Stefna á tíföldun í framleiðslu eldisfisks Sveinn Arnarsson skrifar 22. september 2016 07:00 Sjókvíaeldi er ört vaxandi atvinnugrein á Austfjörðum. Mynd/Fiskeldi Austfjarða Fyrirtæki í sjókvíaeldi vonast til að tífalda framleiðsluna á næstu árum. Fiskeldisfyrirtæki landsins hafa sótt um leyfi til að framleiða yfir 150 þúsund tonn af fiski á hverju ári en nú eru um 15.000 tonn framleidd í öllum tegundum. „Það tekur langan tíma að byggja upp eldið og því ljóst að takmörkun fiskeldissvæða til verndar villtum laxastofnun þýðir að miklar rannsóknir munu þurfa að fara fram á burðarþoli svæðanna áður en hægt er að framleiða þetta magn,“ segir Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva. Vöxtur greinarinnar er mestmegnis bundinn við sjókvíaeldi og svæðin hér á landi sem skilgreind hafa verið sem svæði fyrir þann iðnað eru þrjú: Austfirðir, Vestfirðir og Eyjafjörður. Atvinnusköpun sem af eldisstarfseminni hlýst, sem og afleidd störf, hefur verið til þessa talinn sterkur grunnur undir byggð sem hefur verið í vörn síðustu ár.„Við teljum að rúmlega þúsund störf verði í greininni fyrir árið 2020 og þá á eftir að telja öll afleidd störf sem verða til við að þjónusta greinina,“ segir Höskuldur. Arnarlax, Fiskeldi Austfjarða, Arctic Sea Farm eða Dýrfiskur og Laxar fiskeldi eru stærstu sjókvíaeldisfyrirtækin og stefna hátt. Nú starfa um 400 manns beint við eldi í landinu og með stöðugum vexti verður hægt að fjölga störfum. Vestfirðir hafa í langan tíma barist við slæmar horfur í atvinnulífi lítilla sjávarþorpa og ef áform ganga eftir gæti íbúum á Vestfjörðum fjölgað aftur. „Sameinuðu þjóðirnar hvetja til dæmis þjóðir heims til að standa fyrir auknu fiskeldi þar sem því verður við komið. Villtir fiskistofnar munu ekki standa undir þeirri mannfjöldaaukningu sem spár næstu fimmtíu ára gera ráð fyrir,“ segir Höskuldur. Landssamband fiskeldisstöðva telur gjaldeyristekjur þjóðarinnar af greinini nú um 15 milljarða króna. Sú tala verði komin í 50 milljarða árið 2020.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Fyrirtæki í sjókvíaeldi vonast til að tífalda framleiðsluna á næstu árum. Fiskeldisfyrirtæki landsins hafa sótt um leyfi til að framleiða yfir 150 þúsund tonn af fiski á hverju ári en nú eru um 15.000 tonn framleidd í öllum tegundum. „Það tekur langan tíma að byggja upp eldið og því ljóst að takmörkun fiskeldissvæða til verndar villtum laxastofnun þýðir að miklar rannsóknir munu þurfa að fara fram á burðarþoli svæðanna áður en hægt er að framleiða þetta magn,“ segir Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva. Vöxtur greinarinnar er mestmegnis bundinn við sjókvíaeldi og svæðin hér á landi sem skilgreind hafa verið sem svæði fyrir þann iðnað eru þrjú: Austfirðir, Vestfirðir og Eyjafjörður. Atvinnusköpun sem af eldisstarfseminni hlýst, sem og afleidd störf, hefur verið til þessa talinn sterkur grunnur undir byggð sem hefur verið í vörn síðustu ár.„Við teljum að rúmlega þúsund störf verði í greininni fyrir árið 2020 og þá á eftir að telja öll afleidd störf sem verða til við að þjónusta greinina,“ segir Höskuldur. Arnarlax, Fiskeldi Austfjarða, Arctic Sea Farm eða Dýrfiskur og Laxar fiskeldi eru stærstu sjókvíaeldisfyrirtækin og stefna hátt. Nú starfa um 400 manns beint við eldi í landinu og með stöðugum vexti verður hægt að fjölga störfum. Vestfirðir hafa í langan tíma barist við slæmar horfur í atvinnulífi lítilla sjávarþorpa og ef áform ganga eftir gæti íbúum á Vestfjörðum fjölgað aftur. „Sameinuðu þjóðirnar hvetja til dæmis þjóðir heims til að standa fyrir auknu fiskeldi þar sem því verður við komið. Villtir fiskistofnar munu ekki standa undir þeirri mannfjöldaaukningu sem spár næstu fimmtíu ára gera ráð fyrir,“ segir Höskuldur. Landssamband fiskeldisstöðva telur gjaldeyristekjur þjóðarinnar af greinini nú um 15 milljarða króna. Sú tala verði komin í 50 milljarða árið 2020.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira