Innlent

Hjúkrunarfræðingar mótmæla nýju samkomulagi um lífeyriskerfi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Stjórn félags íslenskra hjúrkunarfræðinga mótmælir nýju samkomulagi um breytingar á lífeyriskerfi.
Stjórn félags íslenskra hjúrkunarfræðinga mótmælir nýju samkomulagi um breytingar á lífeyriskerfi. Vísir/Vilhelm
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við samkomulag um breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 

Í tilkynningu frá Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að um sé að ræða breytingar sem séu gerðar án samráðs við félagið og að stjórnin hafi ekki veitt þeim aðilum sem skrifuðu undir samkomulagið umboð til að semja um svo veigamiklar breytingar fyrir hönd félagsmanna. 

„Stjórn Fíh getur að sumu leyti tekið undir þau sjónarmið sem fram koma í samkomulaginu eins og að lífeyriskerfið verði sjálfbært, en telur varasamt að samin séu frá opinberum starfsmönnum réttindi í lífeyrismálum án þess að fyrir liggi nákvæmlega hvað kemur í stað þeirra réttinda,“ segir í tilkynningunni.

Stjórn Landssambands lögreglumanna hefur einnig mótmælt nýju fyrirkomulagi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×