Innlent

Noregur og Ísland senda mann með skerta greind á milli

Þorgeir Helgason skrifar
Gistiskýli hælisleitanda við Bæjarhraun í Hafnarfirði.
Gistiskýli hælisleitanda við Bæjarhraun í Hafnarfirði. vísir/stefán
Hælisleitandi sem Útlendingastofnun sendi á miðvikudag til Noregs var kominn aftur til Íslands um kvöldið.

Toshiki Toma, prestur innflytjenda, segir manninn, sem er 24 ára og frá Norður-Afríku, hafa þroska á við lítið barn.

„Hann á erfitt með að skilja og er oft eins og lítið barn. Það þarf að passa vel upp á hann,“ segir Toshiki aðspurður um hagi hælisleitandans sem sendi Toshiki þessi skilaboð á miðvikudagskvöld: „Hæ, Toma. Noregur sendi mig aftur til Íslands. Ég er mjög glaður!“

Þegar Fréttablaðið leitaði svara hjá Útlendingastofnun þekktu starfsmenn þar ekki nýjustu þróun í málinu. Samkvæmt svörum stofnunarinnar eru hælisleitendur sendir úr landi ef beiðni þeirra er hafnað eða ef þeir draga hana til baka.

Hælisleitandinn mun hafa búið í fjögur ár í Noregi við erfiðan kost er hann kom til Íslands í fyrrasumar. Nú, rúmu ári síðar, í kjölfar þess að máli hans var lokið fyrir íslenskum stjórnvöldum, var honum vísað úr landi.

Manninum var fylgt úr landi af stoðdeild embættis ríkislögreglustjóra sem annast framkvæmd slíkra mála.

Hælisleitandinn dvelur núna í gistiskýli Útlendingastofnunar við Bæjarhraun í Hafnarfirði. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×