Lægri vextir – stærsta kjarabótin Þorsteinn Víglundsson skrifar 8. október 2016 16:44 Í vikunni tók ég þátt í fyrstu kappræðunum á mínum pólitíska ferli. Það var skemmtileg reynsla. Ég undirbjó mig eins og ég væri að fara í munnlegt próf, en gerðist að sögn konunnar minnar sekur um tískumistök í skyrtuvali. Fyrir lífið í landinu á næstu áratugum skiptir mestu máli að hér verði samkeppnishæf lífskjör fyrir fólk sem fætt er á síðustu árum 20 aldar. Þessi hópur ungra heimsborgara mun ekki láta bjóða sér að borga íbúðirnar sínar þrisvar vegna ofurvaxtanna sem hér eru í boði. Ástæða þessarar lífskjaraskekkju milli Íslands og annarra Norðurlanda, til dæmis, er hin sveiflukennda og óstöðuga íslenska króna.90 þúsund króna launahækkun Í þættinum ræddi ég meðal annars hugmyndir okkar í Viðreisn um að festa gengi krónunnar með svonefndu myntráði til að lækka hér vexti og skapa stöðugt gengi. Það er ekki ásættanlegt hversu miklu hærri vextir eru hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Ef okkur tækist að helminga núverandi vaxtamun samsvarar það 500 þúsund króna lækkun á vaxtabyrði fyrir fjölskyldu með dæmigert 20 milljóna króna húsnæðislán. Það samsvarar um 90 þúsund króna launahækkun á mánuði. Vaxtalækkun er því ein mesta kjarabót heimilanna. Umræðan um leið okkar í Viðreisn til að lækka vexti er vissulega nokkuð tæknileg og flókin á köflum. Í einföldu máli er hér hins vegar um að ræða leið sem Seðlabankinn telur raunhæfa og fjöldi annarra landa hefur stuðst við með góðum árangri. Það er miður að flestir aðrir stjórnmálaflokkar hafa ákaflega óljósa stefnu, ef þá nokkra, í því hvernig hér sé hægt að bjóða upp á sambærilega vexti og nágrannalönd okkar. Bæði þau Lilja og Smári settu fram ágæta gagnrýni á hugmyndir okkar. Lilja telur farsælast að halda áfram á sömu leið með háa vexti og sveiflukennt gengi, Smári taldi leið Króatíu farsælli en þá sem við boðum. Auðvitað er engin lausn í peningamálum gallalaus. Hvað myntráð varðar skiptir mestu að hagstjórn okkar sé nægjanlega traust og styðji við fastgengisstefnuna. Það á endanum skapar þann trúverðugleika sem er nauðsynlegt skilyrði stöðugleika til lengri tíma.Óbreytt ástand ekki í boði Það gefur auga leið að svo róttæk breyting á peningastefnu okkar yrði ekki gerð án vandlegs undirbúnings og nokkurs aðdraganda. Um þetta fyrirkomulag þyrfti líka að ríkja víðtæk sátt bæði meðal þingmanna en ekki síður meðal aðila vinnumarkaðar. Núverandi fyrirkomulag hefur ekki reynst okkur vel. Krónan hefur alla tíð verið afar óstöðugur gjaldmiðill. Þessi óstöðugleiki hefur valdið verðbólgu sem hér er mun hærri að jafnaði en í nágrannalöndum okkar, vextir sömuleiðis og ekkert sem bendir til þess að þessi mikli sveigjanleiki hafi skilað okkur neinum sérstökum ávinningi en kostnaðurinn er óumdeilanlegur. Það á að gera þá kröfu til stjórnmálanna að þau leggi fram raunhæfar lausnir um það hvernig við gerum lífskjör hér samkeppnisfær við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar. Til þess höfum við alla burði. Viðreisn hefur lagt fram heildstæða sýn á framtíðarskipan peningamála hér, sem skilað gæti okkur mun lægra vaxtastigi og stöðugu gengi og minnkað til muna líkurnar á því að unga fólkið, börnin okkar, velji sér annað land til búsetu í framtíðinni. Þetta er risavaxið hagsmunamál fyrir bæði fyrirtæki og heimili. Stjórnmálaflokkar sem gagnrýna og hafna þessari lausn verða að sýna fram á að þeir hafi eitthvað betra fram að færa. Óbreytt ástand er ekki ásættanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í vikunni tók ég þátt í fyrstu kappræðunum á mínum pólitíska ferli. Það var skemmtileg reynsla. Ég undirbjó mig eins og ég væri að fara í munnlegt próf, en gerðist að sögn konunnar minnar sekur um tískumistök í skyrtuvali. Fyrir lífið í landinu á næstu áratugum skiptir mestu máli að hér verði samkeppnishæf lífskjör fyrir fólk sem fætt er á síðustu árum 20 aldar. Þessi hópur ungra heimsborgara mun ekki láta bjóða sér að borga íbúðirnar sínar þrisvar vegna ofurvaxtanna sem hér eru í boði. Ástæða þessarar lífskjaraskekkju milli Íslands og annarra Norðurlanda, til dæmis, er hin sveiflukennda og óstöðuga íslenska króna.90 þúsund króna launahækkun Í þættinum ræddi ég meðal annars hugmyndir okkar í Viðreisn um að festa gengi krónunnar með svonefndu myntráði til að lækka hér vexti og skapa stöðugt gengi. Það er ekki ásættanlegt hversu miklu hærri vextir eru hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Ef okkur tækist að helminga núverandi vaxtamun samsvarar það 500 þúsund króna lækkun á vaxtabyrði fyrir fjölskyldu með dæmigert 20 milljóna króna húsnæðislán. Það samsvarar um 90 þúsund króna launahækkun á mánuði. Vaxtalækkun er því ein mesta kjarabót heimilanna. Umræðan um leið okkar í Viðreisn til að lækka vexti er vissulega nokkuð tæknileg og flókin á köflum. Í einföldu máli er hér hins vegar um að ræða leið sem Seðlabankinn telur raunhæfa og fjöldi annarra landa hefur stuðst við með góðum árangri. Það er miður að flestir aðrir stjórnmálaflokkar hafa ákaflega óljósa stefnu, ef þá nokkra, í því hvernig hér sé hægt að bjóða upp á sambærilega vexti og nágrannalönd okkar. Bæði þau Lilja og Smári settu fram ágæta gagnrýni á hugmyndir okkar. Lilja telur farsælast að halda áfram á sömu leið með háa vexti og sveiflukennt gengi, Smári taldi leið Króatíu farsælli en þá sem við boðum. Auðvitað er engin lausn í peningamálum gallalaus. Hvað myntráð varðar skiptir mestu að hagstjórn okkar sé nægjanlega traust og styðji við fastgengisstefnuna. Það á endanum skapar þann trúverðugleika sem er nauðsynlegt skilyrði stöðugleika til lengri tíma.Óbreytt ástand ekki í boði Það gefur auga leið að svo róttæk breyting á peningastefnu okkar yrði ekki gerð án vandlegs undirbúnings og nokkurs aðdraganda. Um þetta fyrirkomulag þyrfti líka að ríkja víðtæk sátt bæði meðal þingmanna en ekki síður meðal aðila vinnumarkaðar. Núverandi fyrirkomulag hefur ekki reynst okkur vel. Krónan hefur alla tíð verið afar óstöðugur gjaldmiðill. Þessi óstöðugleiki hefur valdið verðbólgu sem hér er mun hærri að jafnaði en í nágrannalöndum okkar, vextir sömuleiðis og ekkert sem bendir til þess að þessi mikli sveigjanleiki hafi skilað okkur neinum sérstökum ávinningi en kostnaðurinn er óumdeilanlegur. Það á að gera þá kröfu til stjórnmálanna að þau leggi fram raunhæfar lausnir um það hvernig við gerum lífskjör hér samkeppnisfær við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar. Til þess höfum við alla burði. Viðreisn hefur lagt fram heildstæða sýn á framtíðarskipan peningamála hér, sem skilað gæti okkur mun lægra vaxtastigi og stöðugu gengi og minnkað til muna líkurnar á því að unga fólkið, börnin okkar, velji sér annað land til búsetu í framtíðinni. Þetta er risavaxið hagsmunamál fyrir bæði fyrirtæki og heimili. Stjórnmálaflokkar sem gagnrýna og hafna þessari lausn verða að sýna fram á að þeir hafi eitthvað betra fram að færa. Óbreytt ástand er ekki ásættanlegt.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun