Sjónræn textaveisla í Listasafni Íslands Júlía Marinósdóttir skrifar 6. október 2016 12:15 Lawrence Weiner (1942) Dagsljósið/The Light of Day, 1998 Myndlist T E X T I Listasafn Íslands Verk úr safnaeign Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur Listamenn: Birgir Andrésson, Robert Barry, Joseph Beuys, Thomas A. Clark, Hanne Darboven, Tacita Dean, Steingrímur Eyfjörð, Robert Filliou, Ian Hamilton Finlay, Hreinn Friðfinnsson, Hamish Fulton, Douglas Gordon, Franz Graf, Kristján Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson, Jón Laxdal Halldórsson, Jenny Holzer, Roni Horn, Donald Judd, On Kawara, Joseph Kosuth, Mark Lombardi, Richard Long, Max Neuhaus, Yoko Ono, Roman Opalka, Richard Prince, Karin Sander, Ben Vautier, Ryszard Wasco, Lawrence Weiner, Bjarni H. Þórarinsson. Sýningarstjóri: Birta Guðjónsdóttir Texti í myndlist á sér sögu frá því snemma á 20. öldinni þegar dadaistar fundu not fyrir texta í svokallaðri andlist. Það var svo á sjöunda áratug síðustu aldar að textinn braust fram með kröftugum hætti og síðan þá hefur hann fundið farveg og tilgang með þeim straumum og stefnum sem hafa risið upp. Í Listasafni Íslands eru nú til sýnis valin textaverk úr samtímanum með mismunandi nálgun og tilgang. Um er að ræða verk eftir fjölbreyttan hóp listamanna og tilheyra öll verkin safneign þeirra Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur. Pétur og Ragna komust í kynni vð marga alþjóðlega listamenn er þau ráku sýningarrýmið Önnur Hæð á árunum 1992 til 1997. Síðan þá hafa þau verið ötul í listsöfnun og telur safneign þeirra um 1.000 verk. Brot af textaverkum úr safneigninni eru nú til sýnis og gefa hugmynd um mismunandi birtingarmyndir textaverka og hvernig listamenn hafa nálgast viðfangsefnið. Til marks um fjölbreytni verka má nefna að Darkness racing fires from falling ash (2007) eftir Birgi Andrésson felur í sér samspil orða og lita til tjáningar á hinu myndræna á meðan Time Pieces (1983) eftir Max Neuhaus fæst við skynjun á lágstemmdan hátt. Einnig má sjá skeyti frá On Kawara (I Am Still Alive) og póstkort frá Carl Andre sem gefur sýningunni persónulegan blæ. Sýningin er þannig nokkuð yfirgripsmikil enda spannar tímabil verkanna marga áratugi. Fjölbreyttar útfærslur á breiðum grunni gefa áhorfendum innsýn í mismunandi nálganir á samtímalist með texta sem útgangspunkt. Hið sjónræna fangar vitsmuni í gegnum hið ritaða orð og leikur með skynjun og hugarflug áhorfandans í nokkrum verkum á sýningunni. Myndverk sem er til marks um niðurstöðu af sögu sem einungis er hægt að ímynda sér kemur fyrir hjá Hreini Friðfinnssyni í Nótt (1990) en Dagsljósið (1998) eftir Lawrence Weiner krefst þátttöku áhorfandans. Önnur eftirtektarverð verk eru Food for Thought (1977) eftir Joseph Beuys og Lava Fields of Iceland (1992) eftir Roni Horn. Orð geta hreyft við, vakið viðbrögð, upphafið andann eða verið einfaldur vitnisburður. Textaverkin á sýningunni hafa þann möguleika að bæta við sjónræna upplifun þar sem aukin þýðing hleðst á verkin. Með því koma sjónræn og hugræn áhrif saman á einstakan hátt. Undirliggjandi skilaboð sýningarinnar má þó segja að sé vitnisburður um listaverkasafnarana sjálfa. Hún vekur mann til umhugsunar um hlutverk, mikilvægi og tilgang listaverkasafnara og áhrif þeirra á listumhverfið. Sýningin sjálf er fersk fyrir fjölbreytileika sinn og umhugsunarefni að ekki er hægt að ganga að því sem vísu að verkin sem nú eru til sýnis komi fyrir sjónir almennings í bráð.Niðurstaða: Frísk og mettandi sýning með mörgum vel þekktum íslenskum og alþjóðlegum listamönnum sem vert er að skoða. Gagnrýni Menning Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Myndlist T E X T I Listasafn Íslands Verk úr safnaeign Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur Listamenn: Birgir Andrésson, Robert Barry, Joseph Beuys, Thomas A. Clark, Hanne Darboven, Tacita Dean, Steingrímur Eyfjörð, Robert Filliou, Ian Hamilton Finlay, Hreinn Friðfinnsson, Hamish Fulton, Douglas Gordon, Franz Graf, Kristján Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson, Jón Laxdal Halldórsson, Jenny Holzer, Roni Horn, Donald Judd, On Kawara, Joseph Kosuth, Mark Lombardi, Richard Long, Max Neuhaus, Yoko Ono, Roman Opalka, Richard Prince, Karin Sander, Ben Vautier, Ryszard Wasco, Lawrence Weiner, Bjarni H. Þórarinsson. Sýningarstjóri: Birta Guðjónsdóttir Texti í myndlist á sér sögu frá því snemma á 20. öldinni þegar dadaistar fundu not fyrir texta í svokallaðri andlist. Það var svo á sjöunda áratug síðustu aldar að textinn braust fram með kröftugum hætti og síðan þá hefur hann fundið farveg og tilgang með þeim straumum og stefnum sem hafa risið upp. Í Listasafni Íslands eru nú til sýnis valin textaverk úr samtímanum með mismunandi nálgun og tilgang. Um er að ræða verk eftir fjölbreyttan hóp listamanna og tilheyra öll verkin safneign þeirra Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur. Pétur og Ragna komust í kynni vð marga alþjóðlega listamenn er þau ráku sýningarrýmið Önnur Hæð á árunum 1992 til 1997. Síðan þá hafa þau verið ötul í listsöfnun og telur safneign þeirra um 1.000 verk. Brot af textaverkum úr safneigninni eru nú til sýnis og gefa hugmynd um mismunandi birtingarmyndir textaverka og hvernig listamenn hafa nálgast viðfangsefnið. Til marks um fjölbreytni verka má nefna að Darkness racing fires from falling ash (2007) eftir Birgi Andrésson felur í sér samspil orða og lita til tjáningar á hinu myndræna á meðan Time Pieces (1983) eftir Max Neuhaus fæst við skynjun á lágstemmdan hátt. Einnig má sjá skeyti frá On Kawara (I Am Still Alive) og póstkort frá Carl Andre sem gefur sýningunni persónulegan blæ. Sýningin er þannig nokkuð yfirgripsmikil enda spannar tímabil verkanna marga áratugi. Fjölbreyttar útfærslur á breiðum grunni gefa áhorfendum innsýn í mismunandi nálganir á samtímalist með texta sem útgangspunkt. Hið sjónræna fangar vitsmuni í gegnum hið ritaða orð og leikur með skynjun og hugarflug áhorfandans í nokkrum verkum á sýningunni. Myndverk sem er til marks um niðurstöðu af sögu sem einungis er hægt að ímynda sér kemur fyrir hjá Hreini Friðfinnssyni í Nótt (1990) en Dagsljósið (1998) eftir Lawrence Weiner krefst þátttöku áhorfandans. Önnur eftirtektarverð verk eru Food for Thought (1977) eftir Joseph Beuys og Lava Fields of Iceland (1992) eftir Roni Horn. Orð geta hreyft við, vakið viðbrögð, upphafið andann eða verið einfaldur vitnisburður. Textaverkin á sýningunni hafa þann möguleika að bæta við sjónræna upplifun þar sem aukin þýðing hleðst á verkin. Með því koma sjónræn og hugræn áhrif saman á einstakan hátt. Undirliggjandi skilaboð sýningarinnar má þó segja að sé vitnisburður um listaverkasafnarana sjálfa. Hún vekur mann til umhugsunar um hlutverk, mikilvægi og tilgang listaverkasafnara og áhrif þeirra á listumhverfið. Sýningin sjálf er fersk fyrir fjölbreytileika sinn og umhugsunarefni að ekki er hægt að ganga að því sem vísu að verkin sem nú eru til sýnis komi fyrir sjónir almennings í bráð.Niðurstaða: Frísk og mettandi sýning með mörgum vel þekktum íslenskum og alþjóðlegum listamönnum sem vert er að skoða.
Gagnrýni Menning Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira