Innlent

Hafa miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Lögreglufélag Norðurlands vestra hefur lýst yfir „miklum áhyggjum vegna stöðu löggæslumála“ á svæðinu. Í ályktun frá félaginu segir að mannfæð, mikill niðurskurður og önnur utanaðkomandi áhrif séu þess valdandi að lögregluþjónar telji sig ekki geta brugðist við innan eðlilegs útkalltíma.

„Ítrekað hefur það gerst að lögreglumenn eru einir á öllu löggæslusvæðinu það er að segja á öllu Norðurlandi vestra og hafi ekki aðra lögreglumenn að leita til. Þetta hefur margítrekað gerst og er engan veginn viðurnandi.“

Enn fremur segir að metnaður lögregluþjóna hnígi í aðra átt sem og ábyrgð gagnvart íbúum svæðisins. Meðlimir félagsins telja rétt að íbúum svæðisins sé kynnt hvernig staðan er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×