Sigmundur „bað ekki um nema tvennt“ en fékk hvorugt Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2016 18:54 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar um að bjóða sig fram til formanns flokksins valda sér vonbrigðum. Hún ætti þó „kannski ekki að koma mér á óvart miðað við það sem undan er gengið.“ Sigmundur ræddi ákvörðun Sigurðar Inga og hvað á undan hafði gengið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þegar Sigmundur steig til hliðar sem forsætisráðherra í kjölfar Wintris-málsins svokallaða sagðist hann hafa stungið upp á því að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra. „Ég bað ekki um nema tvennt þegar við ræddum saman á sínum tíma,“ sagði Sigmundur. Annað var að Sigurður myndi halda Sigmundi upplýstum og funda með honum um gang mála. Hitt var að Sigurður myndi ekki fara gegn Sigmundi í formannskjörinu í Framsóknarflokknum. Sigmundur segir að frá þeim tíma hafi þeir nánast ekkert fundað og Sigurður þó fundað með leiðtogum allra annarra flokka. Hann sagðist hafa gengist eftir fundum og jafnvel óskað eftir fundi þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins væri með þeim. Það hafi ekki gengið eftir. Hann segir Wintris-málið hafa verið „árás“ þar sem markmiðið hefði verið að koma honum frá. Fyrstu viðbrögð Sigmundar voru að hans sögn að berjast áfram, en svo hafi hann stigið til hliðar. Hann segist ekki hafa íhugað að stíga til hliðar bara til þess að stíga til hliðar. Sigmundur sagði enn fremur að hann hefði ekki leitt hugann að því hver næstu skref hans yrðu, ef hann skyldi tapa gegn Sigurði. Þá segir Sigmundur að hann sé sleginn yfir ákvörðun Sigurðar og sérstaklega þar sem hann hefði upplifað meiri stuðning frá almenningi en nokkurn tíman áður. Hann sagði fjölmargt ókunnugt fólk hafa komið að sér á förnum vegi. Þau hafi sagt honum að þau hafi áttað sig á því hvað Wintris-málið var mikil aðför að honum og veitt honum stuðning. Fólk hafi jafnvel lofað því að kjósa Framsóknarflokkinn, ef Sigmundur verður áfram formaður. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06 Sigurður Ingi segist betri kostur en Sigmundur Davíð 24. september 2016 18:45 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45 Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar um að bjóða sig fram til formanns flokksins valda sér vonbrigðum. Hún ætti þó „kannski ekki að koma mér á óvart miðað við það sem undan er gengið.“ Sigmundur ræddi ákvörðun Sigurðar Inga og hvað á undan hafði gengið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þegar Sigmundur steig til hliðar sem forsætisráðherra í kjölfar Wintris-málsins svokallaða sagðist hann hafa stungið upp á því að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra. „Ég bað ekki um nema tvennt þegar við ræddum saman á sínum tíma,“ sagði Sigmundur. Annað var að Sigurður myndi halda Sigmundi upplýstum og funda með honum um gang mála. Hitt var að Sigurður myndi ekki fara gegn Sigmundi í formannskjörinu í Framsóknarflokknum. Sigmundur segir að frá þeim tíma hafi þeir nánast ekkert fundað og Sigurður þó fundað með leiðtogum allra annarra flokka. Hann sagðist hafa gengist eftir fundum og jafnvel óskað eftir fundi þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins væri með þeim. Það hafi ekki gengið eftir. Hann segir Wintris-málið hafa verið „árás“ þar sem markmiðið hefði verið að koma honum frá. Fyrstu viðbrögð Sigmundar voru að hans sögn að berjast áfram, en svo hafi hann stigið til hliðar. Hann segist ekki hafa íhugað að stíga til hliðar bara til þess að stíga til hliðar. Sigmundur sagði enn fremur að hann hefði ekki leitt hugann að því hver næstu skref hans yrðu, ef hann skyldi tapa gegn Sigurði. Þá segir Sigmundur að hann sé sleginn yfir ákvörðun Sigurðar og sérstaklega þar sem hann hefði upplifað meiri stuðning frá almenningi en nokkurn tíman áður. Hann sagði fjölmargt ókunnugt fólk hafa komið að sér á förnum vegi. Þau hafi sagt honum að þau hafi áttað sig á því hvað Wintris-málið var mikil aðför að honum og veitt honum stuðning. Fólk hafi jafnvel lofað því að kjósa Framsóknarflokkinn, ef Sigmundur verður áfram formaður.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06 Sigurður Ingi segist betri kostur en Sigmundur Davíð 24. september 2016 18:45 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45 Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06
Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00
Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45
Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22
Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16