Alls konar blús Júlía Marinósdóttir skrifar 24. september 2016 10:30 Metal Box, eitt af verkum Jóns Óskars á sýningunni í Tveimur Hröfnum. Myndlist Beucoup of Blues Sýningarstaður: Tveir hrafnar Listamaður: Jón Óskar Sýningarstjórar: Halla og Gústi Á sýningunni Beacoups of Blues má sjá kunnugleg stef Jóns Óskars í þeim sjö myndlistarverkum sem voru til sýnis. Jón Óskar á að baki góðan feril í abstrakt og er þekktur fyrir stór verk þar sem flæðandi pensilstrokur og tónuð litapalletta einkenna verkin. Nýjasta sýning Jóns Óskars var engin undantekning frá því. Verkin fengu öll heilan vegg undir sig og á það einnig við um verkið sjálft Beaucoups of Blues þó verkið væri ekki sjáanlegt í fyrstu þar sem það er á veggnum bak við aðalsalinn. Verkin á einn eða annan hátt eru viðbrögð listamannsins við öðrum listamönnum úr myndlist, tónlist og ritlist. Ýmist blátónuð eða brúnleit, eiga verkin það sameiginlegt að vera persónuleg skírskotun í höfunda sem Jón Óskar hefur sjálfur kallað fram. Má í því samhengi nefna titil sýningarinnar sem er vísun í titil breiðskífu Ringos Starr frá 1970 og titillag þess. Texti lagsins í sýningarskránni ásamt titli sýningarinnar slá þannig tóninn fyrir sýninguna. Um er að ræða melódrama um mann sem stendur við veginn með gat á sálinni og já, líka skónum. Það kallast á ákveðinn hátt við verkið Eyðilandið sem færir sviðið til T.S. Eliot og er vísun í ljóð hans, The Waste Land. Ljóð Eliots frá 1922 hefur verið nefnt eitt merkasta ljóðverk 20. aldar og þar sem í því birtast flóknar og þungar skírskotanir í samfélag, trú og tilvist finnst manni á einhvern hátt að máttur þess og tenging veikist undir umgjörð sýningarinnar. Inntak sýningarinnar líður fyrir tengslaleysi þeirra listamanna sem um ræðir í sýningunni og standa þannig nokkur verk í vegi fyrir eðlilegu flæði. Lagið Poptones af plötunni Metal Box eftir Public Image Ltd. frá 1979 samræmist þó vel þeim punkti sem lagt var upp með í Beaucoups of Blues og styrkir upphafspunkt sýningarinnar. Verkið Metal Box er ágæt vísun í Poptones en yfir heildina skortir öflug samheild sem þarf til að halda utan um og sameina tónlist, ritlist og myndlist með þeim fáu verkum sem voru til sýnis. Jóni Óskari tókst vel til í túlkun sinni á Kjarval og Van Gogh með Remake/Re-paint og HB1 Red Hook. Á sýningunni kennir kunnuglegra grasa þar sem sjá má Jón Óskar í sínu náttúrulega umhverfi í mótun verkanna. Verkin standa öll vel undir sér ein og sér og er ánægjulegt að sjá brot af því sem listamaðurinn er að fást við að þessu sinni. Verkin bera öll merki um samtal sem listamaðurinn á við sinn samtíma í list og tónlist og því er sýningin áhugaverð fyrir þá sem vilja kynna sér listamanninn betur á persónulegum grundvelli. Sýningunni var vel tekið við opnun hennar og fyllt var út úr dyrum. Andrúmsloft sýningarinnar er létt og á móti blúslegum textum veita blátónuðu verkin á sýningunni ákveðna von í vonleysislegum texta. Niðurstaða: Þrátt fyrir að uppbygging sýningarinnar sé í veikari kantinum eru verkin engu að síður áhugaverð fyrir þá sem vilja kynna sér listamanninn betur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. september. Gagnrýni Menning Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Myndlist Beucoup of Blues Sýningarstaður: Tveir hrafnar Listamaður: Jón Óskar Sýningarstjórar: Halla og Gústi Á sýningunni Beacoups of Blues má sjá kunnugleg stef Jóns Óskars í þeim sjö myndlistarverkum sem voru til sýnis. Jón Óskar á að baki góðan feril í abstrakt og er þekktur fyrir stór verk þar sem flæðandi pensilstrokur og tónuð litapalletta einkenna verkin. Nýjasta sýning Jóns Óskars var engin undantekning frá því. Verkin fengu öll heilan vegg undir sig og á það einnig við um verkið sjálft Beaucoups of Blues þó verkið væri ekki sjáanlegt í fyrstu þar sem það er á veggnum bak við aðalsalinn. Verkin á einn eða annan hátt eru viðbrögð listamannsins við öðrum listamönnum úr myndlist, tónlist og ritlist. Ýmist blátónuð eða brúnleit, eiga verkin það sameiginlegt að vera persónuleg skírskotun í höfunda sem Jón Óskar hefur sjálfur kallað fram. Má í því samhengi nefna titil sýningarinnar sem er vísun í titil breiðskífu Ringos Starr frá 1970 og titillag þess. Texti lagsins í sýningarskránni ásamt titli sýningarinnar slá þannig tóninn fyrir sýninguna. Um er að ræða melódrama um mann sem stendur við veginn með gat á sálinni og já, líka skónum. Það kallast á ákveðinn hátt við verkið Eyðilandið sem færir sviðið til T.S. Eliot og er vísun í ljóð hans, The Waste Land. Ljóð Eliots frá 1922 hefur verið nefnt eitt merkasta ljóðverk 20. aldar og þar sem í því birtast flóknar og þungar skírskotanir í samfélag, trú og tilvist finnst manni á einhvern hátt að máttur þess og tenging veikist undir umgjörð sýningarinnar. Inntak sýningarinnar líður fyrir tengslaleysi þeirra listamanna sem um ræðir í sýningunni og standa þannig nokkur verk í vegi fyrir eðlilegu flæði. Lagið Poptones af plötunni Metal Box eftir Public Image Ltd. frá 1979 samræmist þó vel þeim punkti sem lagt var upp með í Beaucoups of Blues og styrkir upphafspunkt sýningarinnar. Verkið Metal Box er ágæt vísun í Poptones en yfir heildina skortir öflug samheild sem þarf til að halda utan um og sameina tónlist, ritlist og myndlist með þeim fáu verkum sem voru til sýnis. Jóni Óskari tókst vel til í túlkun sinni á Kjarval og Van Gogh með Remake/Re-paint og HB1 Red Hook. Á sýningunni kennir kunnuglegra grasa þar sem sjá má Jón Óskar í sínu náttúrulega umhverfi í mótun verkanna. Verkin standa öll vel undir sér ein og sér og er ánægjulegt að sjá brot af því sem listamaðurinn er að fást við að þessu sinni. Verkin bera öll merki um samtal sem listamaðurinn á við sinn samtíma í list og tónlist og því er sýningin áhugaverð fyrir þá sem vilja kynna sér listamanninn betur á persónulegum grundvelli. Sýningunni var vel tekið við opnun hennar og fyllt var út úr dyrum. Andrúmsloft sýningarinnar er létt og á móti blúslegum textum veita blátónuðu verkin á sýningunni ákveðna von í vonleysislegum texta. Niðurstaða: Þrátt fyrir að uppbygging sýningarinnar sé í veikari kantinum eru verkin engu að síður áhugaverð fyrir þá sem vilja kynna sér listamanninn betur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. september.
Gagnrýni Menning Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira