Mikið var um korsilett og mjúka pastel liti. Efnin voru ýmist úr blúndu eða þykku silkiefni en sportáhrifin í gegnum línuna leyndu sér ekki.
Úr varð þessi skemmtilega lína sem er líkleg til vinsælda hjá tískuáhugafólki. Rihanna er ein af mest áberandi tískufyrirmyndum heims og hún er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir og klæðast nýjum og óþekktum hönnuðum.
Við höfum tekið saman nokkur af okkar uppáhalds dressum frá sýningunni hér fyrir neðan.







