Þýsk yfirvöld hafa leiðrétt tölur yfir fjölda hælisleitenda sem komu til landsins á síðasta ári úr 1,1 milljón manna niður í 890 þúsund.
Innanríkisráðherrann Thomas de Maizière greindi frá þessu á fréttamannafundi fyrr í dag.
Ráðherrann segir að fyrri talan hafi verið of há og er það rakið til þess að margir hælisleitendur hafi verið skráðir á mörgum stöðum, hafi flust til annarra Evrópuríkja eða snúið aftur til heimalanda sinna.
Málefni flóttafólks hafa verið áberandi í Þýskalandi síðustu misserins þar sem margir hafa gagnrýnt Angelu Merkel Þýskalandskanslara fyrir að hleypa svo mörgum flóttamönnum inn í landið.
Þjóðverjar leiðrétta tölur yfir fjölda hælisleitenda
Atli Ísleifsson skrifar
