Erlent

Sætir rannsókn vegna gruns um peningaþvætti

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Formaður Svíþjóðardemókrata, Jimmy Åkesson, segist ekki bera ábyrgð á ráðningu Putilovs.
Formaður Svíþjóðardemókrata, Jimmy Åkesson, segist ekki bera ábyrgð á ráðningu Putilovs. NORDICPHOTOS/AFP
Fyrrverandi starfsmaður Svíþjóðardemókrata, sem kallar sig Egor Putilov, mun sæta rannsókn vegna gruns um peningaþvætti. Fasteignaviðskipti hans við dæmdan rússneskan kaupsýslumann hafa verið kærð til efnahagsbrotadeildar sænsku lögreglunnar.

Putilov, sem gengið hefur undið fimm nöfnum en heitir í raun Alexander Fridback, keypti einbýlishús af Rússanum og seldi það síðan fyrir nær tvöfalt hærra verð. Grunur leikur á að um lið í peningaþvætti hafi verið að ræða. Rússneski kaupsýslumaðurinn, sem afplánar nú fangelsisdóm, er sagður tengjast rússneskum yfirvöldum.

Samkvæmt frétt sænska ríkisútvarpsins töldu ýmsir sérfræðingar í öryggismálum að ógn stafaði af Putilov þegar í ljós kom að hann var í tengslum við rússneska kaupsýslumanninn. Putilov sagði í kjölfarið starfi sínu lausu hjá Svíþjóðardemókrötum en hann hafði haft aðgang að þinginu vegna starfa sinna fyrir flokkinn.

Í tölvupósti til Aftonbladet kveðst Putilov fagna rannsókninni. Hún muni leiða í ljós sakleysi hans.

Putilov er af rússnesku bergi brotinn og skrifaði umræðugreinar undir ýmsum nöfnum á meðan hann starfaði á skrifstofu Svíþjóðardemókrata. Hann hefur jafnframt starfað sem lausa maður í blaðamennsku og fyrir sænsku útlendingastofnunina. Putilov kveðst hafa notað mismunandi nöfn af öryggisástæðum.

Jimmy Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, kveðst ekki bera ábyrgð á ráðningu Putilovs.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir

Írar vilja að landamærin verði opin áfram

Írska ríkisstjórnin hyggst fara fram á samningaviðræður við Evrópusambandið um að landamærunum að Norður-Írlandi verði áfram haldið opnum eftir að Bretland hefur formlega yfirgefið Evrópusambandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×