Ísland sofnað á verðinum í jafnréttismálum Snærós Sindradóttir skrifar 23. september 2016 07:00 Pólitíski áhuginn hefur alltaf verið til staðar en ég hef aldrei fundið samleið með þeim hugsunarhætti að viðhalda flokki í stað þess að viðhalda framtíðarsýn. Það sem gerist þegar stjórnmálaflokkar eru búnir að vera til í langan tíma, þá getur verið erfitt að stíga út fyrir þröngan rammann og móta skýra eða nýja sýn. Þess vegna er spennandi að taka þátt í nýjum flokki sem er að móta áherslurnar,“ segir Sigríður María Egilsdóttir, 22 ára laganemi og frambjóðandi á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Fyrir þremur árum vakti Sigríður mikla athygli fyrir Ted-fyrirlestur sem hún hélt um jafnréttismál. Um síðustu helgi tók hún svo þátt í umtöluðum þætti Vikulokanna á Rás 1 þar sem sauð upp úr á milli gesta þáttarins, hennar, Svavars Halldórssonar, framkvæmdastjóra sauðfjárbænda, og Gísla Marteins Baldurssonar. Svavar hefur fengið mikla gagnrýni eftir þáttinn fyrir að hafa reynt að þagga niður í ungri konu, Sigríði Maríu. „Ég er ekkert endilega á því að umræðan hafi farið á þennan veg af því að ég er kona. Svavar var alveg eins við Gísla Martein og hann var við mig. Þetta fór bara eins og það fór en ég held að þetta sýni okkur að ef umræður um málefnin fara í eitthvert rugl þá kemur ekkert sérstaklega góð niðurstaða úr þeim.Sigríður María Egilsdóttirvísir/eyþórÉg var ekkert ótrúlega stolt af minni frammistöðu í þættinum heldur. Við fundum það, sérstaklega eftir að útsendingunni lauk og hlutirnir höfðu að róast niður, hvað það var miklu auðveldara að eiga samtalið. Það er alltaf hægt að finna sameiginlegan flöt á málunum. Ég held að það sé miklu mikilvægara í stað þess að hjakka í því sem er ósamrýmanlegt strax. Það gefur miklu betri tón og býður upp á betri möguleika í framtíðinni. Þetta er sú breyting sem fólk hefur verið að kalla eftir í pólitík. Það eru allir orðnir þreyttir á þessari umræðu sem einkennist af heift,“ segir Sigríður.Höfum sofnað á verðinum Eins og áður hefur komið fram eru jafnréttismál Sigríði mjög hugleikin. Hún segir nýjustu tölur um óútskýrðan launamun kynjanna, sem er tíu prósent, óásættanlegar. „Ég er ekki tilbúin að vinna í heilan mánuð á ári launalaust. Mér finnst ég bara meira virði en það.“ Samkvæmt alþjóðlegum greiningum er Ísland fremst allra þjóða þegar kemur að jafnréttismálum. „Umræðan hefur hljóðnað að miklu leyti. Við eigum bara að sætta okkur við að vera best. Eins og gerist oft þegar maður er í fyrsta sæti þá höfum við sofnað á verðinum. Þegar ég hélt fyrirlesturinn um jafnréttismál árið 2013 þá var óútskýrður launamunur líka í kringum tíu prósent. Hvar eru framfarirnar? Það að konur séu launalausar í þrjátíu daga á ári setur þetta í svo gott samhengi fyrir fólk. Það áttar sig virkilega á því í hverju óréttlætið felst.“ Hún segir að ráðast þurfi í herferð gegn kynbundnum launamun. „Það stendur auðvitað í lögum að það megi ekki mismuna á grundvelli kynferðis. Samt sjáum við það gerast. Alþingismenn hafa lagasetningarvaldið en þeir geta ekki labbað inn í hvert einasta fyrirtæki og skipað þeim fyrir um hvernig þau eigi að haga launaskránni sinni.“ Sigríður segir flókið mál hvaða aðgerðum skuli beita til að jafna laun kynjanna. „Kannski eigum við að byrja herferð og hvetja fyrirtæki til að fara yfir stöðuna hjá sér. Ef það gengur ekki þurfum við að grípa til frekari ráðstafana. Í stað þess að stjórnmál séu að skipa fólki fyrir ættu þau kannski frekar að vera tilbúin að gefa eftir á ákveðnum sviðum, ef fyrirtækin uppfylla ákveðin skilyrði. Ég held til dæmis að það væri góð þróun, einhvers konar stimpill eða jafnvel skattaívilnanir.“Sigríður María Egilsdóttir vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Vikulokunum fyrir viku síðan. Hún hefur ekki trú á því að framkoma Svavars Halldórssonar hafi haft eitthvað með kyn hennar að gera.vísir/eyþórTvöfalt kerfiHúsnæðismálin hafa brunnið mikið á samfélaginu síðastliðin ár og sitjandi ríkisstjórn ráðist í ýmsar aðgerðir til að ná utan um vandann. „Eins og staðan er í dag búum við við tvöfalt samfélag. Það eru þeir sem geta mögulega átt fyrir útborgun í fyrstu íbúð, oftast vegna þess að foreldrar þeirra geta lánað þeim, og síðan eru það þeir sem festast á leigumarkaði. Það er ofsalega mikill ójöfnuður fólginn í þessu og mjög slæm þróun að ungt fólk í dag þurfi á fjárhagslega sterkum foreldrum að halda til að geta flutt að heiman.“ „Við búum við það að vextir af húsnæðislánum eru hærri hér en í nágrannalöndunum. Það þýðir að ef ég myndi kaupa íbúð í dag þyrfti ég að endurgreiða hana næstum því þrisvar sinnum áður en ég næði að greiða upp allt lánið. Vextirnir eru grunnvandamálið. Eins krúttleg og krónan er þá er hún líka grundvöllur margs konar vandamála. Við í Viðreisn viljum horfa til Evrópusambandsins. Við þurfum annaðhvort upptöku annars konar gjaldmiðils eða að setja upp myntráð sem býður upp á stöðugleika fyrir krónuna þannig að vextir lækki. Þetta er vandi sem við höfum búið við í mörg ár og af því við erum orðin svo pirruð á þessu verður hávært ákall um skyndilausnir. En kannski er þetta ekki vandi sem er hægt að leysa með einni ákvörðun. Kannski þurfum við plan til að leysa vandann til langs tíma litið.“ Sigríður segir að Evrópusambandið sé samt ekki til þess fallið að leysa allan vanda Íslands. „Við viljum byrja að kjósa um hvort aðildarviðræðum verði haldið áfram. Ef þjóðin segir já þá kjósum við seinna um samninginn. Ef sá samningur er góður segjum við já, en ef hann er vondur þá segjum við bara nei. Ég vil sjá samninginn og vita hvernig hann stendur gagnvart sjávarútveginum og landbúnaðinum. Það stendur ekki til að skilja neinn út undan.“Ójöfnuður hjá LÍN Annað mál sem hefur brunnið mikið á ungu fólki og námsmönnum er nýtt Lánasjóðsfrumvarp menntamálaráðherra. Sigríður segir að sumt í því séu framfarir frá núverandi kerfi en annað vegi alvarlega að jöfnuði í landinu. „Helsta gagnrýni mín er að allir þurfa að borga jafn mikið í afborganir. Það skiptir ekki máli hvort þú ert nýútskrifaður kennari eða byggingaverkfræðingur með hátt í milljón á mánuði. Við hljótum að sjá að það er ekki gott fyrir samfélagið að missa fólk úr störfum sem eru ekki eins hátt launuð vegna þess að fólk sér ekki fram á að geta greitt af námslánunum sínum. Við í Viðreisn stöndum fyrir því að tekjutengja afborganir. Það er mikilvægt jöfnunartæki.“ Þó kannanir bendi ekki til þess að Sigríður María fari á þing í þessum kosningum ætlar hún sér að vinna að breytingum í samfélaginu á kjörtímabilinu. „Þetta snýst um almannahagsmuni ofar sérhagsmunum. Það hefur verið ákall eftir þessari breyttu umræðu. Ég held að besta leiðin til að fólk finni fyrir því sé að eiga þetta yfirvegaða samtal og stefna á samvinnu. Mér finnst þetta áhugaverðar kosningar og finnst spennandi að taka þátt í þessu í ár því það virðist vera sérstaklega mikið ákall eftir þessari breyttu stjórnmálahefð.“Í hringiðunni á bandarískri lögmannsstofuSigríður María fékk, að eigin sögn, þá grillu í höfuðið að starfa erlendis í sumar. Hún sótti um sem lærlingur á bandarísku lögmannsstofunni Morrison & Foerster og kom það henni á óvart þegar hún fékk starfið. „Ég varði sex vikum í New York og sex vikum í Washington. Það var mjög áhugavert að finna þennan menningarmun á milli Bandaríkjanna og Íslands en líka á milli þessara tveggja borga. Það var ofboðslega skemmtilegt að kynnast þessu starfsumhverfi,“ segir hún. „Ef þú hefðir spurt mig fyrir einhverju síðan hvort ég væri týpan sem stekkur alltaf út í djúpu laugina þá hefði ég sagt nei. En núna er ég bæði að taka þátt í pólitísku starfi og nýbúin að gera eitthvað álíka klikkað og þetta, þannig að svarið ætti hugsanlega að vera já. Ég er þessi týpa.“Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Föstudagsviðtalið Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Pólitíski áhuginn hefur alltaf verið til staðar en ég hef aldrei fundið samleið með þeim hugsunarhætti að viðhalda flokki í stað þess að viðhalda framtíðarsýn. Það sem gerist þegar stjórnmálaflokkar eru búnir að vera til í langan tíma, þá getur verið erfitt að stíga út fyrir þröngan rammann og móta skýra eða nýja sýn. Þess vegna er spennandi að taka þátt í nýjum flokki sem er að móta áherslurnar,“ segir Sigríður María Egilsdóttir, 22 ára laganemi og frambjóðandi á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Fyrir þremur árum vakti Sigríður mikla athygli fyrir Ted-fyrirlestur sem hún hélt um jafnréttismál. Um síðustu helgi tók hún svo þátt í umtöluðum þætti Vikulokanna á Rás 1 þar sem sauð upp úr á milli gesta þáttarins, hennar, Svavars Halldórssonar, framkvæmdastjóra sauðfjárbænda, og Gísla Marteins Baldurssonar. Svavar hefur fengið mikla gagnrýni eftir þáttinn fyrir að hafa reynt að þagga niður í ungri konu, Sigríði Maríu. „Ég er ekkert endilega á því að umræðan hafi farið á þennan veg af því að ég er kona. Svavar var alveg eins við Gísla Martein og hann var við mig. Þetta fór bara eins og það fór en ég held að þetta sýni okkur að ef umræður um málefnin fara í eitthvert rugl þá kemur ekkert sérstaklega góð niðurstaða úr þeim.Sigríður María Egilsdóttirvísir/eyþórÉg var ekkert ótrúlega stolt af minni frammistöðu í þættinum heldur. Við fundum það, sérstaklega eftir að útsendingunni lauk og hlutirnir höfðu að róast niður, hvað það var miklu auðveldara að eiga samtalið. Það er alltaf hægt að finna sameiginlegan flöt á málunum. Ég held að það sé miklu mikilvægara í stað þess að hjakka í því sem er ósamrýmanlegt strax. Það gefur miklu betri tón og býður upp á betri möguleika í framtíðinni. Þetta er sú breyting sem fólk hefur verið að kalla eftir í pólitík. Það eru allir orðnir þreyttir á þessari umræðu sem einkennist af heift,“ segir Sigríður.Höfum sofnað á verðinum Eins og áður hefur komið fram eru jafnréttismál Sigríði mjög hugleikin. Hún segir nýjustu tölur um óútskýrðan launamun kynjanna, sem er tíu prósent, óásættanlegar. „Ég er ekki tilbúin að vinna í heilan mánuð á ári launalaust. Mér finnst ég bara meira virði en það.“ Samkvæmt alþjóðlegum greiningum er Ísland fremst allra þjóða þegar kemur að jafnréttismálum. „Umræðan hefur hljóðnað að miklu leyti. Við eigum bara að sætta okkur við að vera best. Eins og gerist oft þegar maður er í fyrsta sæti þá höfum við sofnað á verðinum. Þegar ég hélt fyrirlesturinn um jafnréttismál árið 2013 þá var óútskýrður launamunur líka í kringum tíu prósent. Hvar eru framfarirnar? Það að konur séu launalausar í þrjátíu daga á ári setur þetta í svo gott samhengi fyrir fólk. Það áttar sig virkilega á því í hverju óréttlætið felst.“ Hún segir að ráðast þurfi í herferð gegn kynbundnum launamun. „Það stendur auðvitað í lögum að það megi ekki mismuna á grundvelli kynferðis. Samt sjáum við það gerast. Alþingismenn hafa lagasetningarvaldið en þeir geta ekki labbað inn í hvert einasta fyrirtæki og skipað þeim fyrir um hvernig þau eigi að haga launaskránni sinni.“ Sigríður segir flókið mál hvaða aðgerðum skuli beita til að jafna laun kynjanna. „Kannski eigum við að byrja herferð og hvetja fyrirtæki til að fara yfir stöðuna hjá sér. Ef það gengur ekki þurfum við að grípa til frekari ráðstafana. Í stað þess að stjórnmál séu að skipa fólki fyrir ættu þau kannski frekar að vera tilbúin að gefa eftir á ákveðnum sviðum, ef fyrirtækin uppfylla ákveðin skilyrði. Ég held til dæmis að það væri góð þróun, einhvers konar stimpill eða jafnvel skattaívilnanir.“Sigríður María Egilsdóttir vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Vikulokunum fyrir viku síðan. Hún hefur ekki trú á því að framkoma Svavars Halldórssonar hafi haft eitthvað með kyn hennar að gera.vísir/eyþórTvöfalt kerfiHúsnæðismálin hafa brunnið mikið á samfélaginu síðastliðin ár og sitjandi ríkisstjórn ráðist í ýmsar aðgerðir til að ná utan um vandann. „Eins og staðan er í dag búum við við tvöfalt samfélag. Það eru þeir sem geta mögulega átt fyrir útborgun í fyrstu íbúð, oftast vegna þess að foreldrar þeirra geta lánað þeim, og síðan eru það þeir sem festast á leigumarkaði. Það er ofsalega mikill ójöfnuður fólginn í þessu og mjög slæm þróun að ungt fólk í dag þurfi á fjárhagslega sterkum foreldrum að halda til að geta flutt að heiman.“ „Við búum við það að vextir af húsnæðislánum eru hærri hér en í nágrannalöndunum. Það þýðir að ef ég myndi kaupa íbúð í dag þyrfti ég að endurgreiða hana næstum því þrisvar sinnum áður en ég næði að greiða upp allt lánið. Vextirnir eru grunnvandamálið. Eins krúttleg og krónan er þá er hún líka grundvöllur margs konar vandamála. Við í Viðreisn viljum horfa til Evrópusambandsins. Við þurfum annaðhvort upptöku annars konar gjaldmiðils eða að setja upp myntráð sem býður upp á stöðugleika fyrir krónuna þannig að vextir lækki. Þetta er vandi sem við höfum búið við í mörg ár og af því við erum orðin svo pirruð á þessu verður hávært ákall um skyndilausnir. En kannski er þetta ekki vandi sem er hægt að leysa með einni ákvörðun. Kannski þurfum við plan til að leysa vandann til langs tíma litið.“ Sigríður segir að Evrópusambandið sé samt ekki til þess fallið að leysa allan vanda Íslands. „Við viljum byrja að kjósa um hvort aðildarviðræðum verði haldið áfram. Ef þjóðin segir já þá kjósum við seinna um samninginn. Ef sá samningur er góður segjum við já, en ef hann er vondur þá segjum við bara nei. Ég vil sjá samninginn og vita hvernig hann stendur gagnvart sjávarútveginum og landbúnaðinum. Það stendur ekki til að skilja neinn út undan.“Ójöfnuður hjá LÍN Annað mál sem hefur brunnið mikið á ungu fólki og námsmönnum er nýtt Lánasjóðsfrumvarp menntamálaráðherra. Sigríður segir að sumt í því séu framfarir frá núverandi kerfi en annað vegi alvarlega að jöfnuði í landinu. „Helsta gagnrýni mín er að allir þurfa að borga jafn mikið í afborganir. Það skiptir ekki máli hvort þú ert nýútskrifaður kennari eða byggingaverkfræðingur með hátt í milljón á mánuði. Við hljótum að sjá að það er ekki gott fyrir samfélagið að missa fólk úr störfum sem eru ekki eins hátt launuð vegna þess að fólk sér ekki fram á að geta greitt af námslánunum sínum. Við í Viðreisn stöndum fyrir því að tekjutengja afborganir. Það er mikilvægt jöfnunartæki.“ Þó kannanir bendi ekki til þess að Sigríður María fari á þing í þessum kosningum ætlar hún sér að vinna að breytingum í samfélaginu á kjörtímabilinu. „Þetta snýst um almannahagsmuni ofar sérhagsmunum. Það hefur verið ákall eftir þessari breyttu umræðu. Ég held að besta leiðin til að fólk finni fyrir því sé að eiga þetta yfirvegaða samtal og stefna á samvinnu. Mér finnst þetta áhugaverðar kosningar og finnst spennandi að taka þátt í þessu í ár því það virðist vera sérstaklega mikið ákall eftir þessari breyttu stjórnmálahefð.“Í hringiðunni á bandarískri lögmannsstofuSigríður María fékk, að eigin sögn, þá grillu í höfuðið að starfa erlendis í sumar. Hún sótti um sem lærlingur á bandarísku lögmannsstofunni Morrison & Foerster og kom það henni á óvart þegar hún fékk starfið. „Ég varði sex vikum í New York og sex vikum í Washington. Það var mjög áhugavert að finna þennan menningarmun á milli Bandaríkjanna og Íslands en líka á milli þessara tveggja borga. Það var ofboðslega skemmtilegt að kynnast þessu starfsumhverfi,“ segir hún. „Ef þú hefðir spurt mig fyrir einhverju síðan hvort ég væri týpan sem stekkur alltaf út í djúpu laugina þá hefði ég sagt nei. En núna er ég bæði að taka þátt í pólitísku starfi og nýbúin að gera eitthvað álíka klikkað og þetta, þannig að svarið ætti hugsanlega að vera já. Ég er þessi týpa.“Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Föstudagsviðtalið Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira