Innlent

Héðinn og hans menn sluppu naumlega frá krananum

Jakob Bjarnar skrifar
Héðinn og hans menn voru nýlega farnir í mat þegar kraninn lagðist á hliðina.
Héðinn og hans menn voru nýlega farnir í mat þegar kraninn lagðist á hliðina.
Héðinn Gilsson húsasmíðameistari og fyrrum stórskytta úr handboltanum, segir farir sínar ekki sléttar í tengslum við það þegar krani lagðist á hliðina í miðborginni á 12. tímanum.

Héðinn vill nú ekki gera mikið úr því að hann hafi verið hætt komnir. „Nei, við vorum komnir langt í burtu þegar þetta varð. En, við vorum að vinna þarna korteri áður. Vorum nýfarnir í mat. Allt í lagi með okkur en verra með verkfærin okkar sem eru þarna undir. Við fáum ekkert að skoða þetta fyrr en á morgun. Þetta á eftir að seinka verkinu sem er ekki gott.“

Héðinn var sem sagt þarna að störfum ásamt sínum mönnum, við þriðja mann. Þeir eru að vinna í timburhúsinu, Thomsen-húsið. Þar eru í raun tvö aðskiljanleg verk í gangi. Héðinn telur vert að það komi fram að þessi krani var ekki á hans vegum né sinna manna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×