Gríðarlegar loftárásir á Aleppo: „Eins og verið sé að bæta upp fyrir vopnahléið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2016 14:02 Orustuþotur og stórskotalið á vegum sýrlenskra stjórnvalda og Rússa gerðu í nótt gríðarlegar loftárásir á þann hluta Aleppo sem er á valdi uppreisnarmanna. Svo virðist sem að endanlega sé úti um vopnahlé síðustu tveggja vikna. Yfirráðum yfir Aleppo, einn af miðpunktum átakana í Sýrlandi, má skipta í tvennt en ríkisstjórn Stýrlands fer með yfirráð yfir vesturhluta borgarinnar og uppreisnarmenn austurhlutanum. Gerðar voru gríðarlegar loftárásir á austurhlutann í nótt. Sagði blaðamaður AFP sem staddur var í borginni að sá hluti borgarinnar stæði meira og minna í björtu báli. „Það er eins og verið sé að bæta upp fyrir vopnahléið,“ sagði Ammar al-Selmo, yfirmaður Almannavarna austurhluta borgarinnar í samtali við fréttastofu Reuters. Vopnahlé í Sýrlandi hefur verið í gildi frá 12. september. Hafði dregið úr loftárásum vegna þess þangað til að ráðist var á bílalest með hjálpargögn nálægt Aleppo í Sýrlandi á mánudag. Bandaríkin og Rússar benda á hvora aðra vegna ábyrgðar á loftárásinni á bílalestina. Tvær vikur eru frá því að vopnahléið var kynnt og bundnar voru miklar vonir við að það myndi draga úr átökunum í Sýrlandi. Árásin á bílalestina á mánudaginn hafði þó slæm áhrif á vopnahléið og virðist sem að loftárásirnar á Aleppo í nótt hafi verið síðasti naglinn í líkkistu vopnahlésins. Tengdar fréttir Sýrlenska vopnahléið í uppnámi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir vopnahléið í Sýrlandi í fullu gildi þrátt fyrir loftárásir síðustu daga. SÞ stöðvuðu sendingu hjálpargagna til svæðis nærri Aleppo, þar sem loftárás á bílalest felldi um 20 manns. 21. september 2016 07:00 Vopnahléið hangir á bláþræði Báðar fylkingar undirbúa átök að nýju. 19. september 2016 13:30 Bandaríkin vísa ábyrgð á Rússa Bandarísk stjórnvöld halda enn fast við að Rússar beri ábyrgð á loftárásinni á bílalest með hjálpargögn nálægt Aleppo í Sýrlandi á mánudag. 22. september 2016 07:00 Rússar segja vopnaða uppreisnarmenn hafa ferðast með bílalestinni Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert loftárás á bílalest Sameinuðu þjóðanna. 21. september 2016 11:15 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Orustuþotur og stórskotalið á vegum sýrlenskra stjórnvalda og Rússa gerðu í nótt gríðarlegar loftárásir á þann hluta Aleppo sem er á valdi uppreisnarmanna. Svo virðist sem að endanlega sé úti um vopnahlé síðustu tveggja vikna. Yfirráðum yfir Aleppo, einn af miðpunktum átakana í Sýrlandi, má skipta í tvennt en ríkisstjórn Stýrlands fer með yfirráð yfir vesturhluta borgarinnar og uppreisnarmenn austurhlutanum. Gerðar voru gríðarlegar loftárásir á austurhlutann í nótt. Sagði blaðamaður AFP sem staddur var í borginni að sá hluti borgarinnar stæði meira og minna í björtu báli. „Það er eins og verið sé að bæta upp fyrir vopnahléið,“ sagði Ammar al-Selmo, yfirmaður Almannavarna austurhluta borgarinnar í samtali við fréttastofu Reuters. Vopnahlé í Sýrlandi hefur verið í gildi frá 12. september. Hafði dregið úr loftárásum vegna þess þangað til að ráðist var á bílalest með hjálpargögn nálægt Aleppo í Sýrlandi á mánudag. Bandaríkin og Rússar benda á hvora aðra vegna ábyrgðar á loftárásinni á bílalestina. Tvær vikur eru frá því að vopnahléið var kynnt og bundnar voru miklar vonir við að það myndi draga úr átökunum í Sýrlandi. Árásin á bílalestina á mánudaginn hafði þó slæm áhrif á vopnahléið og virðist sem að loftárásirnar á Aleppo í nótt hafi verið síðasti naglinn í líkkistu vopnahlésins.
Tengdar fréttir Sýrlenska vopnahléið í uppnámi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir vopnahléið í Sýrlandi í fullu gildi þrátt fyrir loftárásir síðustu daga. SÞ stöðvuðu sendingu hjálpargagna til svæðis nærri Aleppo, þar sem loftárás á bílalest felldi um 20 manns. 21. september 2016 07:00 Vopnahléið hangir á bláþræði Báðar fylkingar undirbúa átök að nýju. 19. september 2016 13:30 Bandaríkin vísa ábyrgð á Rússa Bandarísk stjórnvöld halda enn fast við að Rússar beri ábyrgð á loftárásinni á bílalest með hjálpargögn nálægt Aleppo í Sýrlandi á mánudag. 22. september 2016 07:00 Rússar segja vopnaða uppreisnarmenn hafa ferðast með bílalestinni Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert loftárás á bílalest Sameinuðu þjóðanna. 21. september 2016 11:15 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Sýrlenska vopnahléið í uppnámi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir vopnahléið í Sýrlandi í fullu gildi þrátt fyrir loftárásir síðustu daga. SÞ stöðvuðu sendingu hjálpargagna til svæðis nærri Aleppo, þar sem loftárás á bílalest felldi um 20 manns. 21. september 2016 07:00
Bandaríkin vísa ábyrgð á Rússa Bandarísk stjórnvöld halda enn fast við að Rússar beri ábyrgð á loftárásinni á bílalest með hjálpargögn nálægt Aleppo í Sýrlandi á mánudag. 22. september 2016 07:00
Rússar segja vopnaða uppreisnarmenn hafa ferðast með bílalestinni Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert loftárás á bílalest Sameinuðu þjóðanna. 21. september 2016 11:15