milljarða hagnaði á síðasta ári Rekstrartekjur drógust hins vegar saman á árinu. 20. febrúar 2016 10:19 Um 150 manns fá vinnu við stækkun Búrfellsvirkjunar Framkvæmdir hefjast í vor. 10. febrúar 2016 10:34 Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45 Forsetinn lagði hornstein að stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. 23. september 2016 21:15 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Sjá meira
Sautján milljarða króna framkvæmdir við nýja Búrfellsvirkjun, við hlið þeirrar gömlu, eru komnar á fulla ferð og starfa nú 140 manns á svæðinu. Sprenging stöðvarhúshvelfingar er komin vel á veg en virkjunin verður að mestu neðanjarðar og mannvirkin því lítt sýnileg. Framkvæmdir við Búrfell 2, eitthundrað megavatta stórvirkjun, fóru á fullt í vor. Þar eru nú komnar stórar vinnubúðir og vinnuvélar á þeytingi fram og til baka.Vinnubúðir fyrir um 200 manns hafa verið reistar við Búrfell.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Nú eru framkvæmdir komnar á fullan kraft og munu verða í hámarki á næsta ári,“ segir Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Búrfell er þegar orðið eitt stærsta framkvæmdasvæði landsins en samsteypa Íslenskra aðalverktaka, ÍAV, og Marti Contractors er stærsti verktakinn. Um 140 manns vinna núna á svæðinu en fjöldinn fer uppundir 200 manns á því næsta, að sögn Gunnars. Aldargömul teikning Titan-félags Einars Benediktssonar gerði ráð fyrir miklu stöðvarhúsi með 20 aflvélum við Sámsstaðaklif, milli Búrfells og Sámsstaðamúla. Nú verður virkjað á sama stað, en neðanjarðar og með einni vél.Fyrsta tillaga að Búrfellsvirkjun, sem norski verkfræðingurinn Sætersmoen gerði fyrir Titan, félag Einars Benediktssonar. Nýja virkjunin er á sama stað en neðanjarðar í Sámsstaðaklifi, milli Samsstaðamúla og Búrfells.Fara þarf inn í fjallið um 280 metra löng en þar er nú verið að sprengja fyrir stöðvarhússhvelfingu. Í fréttum Stöðvar 2 voru birtar skýringarmyndir Landsvirkjunar, sem sýna hvernig virkjunin mun líta út inni í fjallinu en þangað verður vatnið leitt um 132 metra há fallgöng. Helstu mannvirki á yfirborði verða 370 metra aðrennsliskurður frá Bjarnalóni og tveggja kílómetra frárennslisskurður að Fossá.Stöðvarhússhvelfingin er 280 metra inni í fjallinu.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Það er tiltölulega mikil sátt um þessa framkvæmd enda er þetta stækkun á núverandi virkjun. Við erum ekki að fara inn á nýtt svæði. Við erum að nýta auðlindina betur sem er hérna til staðar. Við erum að nýta okkur núverandi lón, Bjarnalón, sem þjónustar núverandi virkjun. Þannig að umhverfisáhrif þessarar stækkunar eru tiltölulega lítil,“ segir Gunnar Guðni.Þessi samsetta mynd sýnir núverandi virkjun til vinstri og hvernig væntanlegur frárennslisskurður, hægra megin, mun liggja frá nýja stöðvarhúsinu. Bjarnalón sést fyrir ofan.Grafísk mynd/Landsvirkjun.Vatnsrennsli á Þjófafossi og Tröllkonuhlaupi mun þó enn minnka enda fellst helsti ávinningurinn með þessu sautján milljarða króna verkefni að nýta rennsli Þjórsár betur, - vatn sem núna rennur framhjá núverandi virkjun. „Við erum líka að ná okkur í meira afl inn í kerfið, orku. En síðast en ekki síst erum við líka að létta álagi af núverandi stöð og munum reka hana á minna álagi eftir þetta.“Svona munu inntaksskurðirnir frá Bjarnalóni líta út, núverandi skurður til hægri en sá sem mun þjóna nýju virkjuninni sést neðst. Sámsstaðamúli sést efst.Grafísk mynd/Landsvirkjun.Orkan er ekki eyrnarmerkt neinum einum kaupanda en virkjunin á að taka til starfa vorið 2018. „Þessi orka fer bara inn á kerfið til að fullnægja þeim samningum sem Landsvirkjun hefur gert,“ segir framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar.Jarðgöngin sem liggja að stöðvarhússhvelfingunni eru 280 metra löng.Stöð 2/Björn Sigurðsson.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Landsvirkjun skilaði 11 milljarða hagnaði á síðasta ári Rekstrartekjur drógust hins vegar saman á árinu. 20. febrúar 2016 10:19 Um 150 manns fá vinnu við stækkun Búrfellsvirkjunar Framkvæmdir hefjast í vor. 10. febrúar 2016 10:34 Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45 Forsetinn lagði hornstein að stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. 23. september 2016 21:15 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Sjá meira
Landsvirkjun skilaði 11 milljarða hagnaði á síðasta ári Rekstrartekjur drógust hins vegar saman á árinu. 20. febrúar 2016 10:19
Um 150 manns fá vinnu við stækkun Búrfellsvirkjunar Framkvæmdir hefjast í vor. 10. febrúar 2016 10:34
Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45
Forsetinn lagði hornstein að stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. 23. september 2016 21:15