Til vina taugakerfisins Auður Guðjónsdóttir skrifar 6. október 2016 07:00 Á því ári sem liðið er frá því stjórnvöld og 26 þúsund aðrir Íslendingar náðu inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna ákvæði um að þjóðir heims skuli vinna að því að bæta meðferðir við skemmdum í taugakerfinu hefur ýmislegt verið gert til að fylgja málinu eftir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vakti athygli á starfi Íslands í þágu taugakerfisins á Alþjóðaheilbrigðisþinginu í Genf og hefur lagt til við Norrænu ráðherranefndina að Norðurlöndin setji sameiginlega á fót rannsóknarsetur fyrir mænuskaða. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður hefur vakið athygli norrænna sósíaldemókrata á verkefninu sem leitt hefur til að sósíaldemókratar hafa lagt fram tímamótatillögu í þágu taugakerfisins sem tekin verður til umfjöllunar á Norðurlandaþinginu í nóvember næstkomandi. Tillöguna má lesa hér: https://www.norden.org/da/nordisk-raad/sager-og-dokumenter/a-1683-velfaerd/ Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur leitað eftir því við Norrænu ráðherranefndina að nefndin taki upp ofangreint ákvæði úr stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og geri Norðurlöndin að leiðandi afli á sviði taugakerfisins. Taki frændur okkar á Norðurlandaþingi vel í málaleitan ráðamanna okkar og samþykki að láta greina stóru norrænu rannsóknarmynd taugakerfisins og samkeyra upplýsingarnar gæti það orðið fyrsti vísir að alþjóðlegu átaki til aukins skilnings á hvernig taugakerfið starfar. Eins og flestir vita gengur afar hægt að finna lækningu í taugakerfinu svo sem við heila- og mænuskaða, geðsjúkdómum, Alzheimer, Parkinsonveiki, flogaveiki, MS, MND og fleiru. Helsta ástæðan er sú að taugakerfið er flókið og læknavísindin hafa ekki fullan skilning á hvernig það starfar. Þess vegna þarf vísindasvið taugakerfisins nauðsynlega á pólitískri aðstoð að halda frá alþjóðasamfélaginu. Við Íslendingar lögðum á brattann með taugakerfið hjá Sameinuðu þjóðunum til að skapa grundvöll fyrir alþjóðlegt átak til aukins skilnings á því. Við komumst á rekspöl og leitum nú eftir við hin norrænu ríkin að þau standi með okkur. Greinarhöfundur biður þá íslensku alþingismenn sem sitja munu þing Norðurlandaráðs í nóvember að tala hátt og snjallt máli taugakerfisins á þinginu. Með því gæta þeir ekki einungis hagsmuna Íslands heldur allrar heimsbyggðarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Á því ári sem liðið er frá því stjórnvöld og 26 þúsund aðrir Íslendingar náðu inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna ákvæði um að þjóðir heims skuli vinna að því að bæta meðferðir við skemmdum í taugakerfinu hefur ýmislegt verið gert til að fylgja málinu eftir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vakti athygli á starfi Íslands í þágu taugakerfisins á Alþjóðaheilbrigðisþinginu í Genf og hefur lagt til við Norrænu ráðherranefndina að Norðurlöndin setji sameiginlega á fót rannsóknarsetur fyrir mænuskaða. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður hefur vakið athygli norrænna sósíaldemókrata á verkefninu sem leitt hefur til að sósíaldemókratar hafa lagt fram tímamótatillögu í þágu taugakerfisins sem tekin verður til umfjöllunar á Norðurlandaþinginu í nóvember næstkomandi. Tillöguna má lesa hér: https://www.norden.org/da/nordisk-raad/sager-og-dokumenter/a-1683-velfaerd/ Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur leitað eftir því við Norrænu ráðherranefndina að nefndin taki upp ofangreint ákvæði úr stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og geri Norðurlöndin að leiðandi afli á sviði taugakerfisins. Taki frændur okkar á Norðurlandaþingi vel í málaleitan ráðamanna okkar og samþykki að láta greina stóru norrænu rannsóknarmynd taugakerfisins og samkeyra upplýsingarnar gæti það orðið fyrsti vísir að alþjóðlegu átaki til aukins skilnings á hvernig taugakerfið starfar. Eins og flestir vita gengur afar hægt að finna lækningu í taugakerfinu svo sem við heila- og mænuskaða, geðsjúkdómum, Alzheimer, Parkinsonveiki, flogaveiki, MS, MND og fleiru. Helsta ástæðan er sú að taugakerfið er flókið og læknavísindin hafa ekki fullan skilning á hvernig það starfar. Þess vegna þarf vísindasvið taugakerfisins nauðsynlega á pólitískri aðstoð að halda frá alþjóðasamfélaginu. Við Íslendingar lögðum á brattann með taugakerfið hjá Sameinuðu þjóðunum til að skapa grundvöll fyrir alþjóðlegt átak til aukins skilnings á því. Við komumst á rekspöl og leitum nú eftir við hin norrænu ríkin að þau standi með okkur. Greinarhöfundur biður þá íslensku alþingismenn sem sitja munu þing Norðurlandaráðs í nóvember að tala hátt og snjallt máli taugakerfisins á þinginu. Með því gæta þeir ekki einungis hagsmuna Íslands heldur allrar heimsbyggðarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar