Sýrlenska vopnahléið í uppnámi Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. september 2016 07:00 Hjálpargögn liggja eins og hráviði í bænum Orum al-Kubra, skammt frá Aleppo, þar sem loftárás á bílalest kostaði um 20 manns lífið. Nordicphotos/AFP Loftárás á bílalest með hjálpargögn á mánudag varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar hafa tímabundið hætt að senda hjálpargögn með þessum hætti til íbúa á svæði, sem uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa á sínu valdi skammt vestan við borgina Aleppo. Árásin kostaði um tuttugu manns lífið, allt almenna borgara. Auk þess eyðilögðust átján flutningabifreiðar frá sýrlenska Rauða hálfmánanum. Í bílunum voru matvæli ætluð íbúum svæðisins, en þar búa tugir þúsunda manna. Meðal hinna látnu var Omar Barakat, yfirmaður sýrlenska Rauða hálfmánans í Aleppo. Bæði sýrlensk og rússnesk stjórnvöld neita að þeirra herlið hafi gert þessa loftárás, en sýrlensku mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights sögðu flest benda til þess að annaðhvort sýrlensk eða rússnesk flugvél hefði gert árásina. Bandarísk stjórnvöld hafa sakað Rússa um að bera endanlega ábyrgð á henni, jafnvel þótt í ljós komi að það hafi verið sýrlenski herinn sem sé hinn seki. Enda hafi Rússar, samkvæmt vopnahléssamkomulaginu sem gert var í byrjun mánaðarins, tekið að sér að hafa hemil á sýrlenska stjórnarhernum meðan vopnahlé stæði yfir. Óljóst er hvort framhald verður á vopnahléinu, sem hófst mánudaginn 12. september og átti að standa í viku hið minnsta. Að lokinni þeirri viku ætluðu Bandaríkjamenn og Rússar að hefja samstarf um árásir á Íslamska ríkið svonefnda, eða Daish-samtökin, og aðra öfgahópa samkvæmt ákvæðum samkomulagsins. Sýrlenski stjórnarherinn hóf loftárásir á uppreisnarmenn að nýju á sunnudaginn, þegar ekki var liðin vika frá því vopnahléið hófst. Daginn áður var gerð loftárás á sýrlenska hermenn. Ljóst þykir að alþjóðaherlið undir forystu Bandaríkjanna hafi gert þá árás, en Bandaríkjaher segist vera að kanna hvað fór úrskeiðis. Meira en sextíu sýrlenskir hermenn létu lífið í þessari árás. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði vopnahléið engu að síður enn í fullu gildi þegar hann í gær hitti Sergei Lavrov, hinn rússneska starfsbróður sinn, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem þá var að hefjast í New York.Fréttin birtist í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Loftárás á bílalest með hjálpargögn á mánudag varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar hafa tímabundið hætt að senda hjálpargögn með þessum hætti til íbúa á svæði, sem uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa á sínu valdi skammt vestan við borgina Aleppo. Árásin kostaði um tuttugu manns lífið, allt almenna borgara. Auk þess eyðilögðust átján flutningabifreiðar frá sýrlenska Rauða hálfmánanum. Í bílunum voru matvæli ætluð íbúum svæðisins, en þar búa tugir þúsunda manna. Meðal hinna látnu var Omar Barakat, yfirmaður sýrlenska Rauða hálfmánans í Aleppo. Bæði sýrlensk og rússnesk stjórnvöld neita að þeirra herlið hafi gert þessa loftárás, en sýrlensku mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights sögðu flest benda til þess að annaðhvort sýrlensk eða rússnesk flugvél hefði gert árásina. Bandarísk stjórnvöld hafa sakað Rússa um að bera endanlega ábyrgð á henni, jafnvel þótt í ljós komi að það hafi verið sýrlenski herinn sem sé hinn seki. Enda hafi Rússar, samkvæmt vopnahléssamkomulaginu sem gert var í byrjun mánaðarins, tekið að sér að hafa hemil á sýrlenska stjórnarhernum meðan vopnahlé stæði yfir. Óljóst er hvort framhald verður á vopnahléinu, sem hófst mánudaginn 12. september og átti að standa í viku hið minnsta. Að lokinni þeirri viku ætluðu Bandaríkjamenn og Rússar að hefja samstarf um árásir á Íslamska ríkið svonefnda, eða Daish-samtökin, og aðra öfgahópa samkvæmt ákvæðum samkomulagsins. Sýrlenski stjórnarherinn hóf loftárásir á uppreisnarmenn að nýju á sunnudaginn, þegar ekki var liðin vika frá því vopnahléið hófst. Daginn áður var gerð loftárás á sýrlenska hermenn. Ljóst þykir að alþjóðaherlið undir forystu Bandaríkjanna hafi gert þá árás, en Bandaríkjaher segist vera að kanna hvað fór úrskeiðis. Meira en sextíu sýrlenskir hermenn létu lífið í þessari árás. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði vopnahléið engu að síður enn í fullu gildi þegar hann í gær hitti Sergei Lavrov, hinn rússneska starfsbróður sinn, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem þá var að hefjast í New York.Fréttin birtist í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira