Vísindaráð almannavarna fundar: Katla virðist vera að ræskja sig Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. september 2016 11:44 Öflug jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu síðastliðinn sólarhring. Nokkrir stórir skjálftar hafa orðið en sá stærsti mældist 3,7. Vísindaráð almannavarna kemur saman í dag til að ræða stöðuna. Fagstjóri jarðvár hjá Veðurstofunni segir virknina óvenjulega, Katla virðist vera að ræskja sig og vísindamenn búi sig undir hræringarnar séu fyrirboði um eitthvað meira. Jarðskjálftahrinan hófst um hádegi í gær og stendur enn. Hún er sú mesta á svæðinu síðan árið 2011. Vísindamenn Veðurstofu Íslands fylgjast vel með Kötlu. „Svona upp úr hádegi í gær þá fór að aukast heilmikið jarðskjálftavirknin í Kötlu. Hún hefur verið mjög öflug bæði í gærkvöldi og í alla nótt. Þessi virkni heldur áfram. Við höfum fengið nokkra skjálfta sem eru stærri en þrír. Sá stærsti 3,7 varð eldsnemma í morgun og þessi virkni hún er öll á svipuðum slóðum svona afmarkað svæði sunnarlega í öskjunni. Það sem við vitum er að þetta er mjög grunn virkni. Hún virðist vera bara alveg í efstu kílómetrunum. Kannski efstu tveimur kílómetrunum,“ segir Kristín Jónsdóttir fagstjóri jarðvár hjá Veðurstofu Íslands.Kristín Jónsdóttir.Vísir„Þetta er óvenju mikil virkni og hún er alveg svona tíföld bakvirkni. Þannig að hún er óvenjuleg svo sannarlega,“ segir Kristín. Vísindaráð almannavarna kemur saman eftir hádegið til að ræða stöðuna. „Það getur vel farið svo að Katla gjósi í framhaldinu og þá myndum við búast við því að sjá merki á mælunum okkar um það þá sjáum við svona titring eða gosóróa sem kemur skýrt fram á jarðskjálftamælunum. Við erum ekki farin að sjá það enn þá en það getur vel farið svo. Við getum líka séð það að það myndi fara að bráðna eitthvað, án þess þó að það yrði gos og við fengjum hlaup, sem að líklegast er að kæmi þá fram í Múlakvísl en við verðum bara dálítið að bíða og sjá hvað gerist núna,“ segir Kristín. Hún segir að áfram verði fylgst náið með stöðunni á svæðinu. „Katla virðist vera að ræskja sig eitthvað núna og við búum okkur undir það að þetta gæti orðið eitthvað meira,“ segir Kristín. Tengdar fréttir Mikið dregið úr jarðskjálftavirkni í Kötlu Tíðni skjálfta í dag sú mesta frá árinu 2011. 29. september 2016 19:41 Stórir skjálftar í Kötlu í nótt Þrír stórir skjálftar mældust í Kötlu í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. september 2016 07:15 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Öflug jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu síðastliðinn sólarhring. Nokkrir stórir skjálftar hafa orðið en sá stærsti mældist 3,7. Vísindaráð almannavarna kemur saman í dag til að ræða stöðuna. Fagstjóri jarðvár hjá Veðurstofunni segir virknina óvenjulega, Katla virðist vera að ræskja sig og vísindamenn búi sig undir hræringarnar séu fyrirboði um eitthvað meira. Jarðskjálftahrinan hófst um hádegi í gær og stendur enn. Hún er sú mesta á svæðinu síðan árið 2011. Vísindamenn Veðurstofu Íslands fylgjast vel með Kötlu. „Svona upp úr hádegi í gær þá fór að aukast heilmikið jarðskjálftavirknin í Kötlu. Hún hefur verið mjög öflug bæði í gærkvöldi og í alla nótt. Þessi virkni heldur áfram. Við höfum fengið nokkra skjálfta sem eru stærri en þrír. Sá stærsti 3,7 varð eldsnemma í morgun og þessi virkni hún er öll á svipuðum slóðum svona afmarkað svæði sunnarlega í öskjunni. Það sem við vitum er að þetta er mjög grunn virkni. Hún virðist vera bara alveg í efstu kílómetrunum. Kannski efstu tveimur kílómetrunum,“ segir Kristín Jónsdóttir fagstjóri jarðvár hjá Veðurstofu Íslands.Kristín Jónsdóttir.Vísir„Þetta er óvenju mikil virkni og hún er alveg svona tíföld bakvirkni. Þannig að hún er óvenjuleg svo sannarlega,“ segir Kristín. Vísindaráð almannavarna kemur saman eftir hádegið til að ræða stöðuna. „Það getur vel farið svo að Katla gjósi í framhaldinu og þá myndum við búast við því að sjá merki á mælunum okkar um það þá sjáum við svona titring eða gosóróa sem kemur skýrt fram á jarðskjálftamælunum. Við erum ekki farin að sjá það enn þá en það getur vel farið svo. Við getum líka séð það að það myndi fara að bráðna eitthvað, án þess þó að það yrði gos og við fengjum hlaup, sem að líklegast er að kæmi þá fram í Múlakvísl en við verðum bara dálítið að bíða og sjá hvað gerist núna,“ segir Kristín. Hún segir að áfram verði fylgst náið með stöðunni á svæðinu. „Katla virðist vera að ræskja sig eitthvað núna og við búum okkur undir það að þetta gæti orðið eitthvað meira,“ segir Kristín.
Tengdar fréttir Mikið dregið úr jarðskjálftavirkni í Kötlu Tíðni skjálfta í dag sú mesta frá árinu 2011. 29. september 2016 19:41 Stórir skjálftar í Kötlu í nótt Þrír stórir skjálftar mældust í Kötlu í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. september 2016 07:15 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Mikið dregið úr jarðskjálftavirkni í Kötlu Tíðni skjálfta í dag sú mesta frá árinu 2011. 29. september 2016 19:41
Stórir skjálftar í Kötlu í nótt Þrír stórir skjálftar mældust í Kötlu í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. september 2016 07:15