Viðskipti innlent

Flokkarnir ræða umbætur á skattkerfinu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Daði Már Kristófersson, formaður verkefnisstjórnar um skattamál.
Daði Már Kristófersson, formaður verkefnisstjórnar um skattamál. Vísir/GVA
Á dögunum kynnti sjálfstæð verkefnisstjórn tillögur að umbótum á skattkerfinu. Í tilefni af því býður félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) til morgunverðarfundar í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands um íslenska skattkerfið.

Á fundinum verða tillögurnar kynntar af Daða Má Kristóferssyni, formanns verkefnisstjórnarinnar. Síðan munu fulltrúar helstu stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi, eða mælast með yfir fimm prósent fylgi í könnunum, segja frá afstöðu sinni til mögulegra breytinga.

Fundurinn fer fram á fimmtudaginn klukkan 8:15 til 10 á Grand Hótel Reykjavík og verður Þórunn Elísabet Bogadóttir, aðstoðarritstjóri Kjarnans, fundarstjóri.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.


Tengdar fréttir

Vilja lækka fyrsta skattþrepið verulega

Sjálfstæð verkefnisstjórn um breytingar og umbætur á skattkerfinu leggur meðal annars til að hætt verði samsköttun hjóna, að það verði tvö skattþrep 25 prósent og 43 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×