Óttast fjársvelti heilsugæslustöðva Sæunn Gísladóttir skrifar 27. september 2016 07:00 Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson segir gríðarlegan straum skjólstæðinga á Landspítalann því heilsugæslan hafi ekki getað tekið á þjónustuþörfinni í samfélaginu. vísir/hanna Taka á mikla fjármuni út úr heilsugæslustöðvum sem reknar eru af opinbera kerfinu á höfuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir einkavæðingu heilsugæslukerfisins. Þetta er mat Ófeigs Tryggva Þorgeirssonar, svæðisstjóra og fagstjóra lækninga hjá Heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann sér fram á að skera niður um sextíu milljónir í þegar fjársveltu kerfi. Hann telur að féð fari í að fjármagna einkareknar stöðvar, og segist óttast meiri þynningu á þjónustu í kjölfar þess. Verið er að breyta fjármögnun heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og einkavæða kerfið að hluta. Opna á tvær nýjar heilsugæslustöðvar og taka upp nýtt greiðslufyrirkomulag þar sem fjármagn á að fylgja skjólstæðingum að sænskri fyrirmynd. Þetta á að tryggja réttlátari dreifingu rekstrarfjár til starfsemi heilsugæslustöðva. „Ríkið gerir kröfulýsingu um starfsemina og borgar stofnkostnaðinn, einkaaðilar reka svo starfsemina á sínum forsendum,“ segir Ófeigur. „Það sem við höfum verulegar áhyggjur af, eftir að hafa séð fyrstu útreikninga, er að það sé ekki að koma fé inn í heilsugæsluna til að standa undir þessum breytingum, það eigi eingöngu að dreifa fénu á fleiri staði. Þetta þýðir niðurlagningu starfa í kerfi sem nú þegar er búið að tálga inn að beini, sem er fullkomlega óásættanlegt,“ segir Ófeigur. Ófeigur telur að þetta muni vinna þvert á endurreisn heilsugæslustöðvanna undanfarið ár, og muni auka álag á spítalana aftur. Í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn um þetta mál segir að í fjárlögum ársins 2016 hafi verið miðað við að tvær til þrjár nýjar heilsugæslustöðvar tækju til starfa undir lok þessa árs og var gert ráð fyrir fjármögnun þeirra í þrjá mánuði 2016. Þau áform frestuðust. Tvær nýjar stöðvar taka til starfa 1. febrúar árið 2017. Það reyni því ekki á fjármögnun vegna þeirra fyrr en þá. Í tengslum við breytingar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og innleiðingu á nýju greiðsluþátttökukerfi kom fram vilji til að styrkja heilsugæsluna um 300 til 400 milljónir króna á næsta ári. Nýtt kerfi miðist við að stöðvar fái greitt fyrir þá þjónustu sem þær veiti og því verði allar stöðvarnar jafnsettar þegar kemur að fjármögnun þeirra, óháð rekstrarformi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Taka á mikla fjármuni út úr heilsugæslustöðvum sem reknar eru af opinbera kerfinu á höfuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir einkavæðingu heilsugæslukerfisins. Þetta er mat Ófeigs Tryggva Þorgeirssonar, svæðisstjóra og fagstjóra lækninga hjá Heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann sér fram á að skera niður um sextíu milljónir í þegar fjársveltu kerfi. Hann telur að féð fari í að fjármagna einkareknar stöðvar, og segist óttast meiri þynningu á þjónustu í kjölfar þess. Verið er að breyta fjármögnun heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og einkavæða kerfið að hluta. Opna á tvær nýjar heilsugæslustöðvar og taka upp nýtt greiðslufyrirkomulag þar sem fjármagn á að fylgja skjólstæðingum að sænskri fyrirmynd. Þetta á að tryggja réttlátari dreifingu rekstrarfjár til starfsemi heilsugæslustöðva. „Ríkið gerir kröfulýsingu um starfsemina og borgar stofnkostnaðinn, einkaaðilar reka svo starfsemina á sínum forsendum,“ segir Ófeigur. „Það sem við höfum verulegar áhyggjur af, eftir að hafa séð fyrstu útreikninga, er að það sé ekki að koma fé inn í heilsugæsluna til að standa undir þessum breytingum, það eigi eingöngu að dreifa fénu á fleiri staði. Þetta þýðir niðurlagningu starfa í kerfi sem nú þegar er búið að tálga inn að beini, sem er fullkomlega óásættanlegt,“ segir Ófeigur. Ófeigur telur að þetta muni vinna þvert á endurreisn heilsugæslustöðvanna undanfarið ár, og muni auka álag á spítalana aftur. Í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn um þetta mál segir að í fjárlögum ársins 2016 hafi verið miðað við að tvær til þrjár nýjar heilsugæslustöðvar tækju til starfa undir lok þessa árs og var gert ráð fyrir fjármögnun þeirra í þrjá mánuði 2016. Þau áform frestuðust. Tvær nýjar stöðvar taka til starfa 1. febrúar árið 2017. Það reyni því ekki á fjármögnun vegna þeirra fyrr en þá. Í tengslum við breytingar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og innleiðingu á nýju greiðsluþátttökukerfi kom fram vilji til að styrkja heilsugæsluna um 300 til 400 milljónir króna á næsta ári. Nýtt kerfi miðist við að stöðvar fái greitt fyrir þá þjónustu sem þær veiti og því verði allar stöðvarnar jafnsettar þegar kemur að fjármögnun þeirra, óháð rekstrarformi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira