Októberspá Siggu Kling – Hrútur: Slepptu aðeins tökunum, þá ferðu með straumnum í rétta átt 7. október 2016 09:00 Elsku hjartans Hrúturinn minn. Þú ert gæddur þeim dásamlegu eiginleikum að aðstoða aðra til að ná þeim árangri sem þeir þurfa. Það eru merkilegir tímar hjá þér framundan, sem gefa þér allt önnur spil á höndina en þú hefur verið með. Þér finnst kannski leiðinlegt að einhverjar aðstæður eru að lokast eða breytast en allt er þetta undirbúið af júníversinu svo þú fáir betri tíma. Þú hefur verið að ráðast í verkefni eða skoða nýja hluti sem veita þér hugrekki og gleði yfir lífinu. Þú setur oft of mikla orku í að sinna störfum þínum jafnvel of vel, slepptu aðeins tökunum, þá ferðu með straumnum í rétta átt. Það er nýtt fólk að banka upp á hjá þér, gefðu því fólki séns. Ekki dæma fyrirfram, orðið fordómar þýðir að maður dæmir eitthvað fyrirfram, sem maður veit ekkert um. Þú munt gefa þér góðan tíma til að hlusta á aðra þótt þú hafir ekki mikla þolinmæði til þess; það býr í þér svolítill sálfræðingur, en hér áður fyrr var það kallað að vera aumingjagóður. Óþolinmæði er orð sem þú átt að taka úr orðaforða þínum. „Ég er þolinmóður“ er mantra mánaðarins og þá gengur allt upp. Þú þarft ekki staðfestingu frá öðrum um hvað þú ert yndislegur og heillandi. Það er bara staðreynd sem þú átt að nota sem bensín á tankinn þinn til að fara þangað sem hamingjan býr. Þú hefur það alveg í hendi þér hvernig þú vilt hafa ástina, eða hvort þú vilt hafa ástina. Taktu ákvörðun um hvernig þú ætlar að þróa það með þér. Spenna og gredda í lífið gera það að verkum að þú verður orkumeiri og ótrúlegustu hrútar stefna á það að vera í ræktinni. Það er mikill hraði sem fylgir þessu hausti. Ekki kvarta yfir neinu því kvörtunum fylgir neikvæð orka. Þú þarft að taka áhættu í vinnu, skóla eða verkefnum og gefa ekkert eftir. Ef einhver ágreiningur er á milli þíns og annars aðila þá þarftu að gefa eitthvað aðeins eftir, þá færðu útkomuna sem þú ert að bíða eftir. Ef þér dettur í hug að fresta einhverju, þá verður hindrunin bara stærri og stærri og gerðu því það sem þú ætlar núna strax, þá verður ánægjan margfalt meiri. Gerðu það sem þú vilt og til þess að gera það, er það eina sem þú þarft að vita hvað þú vilt. Knús og klapp, Sigga Kling Sigga býður upp á þjónustunámskeið fyrir fyrirtæki af öllum t0ga: Hópefli – hressingarfyrirlestur sem getur verið hentugur í hádegishlé eða í byrjun vinnudags. Einnig tekur hún að sér hópa sem vilja eiga jákvæða og gleðilega kvöldstund. Þeir sem hafa áhuga gefa haft samband við Siggu með því að senda tölvupóst á siggakling@gmail.com Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira
Elsku hjartans Hrúturinn minn. Þú ert gæddur þeim dásamlegu eiginleikum að aðstoða aðra til að ná þeim árangri sem þeir þurfa. Það eru merkilegir tímar hjá þér framundan, sem gefa þér allt önnur spil á höndina en þú hefur verið með. Þér finnst kannski leiðinlegt að einhverjar aðstæður eru að lokast eða breytast en allt er þetta undirbúið af júníversinu svo þú fáir betri tíma. Þú hefur verið að ráðast í verkefni eða skoða nýja hluti sem veita þér hugrekki og gleði yfir lífinu. Þú setur oft of mikla orku í að sinna störfum þínum jafnvel of vel, slepptu aðeins tökunum, þá ferðu með straumnum í rétta átt. Það er nýtt fólk að banka upp á hjá þér, gefðu því fólki séns. Ekki dæma fyrirfram, orðið fordómar þýðir að maður dæmir eitthvað fyrirfram, sem maður veit ekkert um. Þú munt gefa þér góðan tíma til að hlusta á aðra þótt þú hafir ekki mikla þolinmæði til þess; það býr í þér svolítill sálfræðingur, en hér áður fyrr var það kallað að vera aumingjagóður. Óþolinmæði er orð sem þú átt að taka úr orðaforða þínum. „Ég er þolinmóður“ er mantra mánaðarins og þá gengur allt upp. Þú þarft ekki staðfestingu frá öðrum um hvað þú ert yndislegur og heillandi. Það er bara staðreynd sem þú átt að nota sem bensín á tankinn þinn til að fara þangað sem hamingjan býr. Þú hefur það alveg í hendi þér hvernig þú vilt hafa ástina, eða hvort þú vilt hafa ástina. Taktu ákvörðun um hvernig þú ætlar að þróa það með þér. Spenna og gredda í lífið gera það að verkum að þú verður orkumeiri og ótrúlegustu hrútar stefna á það að vera í ræktinni. Það er mikill hraði sem fylgir þessu hausti. Ekki kvarta yfir neinu því kvörtunum fylgir neikvæð orka. Þú þarft að taka áhættu í vinnu, skóla eða verkefnum og gefa ekkert eftir. Ef einhver ágreiningur er á milli þíns og annars aðila þá þarftu að gefa eitthvað aðeins eftir, þá færðu útkomuna sem þú ert að bíða eftir. Ef þér dettur í hug að fresta einhverju, þá verður hindrunin bara stærri og stærri og gerðu því það sem þú ætlar núna strax, þá verður ánægjan margfalt meiri. Gerðu það sem þú vilt og til þess að gera það, er það eina sem þú þarft að vita hvað þú vilt. Knús og klapp, Sigga Kling Sigga býður upp á þjónustunámskeið fyrir fyrirtæki af öllum t0ga: Hópefli – hressingarfyrirlestur sem getur verið hentugur í hádegishlé eða í byrjun vinnudags. Einnig tekur hún að sér hópa sem vilja eiga jákvæða og gleðilega kvöldstund. Þeir sem hafa áhuga gefa haft samband við Siggu með því að senda tölvupóst á siggakling@gmail.com
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira