Fjöldamorð Íslendinga Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. september 2016 11:15 Baskarnir misstu skipin í ís á sínum tíma, því voru teknar upp senur við ósa Jökulsár á Breiðamerkursandi. Mynd/www.seylan.is Mörg sviðssett atriði voru tekin hér á landi fyrir heimildarmyndina Baskavígin sem frumsýnd er í dag á kvikmyndahátíðinni í Bilbaó á Spáni. Enda gerðust þeir atburðir hér sem myndin fjallar um, það er að segja víg baskneskra skipbrotsmanna á Vestfjörðum haustið 1615. Hjálmtýr Heiðdal verður viðstaddur frumsýninguna í Bilbaó, þar sem myndin keppir til verðlauna.„Það var filmað á ellefu stöðum og verkefnið tókst mjög vel,“ segir Hjálmtýr Heiðdal í kvikmyndagerðinni Seylu sem er meðframleiðandi myndarinnar með Old Port Films í Bilbaó. Hann segir fimm íslenska áhugaleikara í veigamiklum hlutverkum Jóns lærða, Sigríðar konu hans, Ara í Ögri, séra Jóns Grímssonar í Árnesi og Gunnsteins Grímssonar í Dynjanda. Auk þess bregði 120 íslenskum aukaleikurum fyrir. „Við þurftum 40 manns við Jökulsárlón og annan eins hóp norður í Bjarnarfirði. Svo vantaði statista til að leika Baska og við vorum með góðan hóp af Spánverjum sem eru búsettir hér,“ lýsir hann. Hilmar Örn Hilmarsson samdi tónlistina í myndinni sem er á fjórum tungumálum, á baskamálinu euskeru, ensku, spænsku og íslensku. Enska útgáfan verður sýnd á Riff og íslenska útgáfan frumsýnd í nóvember í Bíói Paradís. –Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. september 2016. Bíó og sjónvarp Menning RIFF Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Mörg sviðssett atriði voru tekin hér á landi fyrir heimildarmyndina Baskavígin sem frumsýnd er í dag á kvikmyndahátíðinni í Bilbaó á Spáni. Enda gerðust þeir atburðir hér sem myndin fjallar um, það er að segja víg baskneskra skipbrotsmanna á Vestfjörðum haustið 1615. Hjálmtýr Heiðdal verður viðstaddur frumsýninguna í Bilbaó, þar sem myndin keppir til verðlauna.„Það var filmað á ellefu stöðum og verkefnið tókst mjög vel,“ segir Hjálmtýr Heiðdal í kvikmyndagerðinni Seylu sem er meðframleiðandi myndarinnar með Old Port Films í Bilbaó. Hann segir fimm íslenska áhugaleikara í veigamiklum hlutverkum Jóns lærða, Sigríðar konu hans, Ara í Ögri, séra Jóns Grímssonar í Árnesi og Gunnsteins Grímssonar í Dynjanda. Auk þess bregði 120 íslenskum aukaleikurum fyrir. „Við þurftum 40 manns við Jökulsárlón og annan eins hóp norður í Bjarnarfirði. Svo vantaði statista til að leika Baska og við vorum með góðan hóp af Spánverjum sem eru búsettir hér,“ lýsir hann. Hilmar Örn Hilmarsson samdi tónlistina í myndinni sem er á fjórum tungumálum, á baskamálinu euskeru, ensku, spænsku og íslensku. Enska útgáfan verður sýnd á Riff og íslenska útgáfan frumsýnd í nóvember í Bíói Paradís. –Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. september 2016.
Bíó og sjónvarp Menning RIFF Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira