Erlent

Fjórir látnir í Bandaríkjunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Minnst fjórir eru látnir í Bandaríkjunum vegna fellibylsins Matthew. Dregið hefur úr krafti fellibylsins og er hann nú skilgreindur sem annars stigs fellibylur en íbúar óttast þó enn flóð vegna rigninga og hárrar sjávarstöðu. Minnst milljón manns eru án rafmagns í Flórída.

Meira en 800 eru látnir á Haítí.

Meðal hinna látnu í Bandaríkjunum er kona sem lést í Flórída þegar tré féll á hjólhýsi hennar. Gífurlega margir hafa yfirgefið strandlengjuna þar sem fellibylurinn er skammt frá strönd Flórída. Margir bæir eru nánast tómir og minna á draugabæi.

Veðurfræðingar hafa átt í erfiðleikum með að átta sig á hegðun Matthew og er ekki víst hvort að hann muni ná landi eða halda norður með austurströnd Bandaríkjanna. Því hefur einnig verið spáð að hann muni fara í hring og aftur til Bahamaeyja.

Ríkisstjóri Flórída sagði í kvöld að eftirköst fellibylsins muni vera langvarandi. Flóð gætu mögulega staðið yfir í einhverja daga.

Flogið inn í miðju Matthew. Víða er rafmangslaust. Frá Jacksonville í Flórída

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×