Óttast fjársvelti heilsugæslustöðva Sæunn Gísladóttir skrifar 27. september 2016 07:00 Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson segir gríðarlegan straum skjólstæðinga á Landspítalann því heilsugæslan hafi ekki getað tekið á þjónustuþörfinni í samfélaginu. vísir/hanna Taka á mikla fjármuni út úr heilsugæslustöðvum sem reknar eru af opinbera kerfinu á höfuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir einkavæðingu heilsugæslukerfisins. Þetta er mat Ófeigs Tryggva Þorgeirssonar, svæðisstjóra og fagstjóra lækninga hjá Heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann sér fram á að skera niður um sextíu milljónir í þegar fjársveltu kerfi. Hann telur að féð fari í að fjármagna einkareknar stöðvar, og segist óttast meiri þynningu á þjónustu í kjölfar þess. Verið er að breyta fjármögnun heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og einkavæða kerfið að hluta. Opna á tvær nýjar heilsugæslustöðvar og taka upp nýtt greiðslufyrirkomulag þar sem fjármagn á að fylgja skjólstæðingum að sænskri fyrirmynd. Þetta á að tryggja réttlátari dreifingu rekstrarfjár til starfsemi heilsugæslustöðva. „Ríkið gerir kröfulýsingu um starfsemina og borgar stofnkostnaðinn, einkaaðilar reka svo starfsemina á sínum forsendum,“ segir Ófeigur. „Það sem við höfum verulegar áhyggjur af, eftir að hafa séð fyrstu útreikninga, er að það sé ekki að koma fé inn í heilsugæsluna til að standa undir þessum breytingum, það eigi eingöngu að dreifa fénu á fleiri staði. Þetta þýðir niðurlagningu starfa í kerfi sem nú þegar er búið að tálga inn að beini, sem er fullkomlega óásættanlegt,“ segir Ófeigur. Ófeigur telur að þetta muni vinna þvert á endurreisn heilsugæslustöðvanna undanfarið ár, og muni auka álag á spítalana aftur. Í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn um þetta mál segir að í fjárlögum ársins 2016 hafi verið miðað við að tvær til þrjár nýjar heilsugæslustöðvar tækju til starfa undir lok þessa árs og var gert ráð fyrir fjármögnun þeirra í þrjá mánuði 2016. Þau áform frestuðust. Tvær nýjar stöðvar taka til starfa 1. febrúar árið 2017. Það reyni því ekki á fjármögnun vegna þeirra fyrr en þá. Í tengslum við breytingar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og innleiðingu á nýju greiðsluþátttökukerfi kom fram vilji til að styrkja heilsugæsluna um 300 til 400 milljónir króna á næsta ári. Nýtt kerfi miðist við að stöðvar fái greitt fyrir þá þjónustu sem þær veiti og því verði allar stöðvarnar jafnsettar þegar kemur að fjármögnun þeirra, óháð rekstrarformi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Sjá meira
Taka á mikla fjármuni út úr heilsugæslustöðvum sem reknar eru af opinbera kerfinu á höfuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir einkavæðingu heilsugæslukerfisins. Þetta er mat Ófeigs Tryggva Þorgeirssonar, svæðisstjóra og fagstjóra lækninga hjá Heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann sér fram á að skera niður um sextíu milljónir í þegar fjársveltu kerfi. Hann telur að féð fari í að fjármagna einkareknar stöðvar, og segist óttast meiri þynningu á þjónustu í kjölfar þess. Verið er að breyta fjármögnun heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og einkavæða kerfið að hluta. Opna á tvær nýjar heilsugæslustöðvar og taka upp nýtt greiðslufyrirkomulag þar sem fjármagn á að fylgja skjólstæðingum að sænskri fyrirmynd. Þetta á að tryggja réttlátari dreifingu rekstrarfjár til starfsemi heilsugæslustöðva. „Ríkið gerir kröfulýsingu um starfsemina og borgar stofnkostnaðinn, einkaaðilar reka svo starfsemina á sínum forsendum,“ segir Ófeigur. „Það sem við höfum verulegar áhyggjur af, eftir að hafa séð fyrstu útreikninga, er að það sé ekki að koma fé inn í heilsugæsluna til að standa undir þessum breytingum, það eigi eingöngu að dreifa fénu á fleiri staði. Þetta þýðir niðurlagningu starfa í kerfi sem nú þegar er búið að tálga inn að beini, sem er fullkomlega óásættanlegt,“ segir Ófeigur. Ófeigur telur að þetta muni vinna þvert á endurreisn heilsugæslustöðvanna undanfarið ár, og muni auka álag á spítalana aftur. Í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn um þetta mál segir að í fjárlögum ársins 2016 hafi verið miðað við að tvær til þrjár nýjar heilsugæslustöðvar tækju til starfa undir lok þessa árs og var gert ráð fyrir fjármögnun þeirra í þrjá mánuði 2016. Þau áform frestuðust. Tvær nýjar stöðvar taka til starfa 1. febrúar árið 2017. Það reyni því ekki á fjármögnun vegna þeirra fyrr en þá. Í tengslum við breytingar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og innleiðingu á nýju greiðsluþátttökukerfi kom fram vilji til að styrkja heilsugæsluna um 300 til 400 milljónir króna á næsta ári. Nýtt kerfi miðist við að stöðvar fái greitt fyrir þá þjónustu sem þær veiti og því verði allar stöðvarnar jafnsettar þegar kemur að fjármögnun þeirra, óháð rekstrarformi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Sjá meira