Fótbolti

Aron horfði á EM hoppandi af gleði: „Væri geðveikt að vera með Íslandi í riðli á HM“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Jóhannsson, Íslendingurinn í liði Werder Bremen í þýska boltanum, hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir að velja bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska fyrir fjórum árum síðan.

Þó að hann spili fyrir Bandaríkin er hann auðvitað Íslendingur og naut þess, að eigin sögn, að fylgjast með strákunum okkar á EM í sumar þar sem Ísland komst alla leið í átta liða úrslit á fraumraun sinni á stórmóti.

Sjá einnig:Ekki langt frá því að tárast eftir endurkomu markið

„Ég var niðri í bæ að horfa á leikina og var fagnandi og hoppandi og skoppandi af gleði. Það var alveg geðveikt að sjá þetta,“ segir Aron, sem vegna meiðsla sinna undanfarið ár, fékk tækifæri til að upplifa stemninguna á Íslandi í kringum Evrópumótið.

„Ég var bara eins og allir Íslendingar að horfa á þetta með vinum mínum og meira að segja að horfa á nokkra vini mína spila. Þetta var alveg magnað hjá þeim,“ segir Aron sem vonast til að Ísland komist á HM í Rússlandi.

„Vonandi verðum við bara saman í riðli í Rússlandi. Það væri geðveikt!“ segir Aron Jóhannsson.


Tengdar fréttir

Klinsmann hjálpaði Aroni í gegnum meiðslin

Þjóðverjinn sendi Aron Jóhannsson til sérfræðinga sem hann þekkir í München en Aron býst við að vera í næsta landsliðshópi Bandaríkjanna eftir endurkomuna.

Ekki langt frá því að tárast eftir endurkomumarkið

Aron Jóhannsson sneri aftur á fótboltavöllinn í byrjun leiktíðar eftir að hafa verið frá í ellefu mánuði vegna meiðsla. Hann skoraði í öðrum leik tímabilsins fyrir Werder Bremen og fagnað á tilfinningaríkan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×