Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. september 2016 12:30 Hannes S. Jónsson er bjartsýnn á að fótboltinn og karfan geti verið í stuði saman í Helsinki. vísir/vilhelm/valli „Fundurinn var mjög góður og mjög gagnlegur. Þetta lítur vel út. Það lítur margt jákvæðara út núna en það gerði fyrir nokkrum dögum síðan.“ Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, í samtali við Vísi um fund KKÍ með finnska körfuboltasambandinu um mögulegt samstarf á Evrópumótinu á næsta ári. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku kemur Ísland til greina sem félagi Finnlands á EM en það myndi tryggja strákunum okkar leikstað í Helsinki auk þess sem KKÍ getur haft áhrif á keppnina og komið með sínar kröfur verði það samstarfsaðili Finnanna. „Við eigum eftir að landa þessu endanlega en ég er jákvæður fyrir þessu. Það eru ýmsir lausir endar eftir enn þá og við vitum að Finnarnir eru að skoða aðra möguleika. Ég tel okkur samt mjög líklega og held að við séum kostur númer eitt hjá Finnunum,“ segir Hannes, en ákvörðun þarf að liggja fyrir 21. október.Jón Arnór Stefánsson og strákarnir okkar komust á EM annað skiptið í röð.vísir/valliÁhuginn mikilvægur Gulrótin fyrir finnska sambandið að fá Ísland sem samstarfsaðila er leikur Íslands og Finnlands í undankeppni HM 2018 í fótbolta sem fram fer þegar EM á sér stað í byrjun september á næsta ári. Hannes og starfslið KKÍ, sem fundaði með finnska sambandinu í gær, er búið að reyna telja kollegum sínum trú um að það geti komið með 2.000-3.000 Íslendinga til Helsinki á næsta ári. „Við hvetjum bara alla til að senda okkur tölvupóst á kki@kki.is og lýsa yfir áhuga á að fara. Allur stuðningur og yfirlýsingar um að fólk ætli að skella sér út á næsta ári hjálpar okkur í viðræðunum,“ segir Hannes. Eina vandamálið er, að sögn Hannesar, er að nú er orðið ljóst að íslenska körfuboltalandsliðið spilar 2. september. Óvíst er á móti hverjum en eina sem KKÍ veit er að leikið verður í öllum riðlum þann daginn.Fótboltalandsliðið spilar væntanlega á Ratina-vellinum í Tampere sem er tveimur tímum frá Helsinki.mynd/wikipediaLestin bíður Það er ekki gott því fótboltalandsleikurinn fer einnig fram 2. september og það í Tampere en ekki í Helsinki vegna endurbóta á Ólympíuvellinum í höfuðborginni. Tampere er í tveggja tíma fjarlægð með lest frá Helsinki. „Ef það má tala um bakslag er það þetta. Við erum að bíða eftir því að samþykkt verði að við getum spilað okkar leik fyrr um daginn þannig allir Íslendingar sem vilja geta farið á fótboltaleikinn,“ segir Hannes. Leiktímarnir á EM í körfubolta verða þrír. Fyrst verður spilað klukkan 14.00, svo 16.45 og síðasti leiktíminn er klukkan 20.00. Finnarnir munu væntanlega alltaf spila klukkan 20.00 og mun íslenska liðið því forðast það að mæta þeim 2. september þar sem fótboltaleikurinn á að hefjast klukkan 16.00 en mögulega væri hægt að seinka honum. „Við, Finnarnir og Fiba Europe myndum vinna í því að vera með lest klára á lestarstöðinni við keppnishöllina í körfunni sem er í 3-4 mínútna göngufæri. Hún myndi bíða eftir þeim sem vilja fara á fótboltann og frá lestarstöðinni í Tampere eru bara nokkrar mínútur á völlinn. Auðvitað hefðum við bara viljað eiga frí á laugardeginum þannig allir gætu kíkt á fótboltann en þetta verður leyst,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ísland í neðsta styrkleikaflokki Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. 22. september 2016 14:06 Ísland kemur til greina sem félagi Finnlands á EM og spilar þá í Helsinki KKÍ fundar með finnska körfuboltasambandinu í næstu viku en mikilvægt er fyrir íslenska sambandið að ná samningum. 20. september 2016 14:02 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjá meira
„Fundurinn var mjög góður og mjög gagnlegur. Þetta lítur vel út. Það lítur margt jákvæðara út núna en það gerði fyrir nokkrum dögum síðan.“ Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, í samtali við Vísi um fund KKÍ með finnska körfuboltasambandinu um mögulegt samstarf á Evrópumótinu á næsta ári. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku kemur Ísland til greina sem félagi Finnlands á EM en það myndi tryggja strákunum okkar leikstað í Helsinki auk þess sem KKÍ getur haft áhrif á keppnina og komið með sínar kröfur verði það samstarfsaðili Finnanna. „Við eigum eftir að landa þessu endanlega en ég er jákvæður fyrir þessu. Það eru ýmsir lausir endar eftir enn þá og við vitum að Finnarnir eru að skoða aðra möguleika. Ég tel okkur samt mjög líklega og held að við séum kostur númer eitt hjá Finnunum,“ segir Hannes, en ákvörðun þarf að liggja fyrir 21. október.Jón Arnór Stefánsson og strákarnir okkar komust á EM annað skiptið í röð.vísir/valliÁhuginn mikilvægur Gulrótin fyrir finnska sambandið að fá Ísland sem samstarfsaðila er leikur Íslands og Finnlands í undankeppni HM 2018 í fótbolta sem fram fer þegar EM á sér stað í byrjun september á næsta ári. Hannes og starfslið KKÍ, sem fundaði með finnska sambandinu í gær, er búið að reyna telja kollegum sínum trú um að það geti komið með 2.000-3.000 Íslendinga til Helsinki á næsta ári. „Við hvetjum bara alla til að senda okkur tölvupóst á kki@kki.is og lýsa yfir áhuga á að fara. Allur stuðningur og yfirlýsingar um að fólk ætli að skella sér út á næsta ári hjálpar okkur í viðræðunum,“ segir Hannes. Eina vandamálið er, að sögn Hannesar, er að nú er orðið ljóst að íslenska körfuboltalandsliðið spilar 2. september. Óvíst er á móti hverjum en eina sem KKÍ veit er að leikið verður í öllum riðlum þann daginn.Fótboltalandsliðið spilar væntanlega á Ratina-vellinum í Tampere sem er tveimur tímum frá Helsinki.mynd/wikipediaLestin bíður Það er ekki gott því fótboltalandsleikurinn fer einnig fram 2. september og það í Tampere en ekki í Helsinki vegna endurbóta á Ólympíuvellinum í höfuðborginni. Tampere er í tveggja tíma fjarlægð með lest frá Helsinki. „Ef það má tala um bakslag er það þetta. Við erum að bíða eftir því að samþykkt verði að við getum spilað okkar leik fyrr um daginn þannig allir Íslendingar sem vilja geta farið á fótboltaleikinn,“ segir Hannes. Leiktímarnir á EM í körfubolta verða þrír. Fyrst verður spilað klukkan 14.00, svo 16.45 og síðasti leiktíminn er klukkan 20.00. Finnarnir munu væntanlega alltaf spila klukkan 20.00 og mun íslenska liðið því forðast það að mæta þeim 2. september þar sem fótboltaleikurinn á að hefjast klukkan 16.00 en mögulega væri hægt að seinka honum. „Við, Finnarnir og Fiba Europe myndum vinna í því að vera með lest klára á lestarstöðinni við keppnishöllina í körfunni sem er í 3-4 mínútna göngufæri. Hún myndi bíða eftir þeim sem vilja fara á fótboltann og frá lestarstöðinni í Tampere eru bara nokkrar mínútur á völlinn. Auðvitað hefðum við bara viljað eiga frí á laugardeginum þannig allir gætu kíkt á fótboltann en þetta verður leyst,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ísland í neðsta styrkleikaflokki Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. 22. september 2016 14:06 Ísland kemur til greina sem félagi Finnlands á EM og spilar þá í Helsinki KKÍ fundar með finnska körfuboltasambandinu í næstu viku en mikilvægt er fyrir íslenska sambandið að ná samningum. 20. september 2016 14:02 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjá meira
Ísland í neðsta styrkleikaflokki Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. 22. september 2016 14:06
Ísland kemur til greina sem félagi Finnlands á EM og spilar þá í Helsinki KKÍ fundar með finnska körfuboltasambandinu í næstu viku en mikilvægt er fyrir íslenska sambandið að ná samningum. 20. september 2016 14:02
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti