Harðar árásir á íbúa í Aleppo 24. september 2016 07:00 Sýrlenskur hjálparstarfsmaður í Aleppo kannar skemmdirnar eftir loftárás á bækistöð björgunarsveitanna. Nordicphotos/AFP Sýrland Sýrlenski stjórnarherinn varpaði í gær, með aðstoð Rússa, sprengjum í gríð og erg á svæði uppreisnarmanna í austurhluta borgarinnar Aleppo. Sýrlandsstjórn sagðist staðráðin í að ná þessum svæðum aftur á sitt vald. Þetta var annar dagurinn í röð sem loftárásir voru gerðar á þessi svæði. Fréttastofan Al Jazeera segir að þrjár af fjórum bækistöðvum hjálparstarfsmanna í borginni hafi orðið fyrir árásum. Tvær þeirra séu nú óstarfhæfar. Þá hafa þrjár læknamiðstöðvar einnig orðið fyrir loftárásum. Hátt í þrjú hundruð þúsund manns eru talin búa enn á svæðum uppreisnarmanna, sem árum saman hafa mátt þola linnulitlar loftárásir frá stjórnarhernum. Lengi hefur illa gengið að koma hjálpargögnum inn á þessi svæði, sem stjórnarherinn situr um. Skammvinnt vopnahlé rann út í sandinn um síðustu helgi eftir að hafa staðið í tæpa viku. Bæði Rússar og Bandaríkjamenn reyna nú, ásamt fulltrúum bæði Sýrlandsstjórnar og uppreisnarmanna, að koma á vopnahléi aftur, þótt takmarkaðar vonir séu bundnar við að það takist alveg á næstunni.Í verkahring Rússa að halda aftur af sýrlandsherJohn Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að eina leiðin til að koma á vopnahléi sé að þeir sem hafi getu til að stunda loftárásir hætti því einfaldlega. „Ef ekkert meiri háttar af því tagi gerist þá teljum við engan tilgang í því að gefa út fleiri loforð eða áætlanir eða tilkynna um eitthvað sem ekki er hægt að fylgja eftir eða gera að veruleika,“ sagði hann í gær. Bandaríkin hafa sagt það vera í verkahring Rússa að fá sýrlenska stjórnarherinn til þess að halda aftur af sér, en í staðinn reyni Bandaríkin að halda aftur af uppreisnarmönnum. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið í fjögur og hálft ár og kostað hundruð þúsunda lífið. Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Sýrland Sýrlenski stjórnarherinn varpaði í gær, með aðstoð Rússa, sprengjum í gríð og erg á svæði uppreisnarmanna í austurhluta borgarinnar Aleppo. Sýrlandsstjórn sagðist staðráðin í að ná þessum svæðum aftur á sitt vald. Þetta var annar dagurinn í röð sem loftárásir voru gerðar á þessi svæði. Fréttastofan Al Jazeera segir að þrjár af fjórum bækistöðvum hjálparstarfsmanna í borginni hafi orðið fyrir árásum. Tvær þeirra séu nú óstarfhæfar. Þá hafa þrjár læknamiðstöðvar einnig orðið fyrir loftárásum. Hátt í þrjú hundruð þúsund manns eru talin búa enn á svæðum uppreisnarmanna, sem árum saman hafa mátt þola linnulitlar loftárásir frá stjórnarhernum. Lengi hefur illa gengið að koma hjálpargögnum inn á þessi svæði, sem stjórnarherinn situr um. Skammvinnt vopnahlé rann út í sandinn um síðustu helgi eftir að hafa staðið í tæpa viku. Bæði Rússar og Bandaríkjamenn reyna nú, ásamt fulltrúum bæði Sýrlandsstjórnar og uppreisnarmanna, að koma á vopnahléi aftur, þótt takmarkaðar vonir séu bundnar við að það takist alveg á næstunni.Í verkahring Rússa að halda aftur af sýrlandsherJohn Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að eina leiðin til að koma á vopnahléi sé að þeir sem hafi getu til að stunda loftárásir hætti því einfaldlega. „Ef ekkert meiri háttar af því tagi gerist þá teljum við engan tilgang í því að gefa út fleiri loforð eða áætlanir eða tilkynna um eitthvað sem ekki er hægt að fylgja eftir eða gera að veruleika,“ sagði hann í gær. Bandaríkin hafa sagt það vera í verkahring Rússa að fá sýrlenska stjórnarherinn til þess að halda aftur af sér, en í staðinn reyni Bandaríkin að halda aftur af uppreisnarmönnum. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið í fjögur og hálft ár og kostað hundruð þúsunda lífið.
Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira