Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. október 2016 14:05 Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. vísir/daníel Lögreglumenn á Norðurlandi vestra hafa lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. Mikill niðurskurður hafi leitt til þess að þeir geti ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Lögreglumenn í umdæminu funduðu vegna málsins í fyrradag. Pétur Björnsson, formaður Lögreglufélags Norðurlands vestra, segir að hvorki sé hægt að tryggja öryggi lögreglumanna né almennings líkt og staðan sé nú. Stundum sé einungis einn lögreglumaður á vakt í öllu umdæminu. „Það eru greinilega ekki miklir peningar í spilinu þannig að ef það eru frí eða veikindi hjá mönnum þá er ekkert kallað inn menn í staðinn. Það er stundum bara einn á vakt, annað hvort á Blönduósi eða Sauðárkróki fyrir allt umdæmi. Þú tryggir ekkert öryggi í þannig stöðu,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Pétur segir að lögreglumenn eigi erfitt með að bregðast við innan eðlilegs útkallstíma. Það hafi ítrekað gerst að lögreglumenn séu einir á öllu löggæslusvæðinu og hafi ekki aðra lögreglumenn til að leita til. Pétur segir þetta óviðunandi en að fjárhagsstaða embættisins geri það að verkum að ekki sé hægt að kalla fleiri til. „Sem dæmi eru núna fram undan námskeið hjá lögreglumönnum sem haldin eru í Reykjavík. Vegna fjárhagsstöðu embættisins eru menn settir á námskeiðið á þeim tíma sem þeir eiga að vera að vinna svo embættið þurfi ekki að borga yfirvinnu. Þar af leiðandi er látið vanta á vaktirnar,” segir Pétur, en lögreglumenn á Norðurlandi vestra hafa farið fram á að íbúum verði kynnt hvernig staðan er. Í ágúst síðastliðnum fór bíll í höfnina á Hvammstanga, með þeim afleiðingum að hálfsextugur maður lést. Lögreglumenn voru þá tvær klukkustundir á staðinn. Tengdar fréttir Tók lögreglumenn tvo tíma að komast til drukknandi manns Byggðaráð Húnaþings er afar ósátt við að lögregla hafi verið tvær klukkustundir á staðinn er maður drukknaði í bíl í höfninni á Hvammstanga. Lögreglan var á skotæfingu nærri Sauðárkróki. Húnvetningar áfellast ekki lögreglum 2. september 2016 07:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Lögreglumenn á Norðurlandi vestra hafa lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. Mikill niðurskurður hafi leitt til þess að þeir geti ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Lögreglumenn í umdæminu funduðu vegna málsins í fyrradag. Pétur Björnsson, formaður Lögreglufélags Norðurlands vestra, segir að hvorki sé hægt að tryggja öryggi lögreglumanna né almennings líkt og staðan sé nú. Stundum sé einungis einn lögreglumaður á vakt í öllu umdæminu. „Það eru greinilega ekki miklir peningar í spilinu þannig að ef það eru frí eða veikindi hjá mönnum þá er ekkert kallað inn menn í staðinn. Það er stundum bara einn á vakt, annað hvort á Blönduósi eða Sauðárkróki fyrir allt umdæmi. Þú tryggir ekkert öryggi í þannig stöðu,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Pétur segir að lögreglumenn eigi erfitt með að bregðast við innan eðlilegs útkallstíma. Það hafi ítrekað gerst að lögreglumenn séu einir á öllu löggæslusvæðinu og hafi ekki aðra lögreglumenn til að leita til. Pétur segir þetta óviðunandi en að fjárhagsstaða embættisins geri það að verkum að ekki sé hægt að kalla fleiri til. „Sem dæmi eru núna fram undan námskeið hjá lögreglumönnum sem haldin eru í Reykjavík. Vegna fjárhagsstöðu embættisins eru menn settir á námskeiðið á þeim tíma sem þeir eiga að vera að vinna svo embættið þurfi ekki að borga yfirvinnu. Þar af leiðandi er látið vanta á vaktirnar,” segir Pétur, en lögreglumenn á Norðurlandi vestra hafa farið fram á að íbúum verði kynnt hvernig staðan er. Í ágúst síðastliðnum fór bíll í höfnina á Hvammstanga, með þeim afleiðingum að hálfsextugur maður lést. Lögreglumenn voru þá tvær klukkustundir á staðinn.
Tengdar fréttir Tók lögreglumenn tvo tíma að komast til drukknandi manns Byggðaráð Húnaþings er afar ósátt við að lögregla hafi verið tvær klukkustundir á staðinn er maður drukknaði í bíl í höfninni á Hvammstanga. Lögreglan var á skotæfingu nærri Sauðárkróki. Húnvetningar áfellast ekki lögreglum 2. september 2016 07:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Tók lögreglumenn tvo tíma að komast til drukknandi manns Byggðaráð Húnaþings er afar ósátt við að lögregla hafi verið tvær klukkustundir á staðinn er maður drukknaði í bíl í höfninni á Hvammstanga. Lögreglan var á skotæfingu nærri Sauðárkróki. Húnvetningar áfellast ekki lögreglum 2. september 2016 07:00