Innlent

Fjúkandi trampólín og ölvað fólk

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur staðið í mismunandi verkefnum í dag. Þar á meðal var óskað eftir aðstoðar lögreglu vegna fjúkandi trampólíns, lausri þakplötu, þjófnaði í verslunum og vegna ölvunar fólks í miðbænum.

Í hádeginu var lögreglan kölluð til vegna konu sem var í annarlegu ástandi í andyri hótels í miðbænum. Hún var ekki gestur á hótelinu og var henni vísað á brott eftir viðræður við lögreglu. Þá slasaðist ölvaður maður á höfði þegar hann féll í miðbænum. Hann hlaut skurð á höfði og var fluttur með sjúkrabíl á slysa- og bráðadeild í Fossvogi.

Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem svaf ölvunarsvefni í miðbænum. Samkvæmt dagbók lögreglunnar var um að ræða óreglumann sem hafði ekki í nein hús að vernda og var hann aðstoðaður við að komast í gistiskýli fyrir heimilislausa karlmenn.

Trampólín fauk á umferðarskilti í Hafnarfirði. Þegar lögregluþjóna bar að var eigandi þess þó að fjarlægja það og tryggja. Þá var lögreglu gert viðvart um lausa þakplötu í Laugadalnum. Eigandi hússins var látinn vita og gerði hann ráðstafanir til að tryggja plötuna.

Tveir þjófnaðir í matvöruverslunum voru tilkynntir í dag. Annar í Breiðholti og hinn í Grafarvogi. Í breiðhöldinu höfðu tveir piltar ákveðið að skrópa í skóla og stálu þeir tyggjói í verslun. Í Grafarvogi stálu tveir piltar sælgæti úr verslun. Allir voru þeir ósakhæfir vegna aldur og var foreldrum þeirra gert viðvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×