Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Fellibylurinn Matthew æðir nú í átt að ströndum Flórída og skilur eftir sig slóð eyðileggingar - milljónum manna hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en þar verður rætt við Íslendinga í Flórída sem búa sig undir hið versta. 

Í kvöldfréttum verður jafnframt fjallað um dóm Hæstaréttar í stóra markaðsmisnotkunarmálinu. Í dómi Hæstaréttar segir að brotin í málinu séu með þeim alvarlegustu sem dæmi eru um í íslenskri dómaframkvæmd varðandi efnahagsbrot.

Þá verður rætt við fyrrverandi aðalsamningamann bandaríska utanríkisráðuneytisins um brottför varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli en hann segir að illa hafi verið staðið að brottförinni og að Bandaríkjamenn hafi sýnt íslenskum stjórnvöldum mikla ónærgætni.

Í fréttum verður einnig fjallað um undarlegt mál á Alþingi en nokkrum þingkonum hefur borist tölvupóstur þar sem þeim er boðið að taka þátt í hópkynlífi næstkomandi helgi þegar Hringborg norðursins stendur yfir.

Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×