Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í apríl Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2016 11:25 Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir ákvörðunina um að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins, gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, hafa verið erfiða. Honum þykir þó mikilvægt að meðlimir flokksins fái að velja. Hann segir Sigmund Davíð hafa misst stuðning þingflokksins í apríl. Sigurður Ingi mætti á Sprengisand hjá Kristjáni Kristjánssyni á Bylgjunni í morgun. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Sigurður segir „ekkert að því þegar kemur að flokksþingi að fleiri en einn bjóði sig fram í embætti“, heldur væri það hollustumerki. Hann sagði ólgu um forystu Framsóknarflokksins vera ástæðu þess að hann gæfi kost á sér. Ólgan snerist um það hvort Sigmundi hefði tekist að endurreisa traust og trúverðugleika sinn, gagnvart flokksmönnum, þingflokknum og kjósendum. „Það er í ljósi þess sem að ég hef fengið áskoranir á mig og það er þess vegna sem ég býð mig fram,“ segir Sigurður. Hann segist ekki hafa lofað Sigmundi því að hann myndi ekki bjóða sig fram gegn honum. Sigurður bauð sig fram til varaformanns árið 2013 og segir að í kjölfar þess hafi menn komið að máli við hann og bent honum á að „nú yrði ég að átta mig á því að samstarf okkar Sigmundar myndi breytast. Hann myndi líta á mig sem einhverja ógn og að ég væri orðinn líklegur kandídat til að keppa við hann.“Sjá einnig: Sigmundur „bað ekki um nema tvennt“ en fékk hvorugt. Sigurður segist hafa sest niður með Sigmundi þá og sagt honum að hann væri mjög sáttur við að vera varaformaður hans í Framsóknarflokknum og hann hefði engan hug á að sækjast eftir því að verða formaður. „Það er langt síðan,“ segir Sigurður.Missti stuðning þingflokksins í apríl Þá víkur Sigurður sögunni að eftirmálum hins alræmda Kastljósþáttar þar sem Wintris-málið svokallaða kom upp. Þá hafi Sigmundur farið á Bessastaði á þriðjudeginum.Sjá einnig: Forseti neitar Sigmundi um heimild til þingrofs „Það verður ákveðinn, og var kannski búið að vera, ákveðinn trúnaðarbrestur á milli þingflokksins og hans. Innan þingflokksins er farið fram á að halda þingflokksfund þá á þriðjudeginum.“ Sigurður segir mikla ólgu hafa verið á fundinum og þar hafi eðlilega verið mikil ólga. Þá hafi þingflokkurinn verið búinn að taka þá ákvörðun að biðja varaformanninn, Sigurð, og þingflokksformanninn, Ásmund Einar Daðason, að fara til Sjálfstæðisflokksins og biðja um áframhaldandi stjórnarsamstarf, en setja Sigmund af sem forsætisráðherra. Enn fremur segir Sigurður að hann telji Sigmund ekki hafa áttað sig á því sem hafi gerst á þessum klukkutímum. Það hafi verið mikið sem hafi gerst. „Ég bið þingflokkinn um að þegar hann komi til fundarins fái ég nokkrar mínútur til þess að setja hann inn í stöðuna. Sem ég og gerði. Við settumst fyrir þann tíma og ég gerði honum ljóst að hann væri búinn að missa stuðning þingflokksins.“ Þá hafi Sigmundur lagt til sjálfur að hann myndi stíga til hliðar og að Sigurður og Ásmundur Einar myndu fara og ræða við Sjálfstæðisflokkinn um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Sem var gert.Evrópumótið þvældist fyrir fundum Sigmundur sagði í gær að hann hefði beðið Sigurð um að halda sér upplýstum um gang mála, eftir að hann tók við sem forsætisráðherra, og það hafi ekki verið gert. Þeir hafi engan fund haldið. Sigurður segist þó ekki hafa sett Sigmund út í kuldann. Það hefði aldrei gefist tækifæri til að funda. „Menn voru auðvitað ýmist að taka einhver frí og kannski komast aðeins út úr argaþrasinu og jafna sig. Síðan kom nú þessi frægi fótboltamánuður og það hurfu nú satt best að segja allir inn í hann.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur „bað ekki um nema tvennt“ en fékk hvorugt Segir Sigurð hafa farið á bak orða sinna. 24. september 2016 18:54 Sigurður Ingi segist betri kostur en Sigmundur Davíð 24. september 2016 18:45 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir ákvörðunina um að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins, gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, hafa verið erfiða. Honum þykir þó mikilvægt að meðlimir flokksins fái að velja. Hann segir Sigmund Davíð hafa misst stuðning þingflokksins í apríl. Sigurður Ingi mætti á Sprengisand hjá Kristjáni Kristjánssyni á Bylgjunni í morgun. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Sigurður segir „ekkert að því þegar kemur að flokksþingi að fleiri en einn bjóði sig fram í embætti“, heldur væri það hollustumerki. Hann sagði ólgu um forystu Framsóknarflokksins vera ástæðu þess að hann gæfi kost á sér. Ólgan snerist um það hvort Sigmundi hefði tekist að endurreisa traust og trúverðugleika sinn, gagnvart flokksmönnum, þingflokknum og kjósendum. „Það er í ljósi þess sem að ég hef fengið áskoranir á mig og það er þess vegna sem ég býð mig fram,“ segir Sigurður. Hann segist ekki hafa lofað Sigmundi því að hann myndi ekki bjóða sig fram gegn honum. Sigurður bauð sig fram til varaformanns árið 2013 og segir að í kjölfar þess hafi menn komið að máli við hann og bent honum á að „nú yrði ég að átta mig á því að samstarf okkar Sigmundar myndi breytast. Hann myndi líta á mig sem einhverja ógn og að ég væri orðinn líklegur kandídat til að keppa við hann.“Sjá einnig: Sigmundur „bað ekki um nema tvennt“ en fékk hvorugt. Sigurður segist hafa sest niður með Sigmundi þá og sagt honum að hann væri mjög sáttur við að vera varaformaður hans í Framsóknarflokknum og hann hefði engan hug á að sækjast eftir því að verða formaður. „Það er langt síðan,“ segir Sigurður.Missti stuðning þingflokksins í apríl Þá víkur Sigurður sögunni að eftirmálum hins alræmda Kastljósþáttar þar sem Wintris-málið svokallaða kom upp. Þá hafi Sigmundur farið á Bessastaði á þriðjudeginum.Sjá einnig: Forseti neitar Sigmundi um heimild til þingrofs „Það verður ákveðinn, og var kannski búið að vera, ákveðinn trúnaðarbrestur á milli þingflokksins og hans. Innan þingflokksins er farið fram á að halda þingflokksfund þá á þriðjudeginum.“ Sigurður segir mikla ólgu hafa verið á fundinum og þar hafi eðlilega verið mikil ólga. Þá hafi þingflokkurinn verið búinn að taka þá ákvörðun að biðja varaformanninn, Sigurð, og þingflokksformanninn, Ásmund Einar Daðason, að fara til Sjálfstæðisflokksins og biðja um áframhaldandi stjórnarsamstarf, en setja Sigmund af sem forsætisráðherra. Enn fremur segir Sigurður að hann telji Sigmund ekki hafa áttað sig á því sem hafi gerst á þessum klukkutímum. Það hafi verið mikið sem hafi gerst. „Ég bið þingflokkinn um að þegar hann komi til fundarins fái ég nokkrar mínútur til þess að setja hann inn í stöðuna. Sem ég og gerði. Við settumst fyrir þann tíma og ég gerði honum ljóst að hann væri búinn að missa stuðning þingflokksins.“ Þá hafi Sigmundur lagt til sjálfur að hann myndi stíga til hliðar og að Sigurður og Ásmundur Einar myndu fara og ræða við Sjálfstæðisflokkinn um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Sem var gert.Evrópumótið þvældist fyrir fundum Sigmundur sagði í gær að hann hefði beðið Sigurð um að halda sér upplýstum um gang mála, eftir að hann tók við sem forsætisráðherra, og það hafi ekki verið gert. Þeir hafi engan fund haldið. Sigurður segist þó ekki hafa sett Sigmund út í kuldann. Það hefði aldrei gefist tækifæri til að funda. „Menn voru auðvitað ýmist að taka einhver frí og kannski komast aðeins út úr argaþrasinu og jafna sig. Síðan kom nú þessi frægi fótboltamánuður og það hurfu nú satt best að segja allir inn í hann.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur „bað ekki um nema tvennt“ en fékk hvorugt Segir Sigurð hafa farið á bak orða sinna. 24. september 2016 18:54 Sigurður Ingi segist betri kostur en Sigmundur Davíð 24. september 2016 18:45 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sigmundur „bað ekki um nema tvennt“ en fékk hvorugt Segir Sigurð hafa farið á bak orða sinna. 24. september 2016 18:54
Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00
Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45
Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16