Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Heimir Már Pétursson skrifar 21. september 2016 12:18 Frá framkvæmdunum á Bakka. Til vinstri rís stálgrind hráefnisgeymslu. Til hægri má sjá grunn ofnhúss kísilversins. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Ríkisstjórn samþykkti á aukafundi í morgun að leggja fram frumvarp um lagningu háspennulína frá Þeistareykjum og Kröflu að Bakka. Frumvarpið verður lagt fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í dag. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir afar mikilvægt að frumvarpið nái fram að ganga á Alþingi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála stöðvaði framkvæmdir við lagningu háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að kísilverksmiðju þýska fyrirtæksins CCP á Bakka fyrir nokkrum vikum að kröfu Landverndar á grundvelli náttúruverndarlaga frá árinu 2015. Nefndin leggst ekki gegn framkvæmdinni en áskilur sér rétt til að fara yfir forsendur framkvæmdanna vegna kæru Landverndar sem telur að háspennulínurnar muni valda tjóni á vernduðu hrauni. Með þessari ákvörðun eru framkvæmdir upp á 80 milljarða króna komnar í óvissu, þar sem ekki er hægt að vinna við línulögnina yfir hörðustu vetrarmánuðina. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun fara fyrir stjórnarfrumvarpi sem samþykkt var í ríkisstjórn í morgun. Frumvarpið verður lagt fyrir stjórnarflokkana eftir hádegi og í framhaldinu lagt fram á Alþingi. „Sem veitir Landsneti framkvæmdaleyfi með lögum og heimild til að reisa línurnar fyrir norðan. Bæði Þeistareiki og kröflulínu. Til að höggva á þann hnút sem er í þessu máli og eyða þeirri miklu óvissu sem er um þessar gríðarlega mikilvægu framkvæmdir fyrir norðan,“ segir Ragnheiður Elín.Ragnheiður Elín Árnadóttir.Vísir/Anton BrinkUm sé að ræða sérlög en ekki breytingu á gildandi lögum. Frumvarpið sé ekki hvað síst lagt fram vegna áskorana frá sveitarfélögum fyrir norðan; Norðurþingi, Þingeyjasveit og Skútustaðahreppi til ríkisstjórnarinnar um að hún gripi inn í deiluna. Enda liggi allar skipulagssamþykkir fyrir. „Þar sem gríðarlegir hagsmunir eru undir og engin önnur lausn var í sjónmáli. Við erum búin á undanförnum dögum og vikum að reyna að leita allra leiða til að leysa þetta mál án þess að löggjafinn þyrfti að grípa inni í,“ segir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fundir hafi verið haldnir með deiluaðilum, umhverfis- og forsætisráðuneyti og Skipulagsstofnun. „En höfum gengið þá leið á enda. Okkar mat var það að þetta væri eina leiðin til að leysa þetta mál. Við erum í þeirri aðstöðu að að er verið að reisa Þeistareykjavirkjun sem hornsteinn verður lagður að á föstudaginn. Framkvæmdir eru farnar af stað við iðnaðarsvæðið á Bakka. En það vantar að tengja virkjunina við framkvæmdastaðinn. Það er staða sem er óásættanlegt að vera í og þess vegna er gripið til þessa ráðs,“ segir Ragnheiður Elín. Mjög mikilvægt sé að frumvarpið verði afgreitt fyrir kosningar og hún vonar að samstaða náist um það við stjórnarandstöðuna. En nú þegar hafi samtöl átt sér stað við hana að undirlagi forsætisráðherra. Nú kalli hún alþingismenn til ábyrgðar í þessu mikilvæga máli. „Sem á sér rætur á síðasta kjörtímabili. Þar sem Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir voru í forsæti fyrir ríkisstjórn og þetta mál á sinn uppruna þaðan,“ segir Ragnheiður Elín og segist ekki trúa öðru en málið hljóti farsæla afgreiðslu á Alþingi. Tengdar fréttir Lýsa þungum áhyggjum vegna stöðvunar línulagnar til Bakka Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. 23. ágúst 2016 19:00 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Ríkisstjórn samþykkti á aukafundi í morgun að leggja fram frumvarp um lagningu háspennulína frá Þeistareykjum og Kröflu að Bakka. Frumvarpið verður lagt fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í dag. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir afar mikilvægt að frumvarpið nái fram að ganga á Alþingi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála stöðvaði framkvæmdir við lagningu háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að kísilverksmiðju þýska fyrirtæksins CCP á Bakka fyrir nokkrum vikum að kröfu Landverndar á grundvelli náttúruverndarlaga frá árinu 2015. Nefndin leggst ekki gegn framkvæmdinni en áskilur sér rétt til að fara yfir forsendur framkvæmdanna vegna kæru Landverndar sem telur að háspennulínurnar muni valda tjóni á vernduðu hrauni. Með þessari ákvörðun eru framkvæmdir upp á 80 milljarða króna komnar í óvissu, þar sem ekki er hægt að vinna við línulögnina yfir hörðustu vetrarmánuðina. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun fara fyrir stjórnarfrumvarpi sem samþykkt var í ríkisstjórn í morgun. Frumvarpið verður lagt fyrir stjórnarflokkana eftir hádegi og í framhaldinu lagt fram á Alþingi. „Sem veitir Landsneti framkvæmdaleyfi með lögum og heimild til að reisa línurnar fyrir norðan. Bæði Þeistareiki og kröflulínu. Til að höggva á þann hnút sem er í þessu máli og eyða þeirri miklu óvissu sem er um þessar gríðarlega mikilvægu framkvæmdir fyrir norðan,“ segir Ragnheiður Elín.Ragnheiður Elín Árnadóttir.Vísir/Anton BrinkUm sé að ræða sérlög en ekki breytingu á gildandi lögum. Frumvarpið sé ekki hvað síst lagt fram vegna áskorana frá sveitarfélögum fyrir norðan; Norðurþingi, Þingeyjasveit og Skútustaðahreppi til ríkisstjórnarinnar um að hún gripi inn í deiluna. Enda liggi allar skipulagssamþykkir fyrir. „Þar sem gríðarlegir hagsmunir eru undir og engin önnur lausn var í sjónmáli. Við erum búin á undanförnum dögum og vikum að reyna að leita allra leiða til að leysa þetta mál án þess að löggjafinn þyrfti að grípa inni í,“ segir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fundir hafi verið haldnir með deiluaðilum, umhverfis- og forsætisráðuneyti og Skipulagsstofnun. „En höfum gengið þá leið á enda. Okkar mat var það að þetta væri eina leiðin til að leysa þetta mál. Við erum í þeirri aðstöðu að að er verið að reisa Þeistareykjavirkjun sem hornsteinn verður lagður að á föstudaginn. Framkvæmdir eru farnar af stað við iðnaðarsvæðið á Bakka. En það vantar að tengja virkjunina við framkvæmdastaðinn. Það er staða sem er óásættanlegt að vera í og þess vegna er gripið til þessa ráðs,“ segir Ragnheiður Elín. Mjög mikilvægt sé að frumvarpið verði afgreitt fyrir kosningar og hún vonar að samstaða náist um það við stjórnarandstöðuna. En nú þegar hafi samtöl átt sér stað við hana að undirlagi forsætisráðherra. Nú kalli hún alþingismenn til ábyrgðar í þessu mikilvæga máli. „Sem á sér rætur á síðasta kjörtímabili. Þar sem Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir voru í forsæti fyrir ríkisstjórn og þetta mál á sinn uppruna þaðan,“ segir Ragnheiður Elín og segist ekki trúa öðru en málið hljóti farsæla afgreiðslu á Alþingi.
Tengdar fréttir Lýsa þungum áhyggjum vegna stöðvunar línulagnar til Bakka Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. 23. ágúst 2016 19:00 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Lýsa þungum áhyggjum vegna stöðvunar línulagnar til Bakka Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. 23. ágúst 2016 19:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent