Viðskipti innlent

Hagstofan harmar mistökin

Jakob Bjarnar skrifar
Heiðrún Erika segir Hagstofuna harma mistökin og nú er verið að fara í saumana á málinu með það fyrir augum að þetta komi ekki fyrir aftur.
Heiðrún Erika segir Hagstofuna harma mistökin og nú er verið að fara í saumana á málinu með það fyrir augum að þetta komi ekki fyrir aftur.
Eins og Vísir hefur þegar greint frá var villa í útreikningum Hagstofunnar hvað varðar vísitölu neysluverðs. Búast má við því að þetta hafi víðtæk áhrif á til að mynda verðtryggingu og þar af leiðandi lán.

Heiðrún Erika Guðmundsdóttir er yfir vísitöludeild Hagstofunnar og hún segir að það hafi fundist villa í útreikningi í einum undirlið vísitölu neysluverðs. Villa sem þau voru að uppgötva en þau hafa greint frá því á fréttavef sínum sem og í fréttatilkynningu.

Heiðrún Erika segist lítt geta tjáð sig um hvaða afleiðingar þessi villa hafi í för með sér.

„Vísitala neysluverðs er verðlagsmælikvarði. Og hlutverk vísitölunnar er að reikna verðlag á einkaneyslu. Þegar að svona kemur upp á kemur í ljós að það hefur kannski ekki verið rétt reiknað, þá er það leiðrétt svo þeir sem nota verðlagsmælikvarðann fái réttar upplýsingar til að byggja á í framhaldinu. Það er þannig. En, svo náttúrlega og vissulega er neysluvísitalan notuð til verðtryggingar. Og það eru ákveðin áhrif sem fara út í samfélag vegna þess,“ segir Heiðrún.

Hún segist aðspurð ekki geta útlistað hvernig þessi villa er til komin, hvað gerðist.

„En ég get sagt að Hagstofan harmar þetta mjög mikið og við erum að horfa til þess hvernig þetta kom aftur og hvað við getum gert til að girða fyrir að svona nokkuð komi upp aftur. Við gerum okkur auðvitað grein fyrir því að þetta er ekki gott mál.“

Uppfært klukkan 16:28

Rætt var við Heiðrúnu Eriku í Reykjavík Síðdegis en hlusta má á viðtalið hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×