Ýjar að því að Rússar fremji stríðsglæpi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. september 2016 07:00 Nauðsynjavörur ætlaðar borgurum lágu á víð og dreif í kjölfar árásarinnar. Nordicphotos/AFP „Þeir eru sekir um að lengja þetta stríð og gera það mun viðurstyggilegra og ég held að þegar komi að árásum á bílalestir góðgerðarsamtaka þurfi að rannsaka hvort þær árásir séu gerðar vitandi það að skotmarkið sé saklaust með öllu,“ sagði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, í viðtali við BBC í gær. Vísar Johnson þar til aðgerða Rússlandshers í Sýrlandi, nánar tiltekið við borgina Aleppo. Rússar eru sakaðir um að hafa gert árás á bílalest góðgerðarsamtaka, með nauðsynjavörur á borð við mat og lyf, sem ætluð var borgurum Aleppo. Átján vörubílar eyðilögðust í árásinni og fórust tuttugu. Rússar hafa hins vegar neitað ábyrgð á árásinni og sagt að annaðhvort hafi þarna verið að verki bandarískur dróni eða sýrlenskir uppreisnarmenn. „Við búum við þann veruleika að sprengjum er síendurtekið varpað á Aleppo á villimannslegan hátt,“ sagði Johnson einnig. Árásin var gerð síðastliðinn mánudag þegar bílalestin var um tuttugu kílómetra frá borginni. „Ef þeir sem réðust á bílalestina gerðu það, vitandi að hún væri frá góðgerðarsamtökum, væru þeir sekir um stríðsglæp. Það er alveg skýrt,“ sagði Stephen O’Brien, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, á mánudagskvöld.Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands.Nordicphotos/AFPÞá hefur einn sendiherra Sameinuðu þjóðanna á svæðinu, Staffan de Mistura, sagt að tvær rússneskar herþotur hafi ráðist á bílalestina. Hann sagði þó ekki vitað hvort ráðist hafi verið á hana af ásettu ráði. Johnson segir það hins vegar vel mögulegt. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, væri ekki bara að aðstoða Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, heldur tæki hann sjálfur virkan þátt í stríðinu. „Við þurfum að rannsaka hvort sjónum hafi verið beint að bílalestinni, vitandi að skotmarkið væri saklaust. Það væri stríðsglæpur,“ sagði Johnson. Þá fórust einnig sex börn í sprengjuárás ríkisstjórnarhersins í Aleppo í gær. Stjórnarherinn hefur barist við uppreisnarmenn, Kúrda og Íslamska ríkið nærri borginni frá árinu 2012. Kúrdar, uppreisnarmenn og stjórnarherinn hafa nú yfirráð víðs vegar um borgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja loftárásir á Aleppo vera stríðsglæpi Fastafulltrúi Frakklands hjá Sameinuðu þjóðunum segir að nauðsynlegt sé að refa þeim sem beri ábyrgð. 25. september 2016 16:46 Blöskrar vegna ofbeldisins í Aleppo Ban Ki-moon hefur áhyggjur af fregnum um notkun íkveikju- og klasasprengja. 25. september 2016 10:18 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
„Þeir eru sekir um að lengja þetta stríð og gera það mun viðurstyggilegra og ég held að þegar komi að árásum á bílalestir góðgerðarsamtaka þurfi að rannsaka hvort þær árásir séu gerðar vitandi það að skotmarkið sé saklaust með öllu,“ sagði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, í viðtali við BBC í gær. Vísar Johnson þar til aðgerða Rússlandshers í Sýrlandi, nánar tiltekið við borgina Aleppo. Rússar eru sakaðir um að hafa gert árás á bílalest góðgerðarsamtaka, með nauðsynjavörur á borð við mat og lyf, sem ætluð var borgurum Aleppo. Átján vörubílar eyðilögðust í árásinni og fórust tuttugu. Rússar hafa hins vegar neitað ábyrgð á árásinni og sagt að annaðhvort hafi þarna verið að verki bandarískur dróni eða sýrlenskir uppreisnarmenn. „Við búum við þann veruleika að sprengjum er síendurtekið varpað á Aleppo á villimannslegan hátt,“ sagði Johnson einnig. Árásin var gerð síðastliðinn mánudag þegar bílalestin var um tuttugu kílómetra frá borginni. „Ef þeir sem réðust á bílalestina gerðu það, vitandi að hún væri frá góðgerðarsamtökum, væru þeir sekir um stríðsglæp. Það er alveg skýrt,“ sagði Stephen O’Brien, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, á mánudagskvöld.Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands.Nordicphotos/AFPÞá hefur einn sendiherra Sameinuðu þjóðanna á svæðinu, Staffan de Mistura, sagt að tvær rússneskar herþotur hafi ráðist á bílalestina. Hann sagði þó ekki vitað hvort ráðist hafi verið á hana af ásettu ráði. Johnson segir það hins vegar vel mögulegt. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, væri ekki bara að aðstoða Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, heldur tæki hann sjálfur virkan þátt í stríðinu. „Við þurfum að rannsaka hvort sjónum hafi verið beint að bílalestinni, vitandi að skotmarkið væri saklaust. Það væri stríðsglæpur,“ sagði Johnson. Þá fórust einnig sex börn í sprengjuárás ríkisstjórnarhersins í Aleppo í gær. Stjórnarherinn hefur barist við uppreisnarmenn, Kúrda og Íslamska ríkið nærri borginni frá árinu 2012. Kúrdar, uppreisnarmenn og stjórnarherinn hafa nú yfirráð víðs vegar um borgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja loftárásir á Aleppo vera stríðsglæpi Fastafulltrúi Frakklands hjá Sameinuðu þjóðunum segir að nauðsynlegt sé að refa þeim sem beri ábyrgð. 25. september 2016 16:46 Blöskrar vegna ofbeldisins í Aleppo Ban Ki-moon hefur áhyggjur af fregnum um notkun íkveikju- og klasasprengja. 25. september 2016 10:18 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
Segja loftárásir á Aleppo vera stríðsglæpi Fastafulltrúi Frakklands hjá Sameinuðu þjóðunum segir að nauðsynlegt sé að refa þeim sem beri ábyrgð. 25. september 2016 16:46
Blöskrar vegna ofbeldisins í Aleppo Ban Ki-moon hefur áhyggjur af fregnum um notkun íkveikju- og klasasprengja. 25. september 2016 10:18