„Ég þrái að komast heim“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2016 19:00 Sigríður Guðmundsdóttir, fyrrverandi sóknarprestur, varð fyrir mænuskaða í slysi fyrir átján árum og er einnig með MS sjúkdóminn. Hún notast því við hjólastól og þarf mikla aðstoð í daglegu lífi. Nýlega fékk Sigríður leiguíbúð SEM-samtakanna á Sléttuvegi og hugðist hún flytja í íbúðina í sumar. En rétt áður en hún átti að flytja í nýju íbúðina veiktist hún af lungnabólgu og var lögð inn á Landspítalann. Nú hefur hún jafnað sig af lungnabólgunni og má fara heim en situr þó föst á spítalanum. „Ég get ekki flutt inn í nýju íbúðina þótt allt sé til reiðu, búið að færa húsgögnin mín og svona, vegna þess að það er mannekla hjá Reykjavíkurborg á Sléttuveginum þar sem ég kem til með að búa. Þess vegna get ég ekki flutt. Því það er enginn til að taka á móti mér. Eins og er á ég heima á Landspítalanum,“ segir Sigríður. Sigríður missti heimahjúkrun og aðra þjónustu við það eitt að skipta um póstnúmer. Hún fékk áður viðbótarþjónustu frá Sinnum en það er tilraunaverkefni sem nú er lokið. Hún segir þjónustu við fatlað fólk einkennast af óvissu. „Þannig að í raun og veru er lífið mitt í dag tilraun. Ég veit ekki hvernig lífið verður, ég veit ekki hvað tekur við. Ég veit ekki hvað er framundan. Lífið er alveg óráðið.“ Í svari frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir að faglærðir heilbrigðisstarfsmenn sinni þjónustunni á Sléttuvegi og erfitt sé að fá þá til starfa. En á meðan reynt er að ráða í störfin er Sigríður í algjörri óvissu. „Ég fékk einhver svör í morgun um að það væri kannski hægt að svara mér í næstu viku og meira veit ég ekki,“ segir hún. „Á sama tíma er ég að teppa upp rándýra vist á sjúkrahúsi. Fyrir fárveikt fólk og hér er ég og þrái að komast heim. Ég þrái ekkert heitara en að komast heim til mín. Auðvitað eiga allir að vera heima hjá sér og ég veit að ég er ekkert einsdæmi. Við erum svo mörg í þessum sporum að við komumst ekki heim.“Viðtal við Sigríði má finna í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Sigríður Guðmundsdóttir, fyrrverandi sóknarprestur, varð fyrir mænuskaða í slysi fyrir átján árum og er einnig með MS sjúkdóminn. Hún notast því við hjólastól og þarf mikla aðstoð í daglegu lífi. Nýlega fékk Sigríður leiguíbúð SEM-samtakanna á Sléttuvegi og hugðist hún flytja í íbúðina í sumar. En rétt áður en hún átti að flytja í nýju íbúðina veiktist hún af lungnabólgu og var lögð inn á Landspítalann. Nú hefur hún jafnað sig af lungnabólgunni og má fara heim en situr þó föst á spítalanum. „Ég get ekki flutt inn í nýju íbúðina þótt allt sé til reiðu, búið að færa húsgögnin mín og svona, vegna þess að það er mannekla hjá Reykjavíkurborg á Sléttuveginum þar sem ég kem til með að búa. Þess vegna get ég ekki flutt. Því það er enginn til að taka á móti mér. Eins og er á ég heima á Landspítalanum,“ segir Sigríður. Sigríður missti heimahjúkrun og aðra þjónustu við það eitt að skipta um póstnúmer. Hún fékk áður viðbótarþjónustu frá Sinnum en það er tilraunaverkefni sem nú er lokið. Hún segir þjónustu við fatlað fólk einkennast af óvissu. „Þannig að í raun og veru er lífið mitt í dag tilraun. Ég veit ekki hvernig lífið verður, ég veit ekki hvað tekur við. Ég veit ekki hvað er framundan. Lífið er alveg óráðið.“ Í svari frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir að faglærðir heilbrigðisstarfsmenn sinni þjónustunni á Sléttuvegi og erfitt sé að fá þá til starfa. En á meðan reynt er að ráða í störfin er Sigríður í algjörri óvissu. „Ég fékk einhver svör í morgun um að það væri kannski hægt að svara mér í næstu viku og meira veit ég ekki,“ segir hún. „Á sama tíma er ég að teppa upp rándýra vist á sjúkrahúsi. Fyrir fárveikt fólk og hér er ég og þrái að komast heim. Ég þrái ekkert heitara en að komast heim til mín. Auðvitað eiga allir að vera heima hjá sér og ég veit að ég er ekkert einsdæmi. Við erum svo mörg í þessum sporum að við komumst ekki heim.“Viðtal við Sigríði má finna í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira