Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2016 11:53 Kraninn í Hafnarstrætinu um klukkan korter í tólf í morgun. Vísir/BS Vegfarendum og starfsfólki í miðbæ Reykjavíkur brá í brún á tólfta tímanum í morgun þegar krani í Hafnarstræti féll á hús sem er í byggingu í götunni. Kraninn féll yfir bygginguna og yfir á planið fyrir framan Bæjarins bestu. „Við heyrðum skruðninga en sem betur fer var enginn í röðinni,“ segir Hjalti Egilsson sem starfar í miðbæ Reykjavíkur. Hann metur það ótrúlega mildi að enginn hafi verið í röðinni enda séu á þessum tíma dags yfirleitt þrjátíu til fjörutíu manns í röðinni. Kraninn féll á Hafnarstræti 7 og yfir á planið við Bæjarins Bestu.Mynd/Hjalti EgilssonApril Harpa Smáradóttir starfar sömuleiðis í skrifstofubyggingu við hliðina á slysstaðnum. Henni finnst, eins og svo mörgum, ótrúlegt að ekki hafi verið röð á Bæjarins beztu.„Það er einmitt það sem er svo ótrúlega merkilegt. Það var enginn í krananum og það meiddist enginn í bíl, það lenti enginn bíll undir,“ segir April. Hún lýsir því þannig að það sé eins kraninn hafi fallið saman.Margt fólk varð vitni að því þegar kraninn féll en sem fyrr segir virðist enginn hafa slasast.Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hafa dælubíll og sjúkrabíll verið sendir á vettvang til öryggis. Engin tilkynning hefur þó borist um slys á fólki.Timburbúnt í krananumJóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafði nýyfirgefið vettvanginn þegar blaðamaður náði af honum tali.„Það er með ólíkindum að ekki hafi orðið slys á fólki,“ segir hann í samtali við Vísi. Ekki liggi fyrir hvað hafi orðið til þess að kraninn féll en mögulega hafi einn fótur kranans gefið sig.Timburbúnt hékk í krananum og féll rétt við pylsuvagninn. „Það munaði ekki miklu að þetta hefði lent ofan á vagninum.“ Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Vegfarendum og starfsfólki í miðbæ Reykjavíkur brá í brún á tólfta tímanum í morgun þegar krani í Hafnarstræti féll á hús sem er í byggingu í götunni. Kraninn féll yfir bygginguna og yfir á planið fyrir framan Bæjarins bestu. „Við heyrðum skruðninga en sem betur fer var enginn í röðinni,“ segir Hjalti Egilsson sem starfar í miðbæ Reykjavíkur. Hann metur það ótrúlega mildi að enginn hafi verið í röðinni enda séu á þessum tíma dags yfirleitt þrjátíu til fjörutíu manns í röðinni. Kraninn féll á Hafnarstræti 7 og yfir á planið við Bæjarins Bestu.Mynd/Hjalti EgilssonApril Harpa Smáradóttir starfar sömuleiðis í skrifstofubyggingu við hliðina á slysstaðnum. Henni finnst, eins og svo mörgum, ótrúlegt að ekki hafi verið röð á Bæjarins beztu.„Það er einmitt það sem er svo ótrúlega merkilegt. Það var enginn í krananum og það meiddist enginn í bíl, það lenti enginn bíll undir,“ segir April. Hún lýsir því þannig að það sé eins kraninn hafi fallið saman.Margt fólk varð vitni að því þegar kraninn féll en sem fyrr segir virðist enginn hafa slasast.Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hafa dælubíll og sjúkrabíll verið sendir á vettvang til öryggis. Engin tilkynning hefur þó borist um slys á fólki.Timburbúnt í krananumJóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafði nýyfirgefið vettvanginn þegar blaðamaður náði af honum tali.„Það er með ólíkindum að ekki hafi orðið slys á fólki,“ segir hann í samtali við Vísi. Ekki liggi fyrir hvað hafi orðið til þess að kraninn féll en mögulega hafi einn fótur kranans gefið sig.Timburbúnt hékk í krananum og féll rétt við pylsuvagninn. „Það munaði ekki miklu að þetta hefði lent ofan á vagninum.“
Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira