Finnar í viðræðum við eina aðra þjóð: „Fundurinn með Íslandi mjög áhugaverður“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. september 2016 09:00 Strákarnir okkar vilja spila í Helsinki. vísir/bára dröfn Finnska körfuboltasambandið er í viðræðum við eina aðra þjóð fyrir utan Ísland er varðar samstarf við Finnana á EM 2017 í körfubolta, en einn riðilinn verður spilaður í Helsinki. Mótið hefst 30. ágúst á næsta ári og verður Ísland þar á meðal þátttökuþjóða annað Evrópumótið í röð. Eins og Vísir hefur greint frá vill Körfuknattleikssamband Íslands að strákarnir okkar spili í Helsinki því það telur sig geta komið með 2.000-3.000 stuðningsmenn til Finnlands. Ekki síst vegna þess að 2. september, sama dag og Ísland spilar annan leik sinn í riðlinum, á íslenska karlalandsliðið í fótboltaleik gegn Finnum í undankeppni HM 2018 í Tampere sem er í tveggja klukkustunda fjarlægð frá Helsinki.KKÍ telur sig geta komið með 2-3 þúsund stuðningsmenn til Helsinki.vísir/bára dröfnLítur vel út Forsvarsmenn KKÍ funduðu með finnska körfuboltasambandinu á mánudaginn en eftir fundinn sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, við vísi að hann væri jákvæður fyrir góðri niðurstöðu og að hann telur Ísland vera kost númer eitt hjá Finnunum. „Ég má ekki segja of mikið en við erum í viðræðum og þetta lítur vel út. Við erum ekkert búnir að ákveða. Það eru aðrir kostir í stöðunni en fundurinn gekk mjög vel og var mjög áhugaverður,“ segir Ari Tammivaara, viðburðastjóri finnska körfuboltasambandsins, í samtali við Vísi í morgun. Hann er einn af þeim sem tekur endanlega ákvörðun en hún þarf að liggja fyrir 21. október. Tammivaara staðfestir við Vísi að Finnar eru aðeins í viðræðum við eina þjóð fyrir utan Ísland og eru möguleikar KKÍ því ágætir á að komast í samstarf við Finnana. Það getur skipt íslenska liðið miklu máli, ekki bara upp á stuðning heldur getur samstarfsaðili gestgjafa haft áhrif á ýmsa hluti er varðar skipulagningu mótsins.Finnar eru í viðræðum við eina aðra þjóð.vísir/bára dröfnKörfuboltafagnaður Tammivaara er sjálfur mjög hrifinn af því að fá Ísland til liðs við Finnland í Helsinki. Hugmynd KKÍ um svokallað „Fan Zone“ sem íslenska sambandinu fannst vanta í Berlín fyrir ári síðan er eitthvað sem honum líst vel á. „Ísland er með lista af hugmyndum sem eru margar góðar. Þeir vilja til dæmis byggja upp svona Fan Zone eins og við gerðum með Frökkunum í Lille í fyrra,“ segir Tammivaara. „Það væri alveg frábært því ég tel að finnskir og íslenskir stuðningsmenn gætu verið alveg frábærir saman og virkilega notið körfuboltahátíðarinnar, en ekki bara farið að sjá sín lið.“ „Hvorki Finnar né Íslendingar eru þekktir sem einhverjar bullur. Þetta yrði bara fallegur körfuboltafagnaður og því áhugaverður vinkill hjá íslenska sambandinu. Við viljum meira en bara samstarf, við viljum geta glaðst saman með þeim sem við verðum í samstarfi við,“ segir Ari Tammivaara. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ísland í neðsta styrkleikaflokki Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. 22. september 2016 14:06 Ísland kemur til greina sem félagi Finnlands á EM og spilar þá í Helsinki KKÍ fundar með finnska körfuboltasambandinu í næstu viku en mikilvægt er fyrir íslenska sambandið að ná samningum. 20. september 2016 14:02 Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Formaður Körfuknattleikssambands Íslands er bjartsýnn eftir fund með finnska sambandinu í Helsinki í dag. 27. september 2016 12:30 Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
Finnska körfuboltasambandið er í viðræðum við eina aðra þjóð fyrir utan Ísland er varðar samstarf við Finnana á EM 2017 í körfubolta, en einn riðilinn verður spilaður í Helsinki. Mótið hefst 30. ágúst á næsta ári og verður Ísland þar á meðal þátttökuþjóða annað Evrópumótið í röð. Eins og Vísir hefur greint frá vill Körfuknattleikssamband Íslands að strákarnir okkar spili í Helsinki því það telur sig geta komið með 2.000-3.000 stuðningsmenn til Finnlands. Ekki síst vegna þess að 2. september, sama dag og Ísland spilar annan leik sinn í riðlinum, á íslenska karlalandsliðið í fótboltaleik gegn Finnum í undankeppni HM 2018 í Tampere sem er í tveggja klukkustunda fjarlægð frá Helsinki.KKÍ telur sig geta komið með 2-3 þúsund stuðningsmenn til Helsinki.vísir/bára dröfnLítur vel út Forsvarsmenn KKÍ funduðu með finnska körfuboltasambandinu á mánudaginn en eftir fundinn sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, við vísi að hann væri jákvæður fyrir góðri niðurstöðu og að hann telur Ísland vera kost númer eitt hjá Finnunum. „Ég má ekki segja of mikið en við erum í viðræðum og þetta lítur vel út. Við erum ekkert búnir að ákveða. Það eru aðrir kostir í stöðunni en fundurinn gekk mjög vel og var mjög áhugaverður,“ segir Ari Tammivaara, viðburðastjóri finnska körfuboltasambandsins, í samtali við Vísi í morgun. Hann er einn af þeim sem tekur endanlega ákvörðun en hún þarf að liggja fyrir 21. október. Tammivaara staðfestir við Vísi að Finnar eru aðeins í viðræðum við eina þjóð fyrir utan Ísland og eru möguleikar KKÍ því ágætir á að komast í samstarf við Finnana. Það getur skipt íslenska liðið miklu máli, ekki bara upp á stuðning heldur getur samstarfsaðili gestgjafa haft áhrif á ýmsa hluti er varðar skipulagningu mótsins.Finnar eru í viðræðum við eina aðra þjóð.vísir/bára dröfnKörfuboltafagnaður Tammivaara er sjálfur mjög hrifinn af því að fá Ísland til liðs við Finnland í Helsinki. Hugmynd KKÍ um svokallað „Fan Zone“ sem íslenska sambandinu fannst vanta í Berlín fyrir ári síðan er eitthvað sem honum líst vel á. „Ísland er með lista af hugmyndum sem eru margar góðar. Þeir vilja til dæmis byggja upp svona Fan Zone eins og við gerðum með Frökkunum í Lille í fyrra,“ segir Tammivaara. „Það væri alveg frábært því ég tel að finnskir og íslenskir stuðningsmenn gætu verið alveg frábærir saman og virkilega notið körfuboltahátíðarinnar, en ekki bara farið að sjá sín lið.“ „Hvorki Finnar né Íslendingar eru þekktir sem einhverjar bullur. Þetta yrði bara fallegur körfuboltafagnaður og því áhugaverður vinkill hjá íslenska sambandinu. Við viljum meira en bara samstarf, við viljum geta glaðst saman með þeim sem við verðum í samstarfi við,“ segir Ari Tammivaara.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ísland í neðsta styrkleikaflokki Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. 22. september 2016 14:06 Ísland kemur til greina sem félagi Finnlands á EM og spilar þá í Helsinki KKÍ fundar með finnska körfuboltasambandinu í næstu viku en mikilvægt er fyrir íslenska sambandið að ná samningum. 20. september 2016 14:02 Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Formaður Körfuknattleikssambands Íslands er bjartsýnn eftir fund með finnska sambandinu í Helsinki í dag. 27. september 2016 12:30 Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
Ísland í neðsta styrkleikaflokki Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. 22. september 2016 14:06
Ísland kemur til greina sem félagi Finnlands á EM og spilar þá í Helsinki KKÍ fundar með finnska körfuboltasambandinu í næstu viku en mikilvægt er fyrir íslenska sambandið að ná samningum. 20. september 2016 14:02
Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Formaður Körfuknattleikssambands Íslands er bjartsýnn eftir fund með finnska sambandinu í Helsinki í dag. 27. september 2016 12:30