Öryrkjar ósáttir við „stærstu kerfisbreytingu í áratugi“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. október 2016 21:13 Formaður Öryrkjabandalagsins gagnrýnir þær breytingar sem ríkisstjórnin ætlar gera á almannatryggingakerfinu og segir að þær muni ekki gagnast sínum félagsmönnum. Tekjur öryrkja muni áfram skerðast krónu á móti krónu. Félagsmálaráðherra segir þetta hins vegar eina mestu breytingu á almannatryggingakerfinu í áratugi. Ríkisstjórnin ákvað í gær að leggja til breytingar sem bæta eigi kjör aldraðra og öryrkja en með breytingunum hækkar framfærsluviðmið þeirra upp í 300 þúsund krónur á mánuði. „Þetta þýðir veruleg kjarabót til lífeyrisþega. VIð erum að ná í gegn umfangsmestu breytingar á almannatryggingakerfinu áratugum saman,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Formaður Öryrkjabandlagsins segir að tíðindin hafi glatt hana í fyrstu. „En síðar þá fékk ég þær upplýsingar að þessi hækkun eigi að eiga sér stað innan bótaflokks sem heitir sérstök framfærsluuppbót og það er alls ekki gott. Sú ákvörðun er í hrópandi ósamræmi við það sem þessi ríkisstjórn hefur talað fyrir, það er starfsgetumatið,“ segir Ellen Calmon.Enginn ávinningur af hlutastörfum Ellen segir að fyrstu tekjur einskalinga sem eru með sérstaka framfærsluuppbót komi til með að skerðist krónu fyrir krónu og sé ríkisstjórnin að fest það fyrirkomulag í sessi með þessu frumvarpi. „Örorkulífeyrisþegar hafa engan ávinning af því að vinna hlutastörf sem eru kannski fyrir 20 til 40 þúsund krónur á mánuði.“ Ekki náðist samstaða innan velferðanefndar varðandi breytingar á örorkulífeyri einstaklinga og segir félagsmálaráðherra að Öryrkjabandalagið hafi laggst gegn þeim tillögum sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnarflokkarnir hafi lagt til. „Það eru hinsvegar tillögur sem við vonandi getum kynnt á næstunni sem snúa að sambærilegri kerfisbreytingu fyrir öryrkja þar sem við erum að tala um verulega fjármuni til þeirra. Við erum hins vegar bara með þetta kerfi. Vegna þeirrar ósamstöðu sem var til staðar að þá förum við inn í núverandi kerfi og reynum að koma til móts við þessa kröfu um 300 þúsund kallinn gagnvart þeim sem hafa alldra minnst,“ segir Eygló og bætir við að hún sé bjartsýn á að þetta frumvarp nái fram að ganga fyrir þinglok. Formaður Öryrkjabandalagsins segir ríkisstjórnina enn hafa tíma til að gera breytingar á frumvarpinu og tryggja lágmarks framfærsluuppbót. „Ég verð að halda í vonina, þingi hefir ekki verið slysið og ég mæli með því að ríkisstjórnin endurskoði þessa ráðstöfun og setji hana frekar inn í tekjutryggingu eða grunnlífeyri. Þá mun hún nýtast öllum örorkulífeyrisþegum því það þarf svo sannarlega að hækka alla örorkulífeyrisþega upp í að minnsta kosti 300.000 krónur, það eru lágmarkslaun.“ Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Formaður Öryrkjabandalagsins gagnrýnir þær breytingar sem ríkisstjórnin ætlar gera á almannatryggingakerfinu og segir að þær muni ekki gagnast sínum félagsmönnum. Tekjur öryrkja muni áfram skerðast krónu á móti krónu. Félagsmálaráðherra segir þetta hins vegar eina mestu breytingu á almannatryggingakerfinu í áratugi. Ríkisstjórnin ákvað í gær að leggja til breytingar sem bæta eigi kjör aldraðra og öryrkja en með breytingunum hækkar framfærsluviðmið þeirra upp í 300 þúsund krónur á mánuði. „Þetta þýðir veruleg kjarabót til lífeyrisþega. VIð erum að ná í gegn umfangsmestu breytingar á almannatryggingakerfinu áratugum saman,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Formaður Öryrkjabandlagsins segir að tíðindin hafi glatt hana í fyrstu. „En síðar þá fékk ég þær upplýsingar að þessi hækkun eigi að eiga sér stað innan bótaflokks sem heitir sérstök framfærsluuppbót og það er alls ekki gott. Sú ákvörðun er í hrópandi ósamræmi við það sem þessi ríkisstjórn hefur talað fyrir, það er starfsgetumatið,“ segir Ellen Calmon.Enginn ávinningur af hlutastörfum Ellen segir að fyrstu tekjur einskalinga sem eru með sérstaka framfærsluuppbót komi til með að skerðist krónu fyrir krónu og sé ríkisstjórnin að fest það fyrirkomulag í sessi með þessu frumvarpi. „Örorkulífeyrisþegar hafa engan ávinning af því að vinna hlutastörf sem eru kannski fyrir 20 til 40 þúsund krónur á mánuði.“ Ekki náðist samstaða innan velferðanefndar varðandi breytingar á örorkulífeyri einstaklinga og segir félagsmálaráðherra að Öryrkjabandalagið hafi laggst gegn þeim tillögum sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnarflokkarnir hafi lagt til. „Það eru hinsvegar tillögur sem við vonandi getum kynnt á næstunni sem snúa að sambærilegri kerfisbreytingu fyrir öryrkja þar sem við erum að tala um verulega fjármuni til þeirra. Við erum hins vegar bara með þetta kerfi. Vegna þeirrar ósamstöðu sem var til staðar að þá förum við inn í núverandi kerfi og reynum að koma til móts við þessa kröfu um 300 þúsund kallinn gagnvart þeim sem hafa alldra minnst,“ segir Eygló og bætir við að hún sé bjartsýn á að þetta frumvarp nái fram að ganga fyrir þinglok. Formaður Öryrkjabandalagsins segir ríkisstjórnina enn hafa tíma til að gera breytingar á frumvarpinu og tryggja lágmarks framfærsluuppbót. „Ég verð að halda í vonina, þingi hefir ekki verið slysið og ég mæli með því að ríkisstjórnin endurskoði þessa ráðstöfun og setji hana frekar inn í tekjutryggingu eða grunnlífeyri. Þá mun hún nýtast öllum örorkulífeyrisþegum því það þarf svo sannarlega að hækka alla örorkulífeyrisþega upp í að minnsta kosti 300.000 krónur, það eru lágmarkslaun.“
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira