Segir Rússagrýluna hræðsluáróður Una Sighvatsdóttir skrifar 26. september 2016 19:30 Herflugvélarnar tvær sem fóru huldu höfði í návist íslenskrar farþegaþotu í síðustu viku sínum voru af gerðinni Tupolev TU-160, einnig þekktar sem Blackjack langdrægar herflugvélar sem fljúga yfir hljóðhraða og Rússar hafa meðal annars notað til að varpa sprengjum á Aleppo í Sýrlandi. Nató ríkin eru með samræmt loftrýmiseftirlit og fylgdust með flugi vélanna niður eftir ströndum Noregs í átt til Bretlands og milli Færeyja og Hjaltlandseyja, þar sem þær þveruðu hornið á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Samkvæmt Landhelgisgæslunni og Isavia voru vélarnar innan löglegra marka um aðskilnað í flughæð.Rússnesku sprengjuvélarnar fóru inn á suðausturodda íslenska flugstjórnarsvæðisins, milli Færeyja og Hjaltlandseyja.Segir Nató stunda samskonar hátterni Sendiherra Rússlands á Íslandi fullyrðir að engin hætta hafi verið á ferðum. En hvers vegna voru vélarnar með slökkt á staðsetningarbúnaði sínum? Anton Vselodovich Vasiliev sendiherra Rússlands á Íslandi segir að það sé spurning sem aðeins varnarmálaráðuneytisið og flugherinn geti svarað, en í reynd sé þetta hinsvegar nokkuð sem herflugvélar allra ríkja geri, bæði innan og utan NATÓ. Hann bendir á að Nató hafi tekið fálega tillögum Rússa fyrir stuttu um að öllum flugvélum yrði bannað að slökkva á staðsetningarbúnaði sínum í lofthelgi Eystrasaltsríkja.Rússaógnin blásin upp „Ég held að það sé augljóst öllum skynsömum mönnum hvers vegna þetta mál er blásið upp úr engu. Mér sýnist það endurspegla í stórum dráttum það sem við sjáum í mörgum vestrænum fjölmiðlum, sem reyna að mála Rússland sem grýlu og búa til almenningsógn úr Rússum. Það samræmist alls ekki staðreyndum og allar þessar ásaknir eru innistæðulausar," sagði Vasiliev í samtali við fréttastofu í dag. Allt frá því Bandaríkjaher fór árið 2006 hafa rússneskar herflugvélar reglulega flogið nálægt Íslandi. Vasiliev ítrekar þó að vélarnar hafi aldrei farið inn fyrir lofthelgina svo vitað sé. Umræða um ógn frá Rússum beri því keim af hræðsluáróðri. „Í þeim heimi sem við búum við í dag eru margar alvarlegar hættur og raunhæfar ógnir sem steðja að öllu mannkyni. Við erum reiðubúin að ræða öll þessi mál á formlegan hátt og á jafningjagrundvelli við önnur ríki, þar á meðal Ísland." Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Herflugvélarnar tvær sem fóru huldu höfði í návist íslenskrar farþegaþotu í síðustu viku sínum voru af gerðinni Tupolev TU-160, einnig þekktar sem Blackjack langdrægar herflugvélar sem fljúga yfir hljóðhraða og Rússar hafa meðal annars notað til að varpa sprengjum á Aleppo í Sýrlandi. Nató ríkin eru með samræmt loftrýmiseftirlit og fylgdust með flugi vélanna niður eftir ströndum Noregs í átt til Bretlands og milli Færeyja og Hjaltlandseyja, þar sem þær þveruðu hornið á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Samkvæmt Landhelgisgæslunni og Isavia voru vélarnar innan löglegra marka um aðskilnað í flughæð.Rússnesku sprengjuvélarnar fóru inn á suðausturodda íslenska flugstjórnarsvæðisins, milli Færeyja og Hjaltlandseyja.Segir Nató stunda samskonar hátterni Sendiherra Rússlands á Íslandi fullyrðir að engin hætta hafi verið á ferðum. En hvers vegna voru vélarnar með slökkt á staðsetningarbúnaði sínum? Anton Vselodovich Vasiliev sendiherra Rússlands á Íslandi segir að það sé spurning sem aðeins varnarmálaráðuneytisið og flugherinn geti svarað, en í reynd sé þetta hinsvegar nokkuð sem herflugvélar allra ríkja geri, bæði innan og utan NATÓ. Hann bendir á að Nató hafi tekið fálega tillögum Rússa fyrir stuttu um að öllum flugvélum yrði bannað að slökkva á staðsetningarbúnaði sínum í lofthelgi Eystrasaltsríkja.Rússaógnin blásin upp „Ég held að það sé augljóst öllum skynsömum mönnum hvers vegna þetta mál er blásið upp úr engu. Mér sýnist það endurspegla í stórum dráttum það sem við sjáum í mörgum vestrænum fjölmiðlum, sem reyna að mála Rússland sem grýlu og búa til almenningsógn úr Rússum. Það samræmist alls ekki staðreyndum og allar þessar ásaknir eru innistæðulausar," sagði Vasiliev í samtali við fréttastofu í dag. Allt frá því Bandaríkjaher fór árið 2006 hafa rússneskar herflugvélar reglulega flogið nálægt Íslandi. Vasiliev ítrekar þó að vélarnar hafi aldrei farið inn fyrir lofthelgina svo vitað sé. Umræða um ógn frá Rússum beri því keim af hræðsluáróðri. „Í þeim heimi sem við búum við í dag eru margar alvarlegar hættur og raunhæfar ógnir sem steðja að öllu mannkyni. Við erum reiðubúin að ræða öll þessi mál á formlegan hátt og á jafningjagrundvelli við önnur ríki, þar á meðal Ísland."
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira