Innlent

Hátíðarhöld í Melaskóla: Ætlar að búa til hótel fyrir naggrísi

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
70 ár eru frá því að fyrstu nemendurnir settust á skólabekk í Melaskóla. Tímamótanna var minnst í dag og var mikið um að vera.

Það ríkti mikil gleði þegar fréttamann bar að garði í Melaskóla fyrr í dag. Krakkarnir voru í óða önn að fagna deginum. Þeir fengu pulsur í hádegismat og köku í eftirrétt.

Melaskóli í Vesturbænum tók til starfa árið 1946 og voru nemendur þá 855 og kennarar 26. Nemendum og kennurum fjölgar með hverju ári en í dag eru um 700 nemendur í skólanum.

Börnin voru í miklu stuði, eins og gjarnan er þegar stórafmæli eru annars vegar, sungu og léku sér.

Þegar nemendur í öðrum bekk voru spurð að því hvað þau ætluðu að verða þegar þau yrðu stór voru svörin af ýmsum toga. Ein stúlkan er staðráðin í því að reka hótel fyrir naggrísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×