Innlent

Bein útsending: Sigmundur Davíð situr fyrir svörum í Reykjavík Síðdegis

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Reykjavík á flokksþingi Framsóknarflokksins um liðna helgi.
Reykjavík á flokksþingi Framsóknarflokksins um liðna helgi. Vísir/Anton
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrum formaður Framsóknarflokksins verður í beinni útsendingu í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni klukkan 16:20.

Búist er við að Sigmundur fari þar yfir stöðu mála og atburði helgarinnar sem leiddu til þess að hann náði ekki endurkjöri sem formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi flokksins.

Sigmundur sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar. Þá hafa einnig komið fram ásakanir frá flokksmönnum um að svindlað hafi verið í formannskjörinu.

Hlusta má á viðtalið við Sigmund Davíð í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×