Skoðun

Sigur­vegarar í heil­brigðis­þjónustu

Elín Hirst skrifar

Það er mjög gott er að heyra að þjóðin vill heilbrigðismál númer eitt á forgangslistanum fyrir þessar kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lýst því að hann sé sömu skoðunar og það er frábært. Einhver besta umbót sem gerð hefur verið á heilbrigðiskerfinu hér á landi á síðustu árum að mínum dómi er stofnun Leiðarljóss, stuðningsmiðstöðvar fyrir börn með sjaldgæfa, ólæknandi og lífshættulega sjúkdóma. Forstöðumaður þess er Bára Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í barnahjúkrun og baráttumaður fyrir þessi börn um árabil. Persónumiðuð þjónusta er þar þungamiðjan, enda einmitt það sem við þurfum að efla í okkar heilbrigðisþjónustu.



Ég hlakka til að horfa á Leiðarljós, sem þjóðin safnaði fyrir 70 milljónum í landssöfnun á RÚV, inn í framtíðina sem styrka stoð að bættu heilbrigðiskerfi. Hér verðum við að standa saman þjóðin, til að tryggja áframhaldandi persónulega þjónustu í þessa veru. Draumur okkar er næst að aðstoða börn með kvíða- og geðraskanir með sama módeli og Leiðarljós notar, draumur sem auðvitað á að verða að veruleika miðað við velgengni Leiðarljóss.

Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×